This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Andri Víðisson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Þetta er einstakt tækifæri til að læra skyndihjálp sem miðast við óbyggðir og bið eftir hjálp í margar klst. (eins og reynslan hefur sýnt) eða þurfa að flytja sjúkling sjálfur. Mér líst rosalega vel á þetta skyndihjálparnámskeið sem verið er að standa fyrir skv. því sem kom fram á mánudagsfundinum. Þarna er búið að taka saman það helsta úr tveimur fyrstuhjálparnámskeiðum sem björgunarsveitarfólk tekur og setja í eitt námskeið. Það verða verklegar æfingar m.a. með „sjúklingum“ sem sjaldnast er í boði á öðrum skyndihjálparhjálparnámskeiðum og það er bara gaman. Ég hvet því fólk til að skrá sig og ef það kemst ekki þessa helgi að skrá sig á biðlista því þá verður kannski hægt að halda annað námskeið.
Þetta er frábært framtak hjá Hjálparsveit 4×4 (og samstarf við FBSR) .
Námskeiðið er helgina 20-22 október niðri í flubba húsi við Flugvallarveg. það er greiðfært fyrir allar dekkjastærðir.
Skráning í tölvupósti á lella@simnet.is eða í síma 892-4283Kv. Stef.
p.s.
Nú væri gaman að heyra hvaða skoðun fólk hefur á þessu hvort það ætli ekki að taka þátt.
You must be logged in to reply to this topic.