Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skrýtnar hækkarnir.
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Þorsteinsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2008 at 11:10 #201546
Undarlegt hvað þróun á jeppabreytingum hefur verið á verri veg á einstaka þáttum þrátt fyrir stórbætt vinnubrögð að flestu leyti. Var að skoða undirvagn í nýlega breyttum bíl með litla breytingu sem gerð var hjá nokkuð þekktu breytingaverkstæði. Allavega er bíllinn merktur sem slíkur. Þessi bíll er með klafafjöðrun sem bókstaflega er skrúfuð upp í botn til að koma stærri dekkjum fyrir. Slík hækkun getur ekki verið holl fyrir öxulliði eða stíyrisenda þar sem átakshorn aflagast og skekkjast svo ekki sé talað um skerta fjöðrunaeiginleika og minna fjöðrunarsvið. Hérna virðast menn vera að spara sér vinnu við boddíhækkun.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2008 at 11:16 #609308
er sennilega dýrt ferli. og verkstæðið gerir sennilega akkúrat það sem kúnninn biður það um. s.s. ef kúnninn vill skrúfa upp klafann frekar en að fara hina leiðina getur verkstæðið ekki staðið í vegi fyrir því
07.01.2008 at 13:00 #609310Verkstæðið getur einmitt staðið í vegi fyrir því, bara einfaldlega neitað kúnnanum að ástunda þannig vinnubrögð. Á endanum er alltaf spurt, "hver sá um breytinguna"? og það getur verið vafasamt fyrir fyrirtæki að ástunda ódýr eða léleg vinnubrögð af einhverju tagi. Betra að vera leiðinlegur og neita kúnnanum um einhverja þá þjónustu sem þú ert ekki sjálfur viss um að þú eigir að framkvæma. Kveðjur, L.
07.01.2008 at 15:06 #609312Þetta er allt í lagi.
Ég veit sjálfur að þetta er ekki besta breytingin, og eykur slit o.fl, en sjálfur myndi ég alveg íhuga þetta.Spurningin gæti einfaldlega verið svona.
a) fara á fjöll á breytta jeppanum mínum, sem samt hefur hellst til mikið slit á öxulliðum
–
eða
–
b) fara ekki á fjöll af því ég átti ekki ekki 300.000kr fyrir síkkun á klafa eða hásingu…Þess fyrir utan finnst mér body-hækkun ekki vera góð vinnubrögð, nema verið sé að tala um mikla breytingu og þá viðbót við úrskurð og undirvagn.
Ég hef ferðast þónokkuð á klafabílum með allt skrúfað í botn og það reyndist mér bara bærilega. Ekki besti kosturinn, en þó kostur.
Kv. Ívar
07.01.2008 at 16:27 #609314Segir ekki aðferðin allt um hvernig verkstæðið framkvæmir sína vinnu:)
Ég held að það komi hvorki mér né þér við hvernig fyrirtæki leysa sín verkefni.
Það er hins vegar mitt mál ef ég ætla að kaupa breytan bíl að ég skoði hvernig honum er breytt.
Ég held að þó svo að bíll sé merktur breytingaverkstæðinu X þá er það ekki endilega gæðamerki. Gæðin takmarkast nákvæmlega við eintakið sem þú ert að skoða.
Kveðja
Elvar
07.01.2008 at 18:05 #609316Svona smá útúrdúr. Hvað kostar að láta boddyhækka bílinn sinn?? Er einhver verðmunur ef hann er boddyhækkaður fyrir eða hvað.
07.01.2008 at 18:29 #609318Hvers vegna í ósköpunum ættu boddíhækkun að vera "óvönduð vinnubrögð"?
Þegar ég breytti gamla rönnernum hækkaði ég hann 50mm á boddí, 25mm á fjöðrun og skar svo restina úr.Með boddíhækkun ertu að halda þyngdarpunktinum mun neðar en með að hækka á fjöðrun, því ekki færast einu þyngstu hlutir bílsins upp með, grindin, vélin og kassarnir… Boddíið eitt og sér er ekki það þungt nefninlega.
kkv, Úlfr.
07.01.2008 at 23:37 #609320Geta ekki komið sprungur í boddýið þegar bara eru settir klossar en ekki einhverjar festingar hækkaðar?
08.01.2008 at 00:21 #609322Jú mikið rétt, ég var einmitt um daginn að smíða 2 festingar í boddýinu upp á nýtt þar sem að 3" boddýklossar höfðu skekkst og eyðilagt festingarnar. Ég vil ekki sjá þetta boddýklossa drasl!!!
08.01.2008 at 09:19 #609324Það að herða á flexitorum á klafabílum er yfirleitt tiltölulega einföld aðgerð. Flestir sem kunna á skiptilykil geta gert þetta sjálfir. Þess vegna er ekki alveg víst að breytingaverkstæði hafi gert það þó að bíll sé merktur því.
