This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Evert Stefán Jensson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2008 at 22:09 #203051
Litlanefndin stefnir á ferð fyrir óbreytta og lítið breytta jeppa um næstu helgi. Um er að ræða dagsferð sem farin verður 18. október n.k.
Ferðin er öllum opin, fyrir félagsmenn sem aðra og er ekkert þáttökugjald.
Ferðatilhögun verður tilkynnt þegar nær dregur.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku í ferðinni á póstfangi litlunefndar: litlanefndin@f4x4.is
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2008 at 13:04 #63095812.10.2008 at 19:06 #630960
hvert verður farið í ferðinni?
12.10.2008 at 20:21 #630962Nánari ferðatilhögun kemur hér á þennan þráð þegar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt. En þar sem um dagsferð er að ræða þá verður ekki farið mjög langt.
Um að gera að fylgjast áfram með hér, líklega kemur ferðaplanið á fimmtudagskvöld.
kv. Ólafur, litlunefnd
14.10.2008 at 09:09 #630964Ekkert vitað fyrr en á fimmtudagskvöld.??????
14.10.2008 at 17:18 #630966Stjórn Litlunefndar hittist á fimmtudagskvöld og ákveður nánar hvert verður farið.
Ég hvet áhugasama til að skrá sig í ferðina á litlanefndin@f4x4.is
Ólafur, litlunefnd
15.10.2008 at 20:40 #630968Minni á að upplýsingar um ferð litlunefndarinnar koma inn á þennan þráð á morgun, fimmtudagskvöld.
Munið að senda skráningu á litlanefndin@f4x4.iskv. Ólafur, Litlunefnd
16.10.2008 at 14:09 #630970Muna að skrá sig og fylgjast svo með á þessum þræði í kvöld. Þá kemur nánari ferðatilhögun.
Ólafur, Litlunefnd
16.10.2008 at 21:31 #630972Þá er komin ferðatilhögun vegna ferðar
Litlunefndarinnar laugardaginn 18. október n.k.Hittingur er á Shell Select við Vesturlandsveg kl. 8:30. Finnið þar grænan Musso, sem merktur er með fána Ferðaklúbbsins 4×4. Hópurinn leggur af stað stundvíslega kl. 9:00. Haldið er til Þingvalla og hópurinn þéttur þar. Farin er Uxahryggjaleið í átt að Kaldadal og við línuveginn norðan Skjaldbreiðar nemum við staðar og mýkjum í dekkjum. Ökum línuvegin austur um, framhjá Skjaldbreið og stoppum við “þorpið“ undir Tjaldafelli. Eftir stutt stopp þar er haldið áfram austur eftir línuveginum í átt að Kjalvegi. Farið yfir Ásbrandsá upp á Kjalveg og síðan niður að Geysi þar sem formlegri ferð lýkur.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta ferðatilhögun ef aðstæður krefjast eða leyfa.
Áætluð vegalengd er uþb 130 km að ferðalokum við Geysi, en þaðan eru um 120 km til Reykajvíkur.
Nauðsynlegt er að huga að því að hafa nægt eldsneyti og gott nesti fyrir allan daginn. Hlífðarfatnað er einnig mikilvægt að hafa. Gott er að hafa góðan loftmæli og pílulykil vegna úrhleypinga. Skóflu og kaðal má hafa með þótt ekki sé víst að það verði notað í þessari ferð.
Annað sem er ágætt að hafa, en ekki nauðsynlegt eru talstöðvar og staðsetningartæki ásamt loftdælu til að pumpa í dekkin að ferð lokinni.
Veðurspáin gerir ráð fyrir þurru og köldu veðri en nokkuð hvössu framan af degi. Frábært ferðaveður !
