Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › SLÆM hugmynd
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Freyr Jónsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2005 at 23:05 #196899
Kvöldið, ég fékk slæma hugmynd um daginn þegar ég heyrði orðið accumulator nefnt en það er svona þrýstikútur úr áli með gúmmíblöðru inní.
Þessi kútur er tengdur inn á smurgang vélarinnar og fyllist af smurolíu með sama þrýsting og er á vélinni.
Gúmmíblaðran er fyllt með ákveðnum þrýsting af kolsýru sem miðast bara við hve þrýstingurinn á smurolíunni er hár á vélinni. Smurolían lokast svo inni í kútnum undir þrýstingi.
Næst þegar setja á í gang opnar svo rafstýrður loki fyrir kútinn og smurolía flæðir um alla vélina og þá startar maður vélinni nýsmurðri og fínni í staðinn fyrir að bíða eftir að dælan nái að dæla olíunni upp.Sumir vilja meina að 50-70% slit á vélum sé einmitt vegna þess að hún gengur alltaf ósmurð í smástund.
Þetta er mjög einföld leið til að redda því.
Hvað segja menn um þetta hafið þið prófað þetta?
Ég veit að þetta er notað á 8 cyl kvartmílu vélar en þetta á alveg heima í öllum bílum meira að segja Yaris.Ykkur er velkomið að skjóta þetta í kaf líka ef þið komið með góð rök
kv. BjarniM
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2005 at 23:31 #536712
Ég hef sjálfur pælt í þessu og það hafa fleiri gert. Til dæmis þessir hér http://www.autoenginelube.com/ en þeir bjóða tilbúið sett fyrir innan við 200 Dollara. Ég er sannfærður um að þetta gefur miklu betri vörn gegn vélarsliti en allir vélarhitarar sem bara auðvelda olíunni að renna niður og safnast saman í olíupönnunni. Því miður hefur ekkert enn orðið af framkvæmdum hjá mér, en það er aldrei að vita…
21.12.2005 at 00:56 #536714Veit um Jeepster með rafdrifna forsmurdælu og er dælt upp smurþrýstingi áður en aðalvélin er ræst.
Annars eru forsmurdælur á öllum vélum yfr 1000 hö. í skipum og bátum.Kveðja Dagur
21.12.2005 at 12:28 #536716Ég var í sömu pælingum fyrir nokkrum árum og hannaði og setti upp svona forsmurningskerfi í Patrol. Ég hélt reyndar að ég væri að finna upp hjólið og gekk svo langt að rannsaka einkaleyfishæfnina á hugmyndinni en fann þá gamalt USA einkaleyfi frá 1974 sem var nákvæm lýsing á samskonar búnaði og er lýst hér að ofan þannig að ekki varð ég ríkur á hugsanlegu einkaleyfi !!
Öll rökin sem þú nefnir eru rétt hvað varðar slit á köldum vélum í augnablikinu þegar vél er startað. Annað atriði sem ég tók eftir við tilraunirnar (því þetta svínvirkar) var að vélin var miklu fljótari í gang og minna álag á startarann. Þessar tilraunir og fikt hjá mér enduðu hinsvegar með því að það komust óhreinindi inn í smurkerfið sem á endanum kálaði túrbínunni sem þurfti síðan upptekt og nýtt millihús fyrir túrbínulegurnar. Í framhaldinu hætti ég að hugsa um þessa leið til að leysa vandann með núll smurþrýsting í startinu og fann þá kit á netinu með forsmurningsdælu sem dælir upp þrýsting á meðan glóðarkertin eru að hitna. Þetta kit keypti ég reyndar aldrei og týndi síðan linknum og hef ekki fundið hann síðan !! Veit einhver hvar svona kit fæst í dag ?
Annað sem þessi leið með forsmurningsdæluna hefur fram yfir hydrobooster hugmyndina er að þegar vélar eru stöðvaðar heitar, og stundum mjög heitar, þá eru fáir sem gefa sér tíma til að láta vélina ganga smá stund til að kæla túrbínuna áður en vélin er stöðvuð. Með tímaliða sem er tengdur við forsmurningsdæluna er hægt að láta hana halda smurolíuflæði á kerfinu þegar vélin er stöðvuð og kæla túrbínu og tilheyrandi og þannig auka endingu á vél og túrbínunni.
Eitt atriði þurfa menn að hafa í huga þegar forsmurningsdæla er tengd að tengja hana framan við smurolíusíu þannig að smurkerfið fái hreina smurolíu. Þetta atriði er nauðsyn, ég hef reynsluna !!
