This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Þið hafið vafalaust mörg ykkar kíkt á enskan vef sem heitir verdictoncars.com og er eins og nafnið bendir til einhverskonar „gæðaflokkun“ á þeim bílum, sem boðnir eru á markaði í UK.
Samkvæmt þessum eru engir bílar þessi virði að eiga þá nema enskir bílar, sem ætla mætti samkvæmt þessum síðum að vera einstök gæðaframleiðsla inn og út. Ennfremur virðast skríbentar þessir haldnir mikilli fóbíu gagnvart japönskum bílum og sér í lagi 5 hurða SUV bílum, helst mega þeir ekki sjá þá nema 3ja hurða. Það er magnað að sjá hvaða dóm bíll eins og Land-Cruiser fær þarna, þvílíkt bölvað bull í þessu fólki. Mér sýnist að einu notin fyrir þennan vef sé að hlæja að honum. Ég fór að kíkja á þennan vef vegna þess að einhver sem er mikill Patrol-andstæðingur vísaði á hann og hafði fyllst einhverri Þórðargleði út af því. Jamm, þarna eru greinilega „heimadómarar“ að skrifa.
You must be logged in to reply to this topic.