Þeir sem ekki hafa skráð sig en hafa hug á að koma með, skrái sig á litlanefndin@f4x4.is
17.10.2008 at 19:21 #630974er eithvað vitað um snjóalög þarna eða hvorta það sé einhver snjór ??’ég er til í koma ef það sé einhver snjór
17.10.2008 at 19:31 #630976Enn er tekið á móti skráningu í ferðina á morgun, einig vil ég benda á það að veðurspáin er mjög góð fyrir morgundagi á þessu svæði. Það verður að sjálfsögðu hægt að skrá sig á staðnum á morgun fyrir brottför.
Mæting er við Select vesturlandsveg kl 8:30 og verður farið stundvíslega af stað þaðan kl 9:00 og verður hópnum þjappað saman aftur við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum áður en haldið er á fjöll.
Litlanefndin
17.10.2008 at 20:34 #630978hvð kallast lítið breittir bílar 35" og minna ?
17.10.2008 at 20:53 #630980Það eru allir velkomnir í ferðir með Litlunefndinni. Þess ber þó að gæta að ferðatilhögun miðast við minnst breyttu jeppana sem eru með í hverri ferð. Í þessari ferð er mikið af óbreyttum jeppum og því ekki mjög erfið leið sem farin verður.
kv. Ólafur, Litlunefnd
18.10.2008 at 14:21 #630982Það sem helst er að frétta af liunefnd að heill haugur af bílum lagði af stað í morgun frá Select og fóru þeir austur um Mosfellsheiði.
Talsverð hálka var þegar þeir lögðu á heiðina og missti ökumaður Súkku stjórn á bílnum og valt út af veginum.
Til allrar hamingju meiddist enginn.
Hópurinn fór um Þingvalli og uxahryggjaleið og þaðan á línuvegin norðan Skjalbreiðs og var kominn á kjalveg.
Nú stefnir hópurinn að Hagavatni enda eru þyrlur lagðar af stað úr Reykjavík.
Óskar Erlings kom á móti þeim og er búinn að máta árnar og segir þær í lagi.
Benni For(d) maður er á leið í Setur um Gljúfurleiti ásam Helga á 38". töluvarður snjór er í Gljúfurleitunum og jafnvel kúludráttur fyrir 49" fordinn.
Breytir, með Aron í fararbroddi, er með 30 manna hóp á 15 bílum á leið í Setur um Klakksleið, en ekki komnir í snjóinn enn.
Einhverjir bílar eru sagðir á leið í Setur um Kerlingafjallaleið og þá trúlega í töluverðum snjó.kveðja Fréttaritari.
Ps. Að sögn fréttaritara er ekki hægt að stóla á fréttir hanns nema að að því leiti sem fréttalesandi vill trúa.
18.10.2008 at 19:44 #630984Litlunefdarmenn eru komnir í bæinn eftir vel heppnaða ferð.
Benni for(d) maður kom í Setrið fyrir um 2 tímum síðan og er nú að aðstoða Breytishópinn í Setur, en sá hópur er búinn að stika Klakksleiðina með öxulbrotnum og biluðum bílum.
Hópurinn sem kom Kerlingafjallaleiðina er kominn í hús.
Als verða um 50 manns í Setrinu í kvöld.
fréttaritariPs. Að sögn fréttaritara er ekki hægt að stóla á fréttir hanns nema að að því leiti sem fréttalesandi vill trúa.
19.10.2008 at 12:21 #630986Dagur, takk fyrir að standa fréttavaktina. Ferðin gekk vel fyrir utan þetta óhapp í byrjun ferðarinnar. Ferðasagan kemur svo öll í næsta Setri.
Ég þakka ferðalöngunum fyrir vel heppnaða ferð, sérstaklega Óskari Erlngs fyrir að leiða okkur í aðal-ævintýrið sem sagt verður frá í ferðasögunni í Setrinu.
kv. Ólafur, Litlunefnd
19.10.2008 at 17:41 #630988Langar bara að þakka fararstjórum og öðrum ferðafélögum fyrir frábæra ferð.
Kv
Evert
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.