Kveðja,
Asgeir M.
R2278
21.12.2005 at 21:04 #536718Er ekki nóg að setja upp utanáliggjandi síu fyrir dæluna? Svipað og menn hafa gert þegar þeir setja stórar V8 vélar undir lítil húdd, jafnvel væri nóg að hafa litla netasíu á lögnini.
21.12.2005 at 22:44 #536720Ég mundi leysa túrbínuvandamálið með litlu forðabúi rétt ofan við túrbínuna því hún er ennþá að snúast þegar maður drepur á sama hvort túrbínan sé heit eða ekki
21.12.2005 at 22:49 #536722Það er til góð lausn á þessu. Maður notar bara vandaðar smurolíur og hættir að hugsa um svona vesen.
Góðar stundir
21.12.2005 at 22:53 #536724Skiftir nátturulega ekki máli með patrolana það bilar eitthvað annað löngu áður
21.12.2005 at 23:51 #536726Góðan daginn,
eru flestar vélar í dag þessar tölvuvæddu ekki þannig úr garði gerðar að þær fara ekki í gang nema fullum smurolíuþristíng sé náð og er ekki líka einstefnuloki á lögnum svo olía sé ekki öll í pönunni þegar menn hefja start.
Svo með túrbínuhita, er ekki til líka eitthvað sem drepur á vél annað hvort tímatengt eða háð hitastigi.
[b:c8b6dels]Svo er líka hin lausnin að vera með vandaða vél!!!!![/b:c8b6dels]
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
22.12.2005 at 00:36 #536728Ég las einu sinni um sænska rannsókn sem sýndi að ræsing á bílvél í 25 stiga frosti sleit vél jafnt og 800 km. akstur . Ég heyrði líka nýlega Leó M Jónsson segja frá vísindalegri rannsókn á smurolíum þar sem mjög margir leigubílar í USA voru fengnir til að nota hver sína tegundina af smurolíu í ákveðinn tíma , man ekki hvað marga km. Skilyrði var að skifta um olíu eftir ákveðnu skipulagi og munurinn var enginn . Kv. Olgeir
22.12.2005 at 00:47 #536730Vandamálið með að drepa á vél eftir átök er ekki það að túrbínan sé ennþá að snúast heilan helling. Hún hægir á sér og stoppar um leið og það hættir að streyma afgas í gegnum hana þar sem að það er jú rosalega mikil loftmótstaða í svona blásara. Til að styðja mitt mál vil ég benda mönnum á að sjá hversu hratt boost mælirinn hoppar í 0 þegar slegið er af olíugjöfinni. Boost þrýstingur gefur góða vísbendingu um snúningshraðann á túrbínunni.
Vandamálið með að drepa á eftir átök er að þegar túrbínan er mjög heit og pústgreinin líka þá hitna legurnar og pakkningarnar og þeim er haldið köldum með olíu.
Ef olían hættir að berast og allt draslið er sjóðheitt þá sýður olían í legunum og eftir situr sótdrulla.
Vatnskældar túrbínur eiga ekki að vera í vandræðum með þetta, þar sem að vatnið sýður við lægri hita en olía og heldur hitanum niðri þegar búið er að drepa á.
22.12.2005 at 17:48 #536732túrbínan er á mörg þúsund sn/min í hægagangi og stoppar sko ekki á 1 sek. þó að þú sjáir ekki hreyfingu á boost mælinum, hjólin eru það lítil miðað við hvað rýmið er stórt í lögnunum (og intercooler) að það þarf þónkkurn snúning til þess að ná upp þrýsting, en þær snúast oft upp í 50.000sn/min, en aðal vandamálið er að olían er orðin svo þunn við þennan hita að hún fer beint niður í pönnu.
22.12.2005 at 22:38 #536734Þú gerir þér grein fyrir því að túrbína í bíl er mjög létt (og þess vegna geta þær snúist allt að 150’000rpm)
og hefur einfaldlega ekki massa til þess að halda áfram að snúast í neinn tíma.
Túrbínan dólar bara á innan við þúsund snúningum þegar að vélin er í lausagangi. Þú gerir þér grein fyrir því að þegar að vél er í lausagangi þá er svo sáralítið afgas til að knýja túrbínuna.
Ég veit ekki af hverju þú ert að tengja þetta við rúmtak í lögnum, þetta er miðflótta afls blásari og því er snúningurinn nánast sá sami á sama þrýstingi, óháð stærð þess rýmis sem er verið að fylla, svo lengi sem blásarinn fer ekki út fyrir það svið sem hann vinnur á.
