FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

skrítin kúpling í hilux

by Bragi Guðnason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › skrítin kúpling í hilux

This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bragi Guðnason Bragi Guðnason 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.11.2009 at 21:22 #208429
    Profile photo of Bragi Guðnason
    Bragi Guðnason
    Participant

    Sælir félagar,

    Er með smá vandamál með kúplingu í hilux. Sem lýsir sér þannig að í neðstu stöðu kúplast ekki nægjanlega sundur til að gírskipting sé auðveld. Samt nægjanlega til að bíllinn stöðvist.
    Er búinn að keyra bílinn svona í 6 vikur, og það er alveg hægt ef maður er mjúkur á gírstönginni og lætur hann líða í gírinn, samt hvimleitt í innanbæjarakstri.

    Þetta er ’91 hilux extracab, var með 2.4 dísel en er núna kominn með 2.4 TD úr ’99 hilux, og í leiðinni var sett ný, stærri kúpling ( minnir mig 9 1/2 tommu) í staðinn fyrir orginal

    v. Bragi

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 19.11.2009 at 22:07 #667428
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    ég myndi byrja á að athuga hvort það sé nægur vökvi á vökvaglasinu fyrir kúplinguna…..

    ef svo er þá myndi ég næst reyna að tappa lofti af kúplingsþrælnum sem er niðri við gírkassa.





    19.11.2009 at 22:52 #667430
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Ég lenti í þessu á Hilux 2.4D. Hann var alltaf leiðinlegur í fyrsta en svo var hann ágætur í aðra gíra. En eftir að ég var búinn að hjakkast í skafli og keyra upp bratta brekku þá vildi hann ekki í fyrsta nema ég dræpi á mótornum og setti hann svo í gír, svo gat ég kúplað og startað en hann snuðaði allann tímann þó það væri kúplað.

    Þá var fjöðrin í kúplingunni orðin slök og hún var líka slitin þar sem kúplingslegan þrýsti á hana. Hún kúplaði rétt svo nógu mikið til að snuða í kyrrstöðu.





    25.11.2009 at 18:45 #667432
    Profile photo of Þráinn Ársælsson
    Þráinn Ársælsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 41

    hef séð í hilux að það hefur brotnað kúlan sem kúplingsgaffallinn situr á…. ef að lofttæming virkar ekki þá væri spurning að athuga það





    25.11.2009 at 19:43 #667434
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Eins hefur líka blætt meðfram stimplinum í kúplingdæluni þegar þetta er orðið svona gamalt. Þá fær maður ekki fullan þrýsting á þrælinn og svo minkar hann róóóóleega þar til að bíllinn skríður af stað.





    25.11.2009 at 19:57 #667436
    Profile photo of Bragi Guðnason
    Bragi Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 276

    Mér var bent á, í SMS-i að það gæti verið að miðjulegan í svinghjólinu, sem heldur við gírkassaöxulinn gæti verið stíf.

    Þetta þykir mér rosalega líklega skýring á því sem er að gerast hjá mér. Kúplingsþrællinn er alveg þéttur og nóg á kerfinu, og kúplingin rífur vel síðustu 3-4cm af færslunni sem pedallinn fer.
    Þá er bara þetta örlitla átak sem fer í gegnum leguna vegna stífleika sem snýr gírkassanum alltaf eitthvað- sem veldur erfiðum gírskiptingum.
    En takk fyrir svörin

    kv. Bragi





    25.11.2009 at 21:00 #667438
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    skiftir þú um gírkassann líka





    25.11.2009 at 21:20 #667440
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Kannski sé ég þetta ekki rétt fyrir mér, en ég bara get ekki skilið að stíf kúplingslega geti fært snúningsvægi úr vél aftur í gírkassaöxul.

    Kúplingslegan ýtir á þann hluta kúplingar-samsetningarinnar sem fylgir vélinni í snúningi annars vegar, og svo stútnum/kúplingsgafflinum hins vegar. Snertir semsagt ekki gírkassaöxulinn eða neitt sem tengist honum beint.

    Kannski er diskurinn orðinn eitthvað undarlegur og dregst alltaf með sama hvað mikið er kúplað…?

    kkv
    Grímur





    26.11.2009 at 00:37 #667442
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Hann er ekki að tala um kúplingsleguna, hann er að tala um litlu leguna ínní svinghjólinu, þ.e. leguna sem styður við litla tittinn á endanum á öxlinum þegar það er frákúplað





    26.11.2009 at 00:41 #667444
    Profile photo of Mikkjal Agnar davidsen
    Mikkjal Agnar davidsen
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 44

    sæll ég myndi ath jarn brakketið sem heldur petölunum undir mælaborðinu,

    það er þekkt vandamal i hilux að þetta jarn brakket mykist og bogni med timanum serstaklega ef það hafa verið settar heavy duty kúpplingar i bilinn,

    lausnin er annaðhvort að taka það úr og sjóða það upp, styrkja það a burðarpunktum eða fá heilt úr öðrum bíl

    fór einu sinni i kúpplingsskipti til að komast i jeppaferð daginn eftir, svo þegar við felagarnir vorum bunir þá kúpplaði druslan alveg jafn illa og þá kom þetta í ljós….. + brotin hliðarrúða eftir að ég skellti hurðinni mjög sáttur eða hitt þó

    kiktu allavega á brakketið





    26.11.2009 at 09:11 #667446
    Profile photo of Bragi Guðnason
    Bragi Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 276

    [quote="Siggim":35vqcd3a]skiftir þú um gírkassann líka[/quote:35vqcd3a]

    Nei þetta er orginal kassi





    26.11.2009 at 11:19 #667448
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Mögulega gæti diskurinn verið stífur á öxlinum. Það er vegna þess að rillurnar eru fullar af sóti og skít.
    Þetta er eitt af því sem maður þarf að passa að gera við kúplinsskipti, þrífa öxulinn.

