This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Andri Þór Gíslason 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Góðan daginn hér allir. Hef smá skondna sögu að segja sem henti mig fyrir helgi og ég kláraði að leysa úr núna í dag. Fór norður fyrir heiði á fimmtudaginn síðastliðna, en svo þegar ég kom heim aftur á föstudaginn beið mín gluggapóstur í forstofunni. Umslagið opnað og í því var hraðasekt úr Hvalfjarðargöngunum gefin út af Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi, sem er staðsettur á Stykkishólmi. Við nánari skoðun á sektinni sá ég að bílnúmerið var ekki rétt því þar munaði um einn tölustaf, en að öðru leiti eru númer sektaða bílsins og bílsins míns eins. Svo sá ég að tímasetninging þegar myndin er tekin í göngunum stemmir ekki við mína staðsetningu á landinu á þeim tíma.
Hringdi ég í Lögregluna á Stykkishólmi áðan og fékk úr því skorið að umræddur bíll, sem er Range Rover SPORT var skráður með mig sem umráðamann, en sjálfur ek ég um á MMC Pajero SPORT. Þannig að þegar snillingarnir hjá Umferðarstofu hafa skráð Range Roverinn (sem er 2007 árgerð) þá hafa þeir örugglega ruglast á tölunum 1 og 2 og sett bílnumerið á mitt nafn, og ég þar af leiðandi fengið sektina. En ekki fer meður nú að bera ábyrgð af því sem maður hefur ekki gert þannig að konan hjá Lögreglunni á Stykkishólmi hafði samband við Umferðarstofu og leysti málið án frekari óþæginda fyrir mig.Kv. Haffi
PS. Mikið andskoti var nú gaman að eiga einn svona Range Rover Sport. En mikið djöfulli eyddi hann mikið, samt fékk ég aldrei að keyra hann ;D
You must be logged in to reply to this topic.