This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 13 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Gott kvöld
Í ferð með litlunefndinni áðan lenti ég í því að framdrifið hætti að virka. Ég fékk það inn aftur með því að setja læsinguna að framan í gang (loftlæstur) og þá virkaði framdrifið. Svo undir lok ferðar þegar ég fer í 20kmh hraða að þá kemur skrölt hljóð sem eykst við meiri hraða og heyri ég það koma að framan hægra megin jafnvel þó hann sé bara í afturdrifinu. Ef ég skelli honum í framdrifið að þá finn ég að bíllinn missir afl og hann hægir á sér. Ég set hann þá aftur í afturdrifið en læsi samt að framan og þá hættir skröltið. Hefur einhver hugmynd hvað þetta gæti verið? Er á Pajero 2.8 tdi ’98. Bíllinn var í Heklu um daginn og var skipt um öxulhosu og legu í leguhúsi vinstra megin að framan.
You must be logged in to reply to this topic.