This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver hérna kannist við svolítið undarlega bilun í Pajero ’97
Þannig er að þegar ég set bílinn í gang á morgnana þá blikkar alltaf viðvörunarljósið í mælaborðinu sem segir að bíllinn sé að fara úr framdrifinu. (þetta eru grænu ljósin á framdekkjunum) Þetta heldur svo áfram að blikka í 5-10 mínútur þangað til allt í einu það slökknar. Þetta virðist sérstaklega gerast þegar bíllinn er fyrst settur í gang á morgnana og ef það er kalt úti.
Þetta gerist þó svo að bíllin sé ekkert settur í fjórhjóladrifið þannig að mér finnst þetta svolítið skrítið.
Svo annað, þegar ég tek skarpa hægri beygju þá kviknar ABS ljósið og abs-kerfið verður óvirkt þangað til ég drep á bílnum og starta honum aftur… Þetta eru hugsanlega eitthvað skildar bilanir.
Með þökkum,
Steindi
You must be logged in to reply to this topic.