FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Slæm Þjónusta

by Þórður Ingi Bjarnason

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Slæm Þjónusta

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson Kristján Arnór Gretarsson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.03.2007 at 08:26 #200008
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member

    Í desember þá fékk ég mér gps tæki frá Aukaraf. Ég sá strax að það virkaði ekki eins og það átti að gera og lét þá vita af því. Mér var sagt að hafa það í sambandi í dálítnn tíma og það myndi jafna sig. Þetta geri ég en ekkert breytist. Þegar ég talaði aftur við hann sagði hann mér að prófa það meira og ef það lagaðist ekki þá skildi ég koma með það. 5. feb fór ég með það til þeirra og þá sagði hann að þar sem ég væri búinn að vra nota það í mánuð þá gæti hann ekki látið mig fá annað tæki. Hann tók það í viðgerð og það tæki ekki langan tíma að laga það. Tíminn leið og eftir 6.vikur eða 23.mars þá loksins kom tækið úr viðgerð. Þessi þjónusta finnst mér ekki góð þar sem hann neitaði í byrjun að þetta væri bilun en þegar hann samþ að tækið væri bilað þá gerði hann athugasemd um að ég væri búinn að nota það. Viðgerð á nýju tæki á ekki að taka svona langan tíma þeir hefðu átt að skipta tækinu út strax þó að það væri notað í mánuð. Tækið er gott í dag en þjónustan hjá aukaraf mjög slæm

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 27.03.2007 at 10:05 #586186
    Profile photo of Ágúst Markússon
    Ágúst Markússon
    Member
    • Umræður: 19
    • Svör: 94

    Sælir félagar.
    Get ekki tekið undir þessa þjónustu, hringdi í Aukaraf á föstudagsmorgni og sagði þeim að mig vantaði VHF stöð en ætti NMT síma og vildi kaupa stöð hjá þeim.
    Sagði þeim að ég væri að fara á fjöll um kvöldið og hvort þeir gæti bjargða mér, og viti menn…….. brunaði með bílinn til þeirra og sótti hann seinnipartinn.
    Komin með VHF og NMT og allar lagnir og loftnet á sínum stað.
    Þetta kalla ég GÓÐA þjónustu.

    Kveðja
    Ágúst.





    27.03.2007 at 10:25 #586188
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Aldrei hef ég fengið annað en góða þjónustu frá Aukaraf.





    27.03.2007 at 10:27 #586190
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    En tveir aðilar sem ég þekki hafa verslað við þetta fyrirtæki, reyndar fyrir allmörgum árum síðan, en reikningarnir sem þeir fengu fyrir ekki það mikla vinnu voru algjörlega út í hött og hefur enginn sem ég þekki verslað við þá í þetta mörg ár vegna þessa…

    Svona eru nú viðbrögð við verðlagningu / þjónustu.

    kv
    Gunnar





    27.03.2007 at 11:42 #586192
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Hann bauðst til að lána mér tækið sitt ef ég færi í ferð. sem má líta á sem góða þjónustu. En það sem ég var ekki sáttur við að bjóða mé fyrst að skipta tækinu út og neita því svo þar sem tækið væri mánaðar gamalt og þess vegna notða. En það var notað þar sem hann neitaði að taka við þvi þremur dögum eftir að það var keypt því hann vildi að það yrði pófað lengur. svo þegar hann tekur við því að það taki 6.vikur að gera við er ekki bjóðandi með nýtt tæki.





    27.03.2007 at 11:42 #586194
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Þórður

    Ekki þykir mér þú sanngjarn hér.

    Það er rétt að ég bað þig að prófa tækið betur til að alveg víst væri að eitthvað þyrfti að lagfæra. Það er ekki rétt að ég hafi neitað að um bilun var að ræða. (Oft koma viðskiptavinir með tæki þar sem talið að eitthvað er að en þegar betur er að gáð er allt í lagi.)

    Eins og þú veist fullvel sá talsvert á tækinu þínu (rispur á skjá) og var það ástæðan fyrir því að ekki var hægt að skipta því fyrir nýtt.

    Frá fyrsta degi var þér boðið lánstæki en þú hafnaðir því. Alls bauð ég þér lánstæki 4 sinnum, í samtölum okkar í síma, til að þú værir ekki GPS tækislaus á meðan tækið var í athugun.

    Það er rétt að það tók óvenju langan tíma að athuga tækið en það reyndist þurfa að stilla tækið inn (loftvog og hitamæli) sem er ekki hægt að gera hér á landi, ekki var um mekkaníska bilun að ræða.

    Mér þykir miður að þú ert ósáttur, en ég tel að ég hafi reynt að teygja mig til þín með eins góða þjónustu og aðstæður leyfa.

    kveðja

    Ásgeir Örn Rúnarsson

    AMG Aukaraf ehf





    27.03.2007 at 11:50 #586196
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Það sá ekki talsvert á tækinu. Það sást á skájnum að plastið hafi verið tekið af en ekki var það allt rispað eins og þú segir. Það sást á skjánum að ég hafi tekið plasitð af og haft það í vasa sem er ekki óeðlileg meðferð á tæki. Það var ekki rispað það sér það alla vega ekki aðrir en þú ég er búinn að sýna öðrum tækið og þeim ber saman um það að þú hefðir átt að skipta því út.

