This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Umhverfisnefnd hefur staðið fyrir landgræðsluferðum um langt árabil og hefur m.a. verið farið í Skaftártungur, Merkurranann við Þórsmörk, Klofaey í Þjórsárdal ( hægt verður að skoða það í þessarri ferð) og marga aðra staði.
Núna erum við starfandi með skógrækt ríkisins við Hekluskógarverkefnið í Þjórsárdalnum. Að sögn Hreins Óskarssonar er góður árangur af starfinu í fyrra, komnir grænir grasblettir og hríslurnar þrífast vel. Þó hefur þó nokkuð fokið af heyinu sem við dreyfðum og þarf að huga aðeins að því.
Starfið hefst á laugardagsmorguninn 20. 06. upp úr kl. 10.00 og stendur fram eftir degi eða eins lengi og plöntur, áburður veður, leyfa og mannskapur treystir sér til.
Starfið fellst í því að planta birkihríslum og sá áburði. Einnig eru nokkrar rúllur eftir af heyi síðan í fyrra og gæti verið gott að dreyfa úr þeim. Væri því gott ef einhverjir gætu komið með kerru með sér. Að kvöldi verður boðið í sameiginlegann mat fyrir vinnusama og svo höfum við bara gaman fram eftir kvöldi. Tjaldsvæði er í Sandártungum og mjög nærri vinnustaðnum og er það ókeypis.Sjá má myndir úr ferðinni í fyrra inn á myndaalbúminu mínu http://picasaweb.google.com/magnum
Að fenginni reynslu er nauðsynlegt að hafa með sér; flugnanet, hanska, sólarvörn og annað sem kemur upp í hugann við útilegur.
Skráning,
Nafn/nöfn fjöldi félagsnr./gestur Bíll
You must be logged in to reply to this topic.