Það tekur túrbínuna innan við sekúndu að tapa mestu af þeim 100000+ snúningum sem hún er að vinna á, þess vegna er turbo lag eftir gírskiptingar.
Það má því áætla að það taki túrbínuna innan við 10 sekúndur að stoppa algjörlega ef afgasflæðið er stoppað þegar hún er á hámarks snúningi.
Og ég veit ekki hvað þú átt við með því að olían fari beint niður í pönnu, fjölþykktar olía verður ekki að neinu vatni á eðlilegum vinnuhita í bílvél með túrbínu.
22.12.2005 at 23:05 #536736Í vinnuvélum(turbo) er gjarna miðað við að láta vélina ganga í um eina mínútu eftir álag áður en drepið er á. Ég held að það sé frekar til þess að jafna hita í heddi, stimplum, blokk og greinum heldur en að hlífa túrbínunni sjálfri. Tilvist túrbínunnar eykur hins vegar þennan hitamismun.
Í Caterpillar trukkum er rafmagnsdæla á smurkerfinu sem nær upp smurþrýstingi áður en vélinni er snúið í gangsetningu og líka eftir að drepið er á.
Þegar mótorar eru loftkældir (t.d. Deutz), þá skiptir MJÖG miklu máli að láta vélarnar ,,keyra sig niður" eftir vinnslu, annars er mikil hætta á vindingi og þ.h. veseni með hedd vegna þess að sá varmi sem kominn er af stað á einni hlið flatar á eftir að skila sér til annarrar hliðar(misþensla). Líklegt er að sama gildi um vatnskældar dieselvélar sem skila hlutfallslega miklu afli m.v. rúmtak(sbr. Patrol 2.8 vélarnar).
Svo að ég snúi mér aftur að efni þráðarins, þá finnst mér hugmyndin fín. Ekki ný, enda praktísk og á rétt á sér. Þetta er búnaður sem eykur örugglega endingu vélar marktækt þegar ræst er oft í kulda og keyrt stutt.
Fyrir þá sem nota jeppana sína einvörðungu sem leiktæki sjaldan á ári á þetta ekki við. Dagsdaglega ökutækið á að hafa svona búnað.kv
Grímur
23.12.2005 at 00:08 #536738"Hún hægir á sér og stoppar um leið og það hættir að streyma afgas í gegnum hana þar sem að það er jú rosalega mikil loftmótstaða í svona blásara."
Ég skildi þetta þannig að þú meintir að hún myndi stoppa um leið vegna þrýstings sem hún myndaði þess vegna var ég að tala um lagnirnar.
Ég geri mér grein fyrir því að olían verði ekki að neinu vatni en hún þynnist samt sem áður og tollir ekki jafn vel á sléttum flötum eins og öxlinum og legunni auk þess er niðurfallið 10+millimetrar.
túrbínan snýst eftir að drepið er á sama hversu lengi (10 sek er langur tími) við erum sammála um það, en þó að það sé stuttur tími þá eru þetta margir snúningar og olían er ekki lengi að fara af öxlinum og þá nær hann oftast að snerta leguna þó það sé ekki nema einn snúningur þá telur þetta allt þegar búið er að drepa á vélinni 1000 sinnum.
þú gerir þér líka grein fyrir því að ef enginn smurþrýstingur er á legunni þá nær öxullinn að sleikja leguna málmur í málm.
Þetta telur allt saman
kv. Bjarni
23.12.2005 at 00:46 #536740accumulator er líka til á bensín lagnir. þ.e. heldur þrystingi að innspýtingu t.d. eftir að drepið er á bílnum, þá er auðveldara að starta honum aftur vegna þess að þá er þrystingur á lögninni.
Einnig veit ég að sum mótorhjól eru með þetta system á smurolíunni. þe þú þarft að svissa á í smá stund áður en þú startar, þá er olíudæla að dæla inn á stimplana olíu svo mótorinn starti ekki þurr.
en með að hita mótor með hitara í frosti er ekki gott, hef heyrt að vélar slitni mjög mikið t.d. í alaska þar sem fólk setur í samband á kvöldin og hitar vélina en þá þorna upp cylendrarnir og uppgufun myndast í olíu, rannsóknir sögðu að vélar slitni um 50% meir heldur en kaldræsing. bara pæling veit ekki hvað er satt af þessu.
Davíð Dekkjakall
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.