    Kv. Steinmar





    26.11.2009 at 21:22 #667450
    Profile photo of Jónas Ingi Jónasson
    Jónas Ingi Jónasson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 2

    vá þrællinn er of stuttur endinn orðinn slitinn bæði á þræl og gaflinum í kassanum
    fáðu þér patrol





    26.11.2009 at 22:07 #667452
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Auðvitað, litla legukvikindið gæti alveg verið að stríða, ég var alveg búinn að gleyma því.
    Sumir sleppa líka að skipta um hana við kúplingsskipti, sem er algert fúsk.

    Minnir mig á bílskúrsráð sem ég heyrði til þess að losa þessa legu úr sætinu:
    Fylla holrýmið bakvið leguna og gatið í henni með þykkri koppafeiti.
    Tálga spýtustubb(t.d. úr brotnu kústskafti) niður í rétt ríflega innanmál legunnar.
    Slá spýtutappann rösklega í gatið með slaghamri, þá á legan að "tjakkast" út með það sama!

    Magnað finnst mér að ná að skella Hilux-hurð nógu fast til að sprengja rúðuna !!!!, en mikið skil ég það vel…

    kkv

    Grímur





    26.11.2009 at 22:26 #667454
    Profile photo of Bragi Guðnason
    Bragi Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 276

    [quote="grimur":nayx6gxr]Auðvitað, litla legukvikindið gæti alveg verið að stríða, ég var alveg búinn að gleyma því.
    Sumir sleppa líka að skipta um hana við kúplingsskipti, sem er algert fúsk.

    Minnir mig á bílskúrsráð sem ég heyrði til þess að losa þessa legu úr sætinu:
    Fylla holrýmið bakvið leguna og gatið í henni með þykkri koppafeiti.
    Tálga spýtustubb(t.d. úr brotnu kústskafti) niður í rétt ríflega innanmál legunnar.
    Slá spýtutappann rösklega í gatið með slaghamri, þá á legan að "tjakkast" út með það sama!

    Magnað finnst mér að ná að skella Hilux-hurð nógu fast til að sprengja rúðuna !!!!, en mikið skil ég það vel…

    kkv

    Grímur[/quote:nayx6gxr]

    Ég skipti um þessa legu, notaði einmitt þessa fínu aðferð með koppafeitina til að ná gömlu úr (reyndar best að nota stálöxul með innanmáli legunnar). Mér finnst líklegast að mér hafi tekist að skemma nýju leguna þegar ég barði hana í sætið aftur.

    Kíki á þetta næst þegar gírkassinn verður tekinn frá, þarf hvort sem er að skipta um sveifaráspakkdós aftan á vélinni í leiðinni.





    27.11.2009 at 10:41 #667456
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Ein spurning í viðbót, Kom þetta vandamál upp strax eftir að nýja og stærri kúplingin fór í?
    Ef svo er þá ættir þú að mæla diskinn, þ.e. þykktina á honum. Ef hann er þykkari en sá gamli þá slítur kúplingin ekki / illa.
    Kveðja
    Hjalti





    27.11.2009 at 13:27 #667458
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    [quote="grimur":23nc0lpn]Sumir sleppa líka að skipta um hana við kúplingsskipti, sem er algert fúsk.[/quote:23nc0lpn]

    Það veldur því líka með tímanum að fremsta burðarlegan í kassanum fer að syngja, þeir sem hafa átt nokkra gamla hiluxa þekkja þennan söng vel.





    13.12.2009 at 12:25 #667460
    Profile photo of Kári Freyr Magnússon
    Kári Freyr Magnússon
    Member
    • Umræður: 70
    • Svör: 648

    Kúplingsgaffallinn á það stundum til að bogna líka og lýsir sér eins og kúplingsþrællinn sé of stuttur eða slítur alveg í gólfinu eða mjög illa





    13.12.2009 at 13:11 #667462
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    eru kúplingshúsin jafn djúp á 91 og 99 ????’





    13.12.2009 at 13:35 #667464
    Profile photo of Bragi Guðnason
    Bragi Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 276

    Sko.

    Þetta vandamál byrjar eftir að ég setti stærri kúplinguna í.

    Kúplingin sjálf er að rjúfa alveg. Það er samt eitthvað smá átak sem fer alltaf í gegn og mér finnst líklegast að miðjulegan í svinghjólinu sé eitthvað stýf og gefi alltaf eitthvað smá átak yfir í gírkassan. – Sem gerir gírkskiptingar erfiðari.

    Annars er ég búinn að keyra bílinn yfir 2000 km svona og þetta venst. En ætla að laga þetta við tækifæri.





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.