This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Í desember þá fékk ég mér gps tæki frá Aukaraf. Ég sá strax að það virkaði ekki eins og það átti að gera og lét þá vita af því. Mér var sagt að hafa það í sambandi í dálítnn tíma og það myndi jafna sig. Þetta geri ég en ekkert breytist. Þegar ég talaði aftur við hann sagði hann mér að prófa það meira og ef það lagaðist ekki þá skildi ég koma með það. 5. feb fór ég með það til þeirra og þá sagði hann að þar sem ég væri búinn að vra nota það í mánuð þá gæti hann ekki látið mig fá annað tæki. Hann tók það í viðgerð og það tæki ekki langan tíma að laga það. Tíminn leið og eftir 6.vikur eða 23.mars þá loksins kom tækið úr viðgerð. Þessi þjónusta finnst mér ekki góð þar sem hann neitaði í byrjun að þetta væri bilun en þegar hann samþ að tækið væri bilað þá gerði hann athugasemd um að ég væri búinn að nota það. Viðgerð á nýju tæki á ekki að taka svona langan tíma þeir hefðu átt að skipta tækinu út strax þó að það væri notað í mánuð. Tækið er gott í dag en þjónustan hjá aukaraf mjög slæm
You must be logged in to reply to this topic.