This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Steinsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Eftirfarandi klausu stal ég af vef umferðarstofu:
„Hámarkshraði með eftirvagn
Almenna reglan er sú að fólksbifreið og sendibifreið með eftirvagn má ekki aka hraðar en 80 km/klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/klst.“nú spyr ég: Ég var að smíða mér kerru sem er 280 kíló að eigin þyngd. Ég held því fram að burðargeta hennar sé 470 kíló og hámarks þyngd því 750 klíló, eða akkúrat undir reglum landsins um bremsuskylda, og þar með skráningarskylda kerru. Þarf ég að færa sönnur á það með einhverjum útreikningum að kerran þoli 470 kíló?
Eins þetta með að óskráðar kerrur megi aldrei draga á meira en 60 kmh, sem er náttlega alger steypa… Ef ég myndi vilja skrá kerruna mína til að lyfta hámarkshraða úr 60 í 80 en halda mig samt við það að hún sé ekki bremsuskyld, er það hægt? eins og t.d. með tjaldvagna?
er hægt að kaskótryggja kerrur? t.d. gagnvart stuldi og þannig?
Svarið nú hver sem best getur
You must be logged in to reply to this topic.