Mér hefur hins vegar fundist að utanvegaraksturshæfileikar klafabíla batni mjög við það að verða aðeins stífari að framan.
Það er hins vegar eitthvað sem er heldur ekki óframkvæmanlegt að síkka drifkúlu og stýrisgang en virðist aldrei vera gert.
08.01.2008 at 09:38 #609326Það er mín skoðun að boddyhækkun sé ekkert mikið skárri aðgerð en að skrúfa upp klafa.
Enginn einn hefur nákvæmlega rétt fyrir sér, bara mismunandi rök, og mis góð.Eins og bennt hefur verið á geta fylgt vandræði við boddyhækkun þegar boddíið er að brotna í kringum festingar, sérstaklega ef notaðir eru klossar en ekki smíðaðar hækkanir.
Þyngdarpunktur er svo annað.
Það að sleppa boddyhækkun lækkar þyngdarpunkt.
Mér er alveg sama þó að boddyið sé ekkert svakalega þungt, en ef þú sleppir þessum hækkunarþætti alveg þá hlýtur það að vera til batnaðar?
Skera bara meira úr í staðinn. En það getur verið mikil vinna og annar þáttur sem oft er verið að spara við sig.Að sjálfsögðu eru eitt og eitt tilfell þar sem þessi boddyhækkun er ágæt, en ég myndi kjósa að sleppa henni.
(því miður er patrolinn minn búinn boddyhækkun sem ég tel galla, en gerir mér samhliða kleift að setja 44 undir fyrirhafnarlítið)nöldur búið í bili
08.01.2008 at 10:55 #609328Þyngdarpunktur hækkar MINNA þegar pláss fyrir stærri dekk er fengið með boddyhækkun heldur en þegar skrúfað er upp eða hækkað á fjöðrum með öðru móti. Þegar boddy er hækkað, þá eru vél, kassar og grind ekki hækkuð, en þegar bíl er lift á fjöðrum hækkar allt nema hásingarnar og hjólin.
Hækkun þar sem boddyfestingar eru færðar upp, breytir aksturseginleikum minna en allar aðrar aðferðir til hækkunar.
Að mínu viti er það sterk vísbending um fúsk ef hækkað er um meira en 3-4 sm með því að skrúfa upp klafa.-Einar
09.01.2008 at 01:01 #609330Einar- þú ættir að klára að lesa gegnum svör manna áður en þú fullyrðir að þeir hafi rangt fyrir sér. Ef þú læsir aðeins lengra í svarinu hans Ívars sæirðu að hann segir ekki að boddýhækkun hafi verri áhrif á þyngdarpunkt heldur en hækkun á undirvagni, heldur að hún hafi verri áhrif á þyngdarpunktinn en það að skera meira úr og sleppa hækkuninni. Hinsvegar er það svo hárrétt sem þú segir að undirvagnshækkun hafi meiri (verri) áhrif á þyngdarpunktinn heldur en boddýhækkun = öll dýrin í skóginum hafa rétt fyrir sér………………
.
Freyr
09.01.2008 at 01:24 #609332Það sem Einar átti sjálfsagt við er það að ef þú hækkar ekki á boddý þá verðurðu bara að hækka meira á gormum eða fjöðrum. Eitthvað verður að hækka bílinn því einhverstaðar verður að finna pláss fyrir dekkin án þess að skera kúplings og bremsupedala úr.
Annars hef ég aldrei skilið þessa áráttu að hækka jeppana sem allra minnst, þetta eru jú breyttir jeppar og ástæðulaust að hafa þá á sílsunum í öllum snjósköflum og fá Krossána inn um topplúguna á sumrin.
09.01.2008 at 08:36 #609334Kannske hef ég ekki lesið svar Ívars nógu vél, ég er allavega sammála því að það sé betra að fá pláss með því að skera úr, heldur en að hækka á boddíi.
En ég hef aldrei skilið það hversvegna menn vilja frekar hækka bíla eins og Patrol á fjöðrum en boddíi.
Mér virðist að það sé algengt að bílum eins og Patrol er TLC80 er breytt þannig að það er hækkað á fjöðrum fyrir 38" breytingu og síðan hækkað á boddii ef farið er í 44". Ég myndi snúa röðinni við og sleppa fjaðrahækkun þar sem það er hægt.-Einar
09.01.2008 at 09:03 #609336er þetta menn meiga breyta eins og þeir vilja ef allir gerðu það sama væri ekkert gaman af þessu eg er til dæmis með hilux á 44" og lítið sem ekkert búinn að skera úr hækkaði bara og skar síðan úr þar sem rakst í
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
