Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skriðgír í gamla Bronko.
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2005 at 15:04 #196739
Sælir nú..
Fyrir forvitnissakir, Hvaða íhluti hafa menn notað til smíða á skriðgír í gamla bronkoinn? Ég er með v8 , C4 og svo dana 20 box eða bara einsog beint úr faktoríunin. (kannski með smá fitli og fjatli)
Er til einhver hérna sem hefur sett til dæmis klune-V, marlin cravler eða annað þvíumlíkt ameríkst gæða föndur í bílinn hjá sér? Ef svo, hvernig hefur það komið út hérna á klakanum?
Ragnar Karl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2005 at 15:45 #534348
Ég er búinn að vera í svipuðum pælingum lengi. Hef ekki fengið neitt vitiborið svar. Vandamálið er hversu stutt afturskaftið er. Maður verður að finna mjög stuttan gír til að þetta geti gengið svo vel sé
30.11.2005 at 16:52 #534350Já afturskaptið er próblem. Er reyndar hverfandi hjá mér þar sem hjólabilið er að lengjast.
Mér sýnist svona á flestu að einhvert trukkabox sé lausn allra mála. Allavega tala allir eldri refir úr sportinu um stóra og þunga gírkassa þegar maður ber til tals lækkun á hlutföllum.
Þetta er kannski ekkjér "must have" hjá mér en plássið er til staðar og það er auðvelt að smíða þetta í þegar grindinn stendur næstum alsber á gólfinu hjá manni
Ég er búinn að skyma svoldið yfir netið en finn ekki upplýsingar yfir ameríkuLÓLÓföndur fyrir Gamla bronko. Þetta er þarna einhverstaða því það er jú allt til í ameríkuni.
Ragnar Karl
30.11.2005 at 16:53 #534352….er ekki bara málið að henda Fix Or Repair Daily vélinni og fá sér eitthvað sem þarf ekki lolo eins og ég 😀
Moparkveðja, Ásgeir
30.11.2005 at 21:09 #534354ég var inn á bronco síðu fyrir um ári síðan og fann þetta þar
ásamt fullt af myndum af þessu og mörgum broncoum á stórum hjólum í klettaklifri.
þetta er til já og hellingur af þessu.
Burban
30.11.2005 at 21:20 #53435630.11.2005 at 22:16 #534358Þetta lýtur nú ekki sem verst út. Verstur fjandinn að þetta er helv dýrt, en samt talsvert mikið ódýrara en að láta breita td Dana 20 kassa í lolo. Ef ég man rétt þá kostar það ca 100 000 kjall. Vill þá frekar fá dót sem er ekki mikið mix og passar fokkalega. En maðurþarf að smíða skifti stangirnar sýndist mér …. getur varla verið neit hrikalegt
Hinn Bensíndraugurinn
30.11.2005 at 22:21 #53436001.12.2005 at 00:09 #534362Ef þú forð Dana 20 úr ’66 Bronko með 1/2.7hlutfalli og Newproces 435 gírkassa með 1/6 fyrstagír þá ertu kominn með skriðgír
kveðja Dagur
01.12.2005 at 06:50 #534364Sæll Ásgeir. í mínum augum er þetta ekki spurning um aflið, það er nóg af því. En það sem háir mér talsvert er að komast ekki nógu hægt. Dana 20 kassin er bara allsekki nógu lágr til að hægt sé að vera ánægður með það. En svo er auðvitað spurningin um hvenar er nóg afl hehe.
Hinn Bensíndraugurinn
01.12.2005 at 11:41 #534366Þetta er greinilega bara svo mikið vesen og dýrt í þennan stutta bíl, og ekki er plássið að drepa þig. Hver þarf að fara hægar? Nei ég er að grínast í þér gamli. Ég hef meirað segja pælt í því að setja þetta sjálfur í…en Blowerinn var frekar fyrir valinu

Moparkveðja, Ásgeir
01.12.2005 at 12:32 #534368Ég fann þetta fyrir rest. Finn bara ekki nein verð
Ég held að þetta sé svoldið sniðugt aparat.
Veit einhver um bíl með þessum búnaði í.kv. Ragnar Karl
01.12.2005 at 12:50 #53437003.12.2005 at 21:17 #534372Sælir.
ég sendi emil út til hennar stóru ameríku og var að fá svar.
Ég spurði eftir tilboði í Marlin Cravler (klune-V) milligír fyrir C4 og dana 20.
2600$ fyrir 2,72 gírinn, annan búkka, milliplötuna uppá 20 kassan og milliplötuna uppá sjálfskiptinguna. Við þetta bætist svo náttúrulega góðgerðargjöld tollheimtumannana og fjármálaráðherrans.Kv Ragnar Karl
04.12.2005 at 00:09 #534374Hvursu langur er gírin orðinn þegar þetta er allt komið saman ??? Verður eitthvað eftir af skaftinu ?? Nei nei ég bara spyr rétt si svona skohhh
18.01.2006 at 13:32 #534376Hérna er tölvupósturinn sem ég fékk.
"Ragnar- Here is the Klune-V early Bronco Package. I have included a link to the site. Please call me for details on international shipping and payment info.
http://www.high-impact.net/transmis sion_and_gear/extreme_underdrive_brochure.htm
Klune-V into Early Bronco w C4 and Bronco Dana 20 Kit Total-> $2,606.93
1 Klune-V Extreme Underdrive "David" 4.0 ratio $1,825.00 $1,825.00
1 Adapter: C4 to Klune $456.38 $456.38
1 KV: Adp Bronco Dana 20 $265.50 $265.50
1 Crossmember $60.05 $60.05 "Er ekki einhver bíll hérna á klakanum með svona búnað. PLÍS ef einhver veit um einhvern með Klune-V. Þætti vænt um að fá einhverja reynslusögu af þessu úr snjónum.
Kv Ragnar Karl
18.01.2006 at 14:24 #534378Hvað er skaptið inn í Dana 20 kassann margar rillur? Ég veit nefnilega um einskonar kit sem er hægt að fá í Jeep með 23 rillu kassa og þá er notaður plánetugír úr NP 231 millikassa sem milligír og síðan er hægt að vera með Dana 300 eða 23 rillu New Process kassa þar fyrir aftan. Þetta kostar um 700 dollara minnir mig.
18.01.2006 at 14:41 #534380Þessir [url=http://www.northwestfab.com/203-205adaptor.html:2l680rc4][b:2l680rc4]gaurar[/b:2l680rc4][/url:2l680rc4] eru með ansi sveigjanlega lausn.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
