This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Á. Ólafsson 12 years, 10 months ago.
-
Topic
-
sælir eigum við ekki að deila með hverjum öðrum hvað menn eru að gera í skúrnum fyrir þorrablót eða á að gera allt viku fyrir eins og venjulega
‘Eg er með 4runner ’86 38“ og er að fara skipta um gorma að aftan,setja loftlás að framan,tengja arb dælu og innverter 300w og smíða tölvuborð jafnvel fara í profil tengi aftan já og laga tengingar á kastörum og skipta um viftureim allavega er það sem er búið að plana,það væri gaman að færa afturhásinguna
Hef heyrt að Rúnar Sig sé duglegur í skúrnum og stefni á þorrablót eins og hann hefur gert síðustu ár
Jenni sé að tengja aukamiðstöð í læner því konan ætli með á þorrablót og hún sé ekki eins hrifin að sofa í frystikistu þó Jenni sé það
Jónas og Grétar séu byrjaðir að vinna í lænerunum og þykir það óvenjulega snemmt, það er yfirleitt 3 dögum fyrir blót
Jói Diskó sé búinn með 44“ Diskóinn og stefni jafnvel í prufuverð um helgina
Jói Njarðvíkur gaur sé búinn að festa stigbrettin á nýlega sprautaðan 80 krúserinn sinn og hafi jeppan á lyftu til að spara púðana og það sé í myndinni að setja aukatankinn í en búinn að vera á leiðinni í síðustu þorrablót
Að Ingjaldur sé byrjaður að brenna nýjan disk í spilarann en hann er búinn að hafa sama diskinn síðan blái læner var smíðaður einnig að ferðafélags Þórhallur verði kóari svona til að segja karlinum til
Óli Hall er kominn með sinn læner í hraðamæla upptekt hjá Jónasi og Grétari örugglega eitthvað meira en “hraðamælaupptekt“ er gott orð yfir það
Kári Borgar veit ekki betur en að allt sé í lagi enda nýlega búinn að skipa um vél en ákvað að fara suður að skoða dót
Bjarnþór á ofur súkkunni sé byrjaður að strauja öll sín kort og stefnir í að fylla heimasmíðaða tankinn (350 lítrar) en bensín er nú ódýrara en disel svo það hlýtur að sleppa
Árnór og Andri tengdasynir séu orðnir mjög líkir Jónasi og Grétari því dótið sé helst sett saman 20mín fyrir ferð en heyrði að þeir ætluðu að vera í “fyrra lagi“ núna
kv Heiðar U-119
You must be logged in to reply to this topic.