    En ég skal enda jákvætt
    Þetta er mjög gott tæki og virkninn er fín og sé ég ekki eftir að hafa tekið þetta tæki miðað við þau tæki sem var búinn að skoða.





    27.03.2007 at 12:54 #586198
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Mér finst það reyndar dálítið skrýtið þegar maður kaupir nýjan hlut, hvort sem hann heitir GPS tæki eða nýr bíll og það kemur í ljós að hann er ekki að virka eins og skildi, afhverju framleiðandi/umboðsmaður tekur ekki tækið strax til baka og lætur viðskiptavin hafa nýtt í staðin.

    Það er örugglega fátt sem er verri auglýsning fyrir vöru og þjónustu, en eitthvað dótt sem fólk er hund óánægt með og virka ekki sem skildi.
    Fólkið sem lendi í að eignast svona dót, segir svo hverjum sem vill heyra hvað þetta er mikið drasl og hvað þjónustan er léleg.

    Ég hef reynda verslað allnokkuð við Aukaraf og get sagt bæði mjög góðar sögur af þjónustunni og einnig einhverjar minna góðar. Það fer eflaust eftir því hver afgreiðir mann hvort þjónustan sé góð eða ekki nóg og góð.

    Kv. Atli E.





    27.03.2007 at 13:05 #586200
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ásgeir. Ef þú neitar að láta greiðandi viðskiptavininn fá nýtt tæki og þér finnst bar leiðinlegt að hann hafi þurft að bíða eftir viðgerð á mánaðar gömlu tæki í sex vikur, þá er engin vafi á því að það er ekki bara léleg þjónusta heldur sýnist mér það líka brot á lögunum. nema að þú hafir kannski ekki átt annað eins tæki til að láta þórð hafa, sem er mjög vinsæl afsökun hjá nískum sjoppuköllum Lánstæk er ekki sama og mans eigið tæki, ekki ósvipað og að vera með bilaðan harðan disk og fá nýjan disk að láni í staðinn, sem maður verður svo að skila með gögnunum þegar búið er að laga hinn. Gáfulegt eða hvað ?
    Guðmundur

    [url=http://www.ns.is/lagasafn%5Fneytenda/kaup%5Fa%5Flausafe%5F%28vorum%29/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=4&cat_id=15262&ew_4_a_id=77947:5f2x0jg9][b:5f2x0jg9]Lögin[/b:5f2x0jg9][/url:5f2x0jg9]





    27.03.2007 at 13:06 #586202
    Profile photo of Jóhannes Jónsson
    Jóhannes Jónsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 40

    Ef maður er að kaupa nýja hluti sem virka ekki, þá á verslunin að byðjast afsökunar og afhenda viðskiptavini nýjan hlut!! Og leysa svo málið innan verslunar en ekki láta viðskiptavin um að prófa bilaðan búnað!
    Jóhannes





    27.03.2007 at 13:31 #586204
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrir nokkrum árum verslaði ég mér gps hjá öðru fyrirtæki. Þegar tækið var næstum orðið árs gamalt bilaði það, og ég fór með það í búðina. Mér var rétt nýtt tæki strax yfir borðið og sá gamla tækið aldrei aftur. Þetta kallar maður góða þjónustu og verslar aftur á svona stöðum.

    Góðar stundir.





    27.03.2007 at 14:24 #586206
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Það er nú allaveganna þannig í símabuisnessnum að það er alldrei látið nýtt símtæki út í skiptum, án þess að simtækið sé skoðað, jafnvel þó það sé dagsgamall hlutur.

    Ég hef verið beggja megin borðsins í þeim málum, og það er ótrúlegt hvað fólk reynir að glenna sig með látum til þess að fá nýjan síma í staðinn fyrir nýja símann, sem kanski gleymdist úti í rigningu eða álíka.

    Sjálfur er ég svo með 6. skiptisímann eftir að hafa fengið nýjan-bilaðan hvað eftir annað. (tengist ekki fyrri störfum)

    Kv
    Kristján





    27.03.2007 at 14:26 #586208
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Það er nú allaveganna þannig í símabuisnessnum að það er alldrei látið nýtt símtæki út í skiptum, án þess að simtækið sé skoðað, jafnvel þó það sé dagsgamall hlutur.

    Ég hef verið beggja megin borðsins í þeim málum, og það er ótrúlegt hvað fólk reynir að glenna sig með látum til þess að fá nýjan síma í staðinn fyrir nýja símann, sem kanski gleymdist úti í rigningu eða álíka.

    Sjálfur er ég svo með 6. skiptisímann eftir að hafa fengið nýjan-bilaðan hvað eftir annað. (tengist ekki fyrri störfum)
    En það tók yfirleitt 8-10 virka daga fyrir hvern síma.

    og svo er auðvitað einn kapituli í viðbót, sem eru viðurkenndir gallar.

    Kv
    Kristján





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.