This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Þröstur Þórisson 12 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir piltar og pæjur.
Nú fer að líða að sumarhátíð F4x4 á tjaldsvæðinu í Grindavík helgina 6-8júlí.
Það er ekki seinna að vænta en að hefja skráningu á hátíðina. Enginn skylda er að skrá sig en gaman væri að sjá hverjir ætla að mæta
Hægt er að skrá sig hér https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285
eða bara svara þessum spjallþræði :Þ
Dagskrá 7 Júlí.
11:00-14:00 Jeppaferð þar sem Helga Ingimundardóttir leiðsögumaður leiðir okkur um Reykjanesið. Pylsupartý á leiðinni.
12:00-18:00 Ýmsir leikir fyrir yngri kynslóðina.
18:00-1930 Kynt verður undir grillinu og verður sameiginlegt borðhald þar sem allir koma með sitt á grillið og borða saman í góðum félagsskap.
20:00-01:00 Verður kvöldvaka þar sem Hermann Hermannson mun sjá um fjörið.Ýmis afþreying er í Grindavík og nágrenni t.d. Frábær gólfvöllur, Bláa lónið, Kvikan- Auðlinda og menningahús og fleira og fleira.
Tjaldsvæðið verður frítt fyrir félagsmenn F4x4 en greiða þarf fyrir rafmagn sé það notað.Kveðja Sumarhátíðarnefnd
You must be logged in to reply to this topic.