This topic contains 1 reply, has 2 voices, and was last updated by Laufey Guðmundsdóttir 9 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Húsavíkurdeildin hefur til umráða á veturna Þeistareykjaskála. En þess ber að geta að skálinn er í eigu Þingeyjarsveitar. Hefur þessi skáli alltaf verið opinn og síðustu ár verið gengið illa um skálann. Og þess ber líka að geta að litlar sem engar tekjar þar að leiðandi verið af skálanum. Því fólk kemur og fer og gerir ekki grein fyrir gistigjöldum. Síðasta vetur fékkst það loksins í gegn að skálanum yrði læst. Og þá vonir um tekjur fyrir skálann kæmu líka. Einnig lagði deildin vinnu og pening að gera skálann betri, með ýmsum búnaði eins og leirtaui og öllum þrifnaðarvörum sem þarf til að halda skálanum góðum. En þar sem skálinn er umsjón Þingeyjarsveitar yfir sumartímann var ákveðið að taka úr lás. Svo þegar F4x4 Húsavík tók við skálanum í haust, var aðkoman ekki góð, slæm umgengni og mest allt það dót sem til hafði safnast og verið keypt horfið eða eyðlagt. Og þar sem skálinn er búinn að vera opinn í sumar þá því miður ekki hægt að rekja þessu slæmu umgengni. Þess ber að geta við erum ekki að tiltaka eina eða neina fyrir slæma umgengni. Okkur langaði bara að koma þessu á framfæri og enn og aftur sýnir það sig hvað er mikilvægt að hafa þessa skála læsta. Svo hægt sé að rekja svona slæma umgengni.
Kv. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 Húsavík
You must be logged in to reply to this topic.