This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Helgason 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Er það að verða rétt hjá Morgunblaðinu þegar þeir kölluðu okkur terroista á ofurjeppum ?
Jæja höfuðborgarbúar jeppamenn og hjólamenn, okkur barst þetta bréf frá félaga okkar í VÍK ( vélhjólaíþróttarklúbbnum ). Jakob Þór Guðbjartsson er formaður umhverfisnefndar VÍK. Sem nú hefur verið breytti í MSÍ mótor samband ísland.
Eiginleg finnst mér þetta vera svona spark í rassgatið á okkur jeppamönnum. Sennilega erum við farin að sofa á verðinum og orðin værukær yfir eigin ágæti.
Þetta spól og spæn hérna við bæjarmörkinn eru auðvit ólíðandi og kemur okkur í koll ef ekkert er að gert. Kv OfsiBréfið frá Jakob:
Jæja félagar. Nú er kominn tími á að sparka í kláranna og láta hendur
standa fram úr ermum. Þannig liggja málin að jeppar eru búnir að
stórskemma hluta af Kóngsleiðinni og einnig eru mjög ljótar skemmdir á
línuveginum upp frá Leirvogsvatni og á slóðanum sem liggur ofan við
Mosfellsbæ. Vissulega eru líka skemmdir eftir mótorhjól og sömuleiðis
fjórhjól (sem hefur lítið sést áður), en skemmdirnar frá jeppunum eru
svo yfirgripsmiklar að nánast jaðrar við hættuástand þegar hjólafólk
keyrir ofan í hjólförin. Málin standa þannig að enn er smá bleyta í
jörð þó megnið af svæðinu í kringum RVK sé orðið þurrt og því þarf að
brýna fyrir mönnum að snúa við ef dekkin eru farin að plægja veginn.Svæðið fyrir ofan Hafravatn, við Grímmannsfellið, Kóngsleiðin og þar í
kring er að fá á sig sama blæ og verstu gróður skemmdirnar á
Reykjanessinu. Nú er verið að loka skemmtilegum leiðum á nesinu vegna
slæmrar umgengni og hver veit nema styttist í að þessu svæði verði líka
lokað. Það sem bjargar þessu svæði örugglega frá umfjöllun fjölmiðla er
gróðurlaus jörðin.Það hefur komið til tals innan raða hjólafólks að við sjálf setjum upp
hlið þannig að hægt verði að loka þessum leiðum þangað til vatn er sigið
úr þeim. Í það minnst þarf að halda jeppunum frá viðkvæmum svæðum. Það
setur okkur vissulega í vanda yfir vetrartímann þegar miklar umhleypingar
ganga yfir þannig að einn daginn er leiðin fær en hinn ófær. Eitthvað
þarf samt að gera.Ég er með þessum pósti að hvetja umhverfisnefnd 4×4 til að taka á þessum
málum af hörku. Við hjólamenn reynum einnig að gera það sama.Fyrir hönd Umhverfisnefndar MSÍ,
Jakob Þór
Formaður
You must be logged in to reply to this topic.