This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Logason 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jæja, eftir hamfarir páskatúrsins sem urðu fyrir rúmri viku þá voru auðvitað afleiðingar. Hægt er að skoða tildrög og ferðasögu páskatúrsins hér þar sem Ofsinn er mikill; Ferðasaga
Allavega, það var ákveðið að fara í skollaleik. Aðalástæðan var nú sú að við erum svo skemmtilegir og skildi því Kalli Skolla eftir helgina áður til að hafa afsökun fyrir að fara á fjöll aftur með okkur. Upphaflega ætluðu bara tveir bílar að fara að ná í skolla. Þeir Magni og sonur á 4runner og Gísli og félagi á Patrol. Ástæðan var sú að Kalli þorði ekki að hringja í mig og fá mig með. Það hafði eitthvað með konuna hans að gera, best að Kalli segi bara sjálfur frá því. Ég hringdi í hann og sagði að þetta gengi aldrei nema ég kæmi með á Tacomuni. Þeir myndu aldrei drífa alla leið, og eflaust ekki ná heim fyrir mánudagsmorgunn þar sem sonur hans Magna þurfti að ná flugi. Kalli tók vel í þetta en sagði konu sinni ekki að ég færi með fyrr en hann var farinn út í bíl hjá Magna.
Ferðin var skipulögð með miklum og ýmsar pælingar. Kalli fór í Bónus og keypti handa heilum bekk mat og drykk, þó voru drykkirnir fengnir á öðrum stöðum. Eftir mikla visku og ráðleggingar frá Gísla fór Kalli á stúfana og keypti „ALLT“ sem til þurfti til að koma Skolla í gang og í bæinn. Ferðin var sett og ekkert annað en að bíða eftir Laugardeginum. Ákveðið var að leggja af stað í þremur hópum á mismunandi tímum. Ákveðið var að Magni og sonur myndi rúlla örla morguns til Kalla og þrusa uppeftir. Hópur 2 sem var ég og hópur 3 sem var Gísli og félagi tókum því þannig að þeir ætluðu að bruna uppeftir uppí skála sem var Illugaver, (Rottuholan fræga), moka frá inngangi og kynda kofann og koma Scout í gang. Þeir þrusa af stað og fannst mér Kalli hringja heldur oft í mig á leiðini, skýringin á því átti eftir að koma í ljós. Jæja, hópur 2 lagði af stað um 11:30 og var með ýmiss ráðabrugg á pallinum. Þegar ég er kominn upp Búrfellsbrekkuna hringir Kalli og spyr um gang mála. Þá segist ég hafa eyðilagt dekk og muni ekki koma. Þá þóttist ég nú vera öruggur um að þeir myndu kynda og moka skálann. Gísli pikkar upp dekk fyrir mig á leið úr bænum þegar hópur 3 lagði stað sem var um 1,2 eða 3. Þegar ég er búinn að vera einhverja 5 tíma á leiðini í Hrauneyjar kemur Gísli með dekk og hefst hið mikla púsla að finna dekkjunum pláss á réttum stöðum. Eftir nokkra mínútna leik tókst þetta. Brunuðum af stað og þóttumst nú vera nokkuð vissir um að ráðabrugg okkar hefði heppnast. Að 4runner gengið væri búið að moka frá inngangi, hita upp og gera við Scout. En hópur 2 og 3 ákvað sammt að slappa af þrátt fyrir að klukkan væri að verða 5 og ekki nema 9 tímar síðan hópur 1 lagði af stað.
Hópur 2 og 3 detta á kvíslaveituveginn, hleypa úr og þrusa uppeftir. Gísli í dauðabotni með 45 lítra á hundraði meðan ég trallaði þetta í 2000 snúningunum og komum við á sama tíma. Vorum ekki nema 15 mínútur frá Hrauneyjum að Skolla. Þar beið hópur 1 ægilega roskinn og voru búnir að dvelja þar allan daginn. Komumst við af því að þeir voru búnir að vera á sumbli í allan dag. Scoutinn ennþá læstur og ekkert búið að gera. Hóparnir reyndu með öllum tilþrifum að koma drusluni í gang en ekkert gekk þrátt fyrir meistar Gísla. En það vantaði einn varahlut, sem Gísli sagðist hafa nefnt en Kalli sagt að hann væri ekki til, „allstaðar“ sem reyndist þýða að Kalli mundi ekki eftir því, hluturinn var pickup og var einn á staðnum en ekki hægt að nota hann að þessu sinni. Gísli hengdi spotta í Scout og byrjaði að draga með Magna í farabroddi og ég síðastur til að tryggja hópinn. Scoutinn hoppaði eins og skopparakringla aftann í pattanum þrétt fyrir lítinn ferðahraða. Fljótlega koma í ljós að Magni og Gísli drifu lítið og þurfti Tacoma að vera fyrst til að allir kæmust, mátti sammt ekki fara hraðar en hægaganginn, sammt voru förin sem ég bjó til fyrir extra góð. Skildum Scout eftir við kvíslaveituveg og brunuðum uppí Illugaver, á leiðini hafði ég mig rólegann og var óspart gert grín að mér fyrir það, dreif sammt mest og það á þremur dekkjum. Magni var hafður fremstur, enda þurfti Gísli að huga að olíbirgðunum fyrir dráttinn næsta dag. En þvílík skelfing greip hópa 2 og 3 þegar í skála var komið. Hópur 1 sem lagði af stað klukkan 8 um morguninn og voru búnir að vera á hálendinu í 11 tíma og voru að skila sér á sama tíma og við sem lögðum af stað eftir hádegi. Þar af leiðandi var hvorki búið að kynda skálann né moka innganginn eins og um var samið.
Tók því við 3 tíma mokstur og hellagerð. Núna skildum við sumblið á þeim hjá Skolla, þeir nenntu ekki að moka innganginn. En þar sem þetta var allt fyrir Kalla þá létum við Kalla moka þetta allt. Grilluð var svínasteik, 12 ára viský drukkið með og veigar og drykkir fyrir tugi manna. Aldrei hefur sést önnur eins drykkja og skildi ég bindindismaðurinn og leynidrykkjarinn þá eftir í drykkjuni og drakk þá alla undir borðið. Nýr dagur, ný ævintýri. Gleymdum næstum Skolla en höfðum rænu á að binda hann í pattann og dóla niðureftir. Þar var einnig Tacoma höfð öftust svo allt færi vel framm. Pjökkuðum þarna niður að Hrauneyjum allann daginn. Hefðum betur hengt Scoutinn á Tacomuna, því þá hefðum við náð seinna kaffinu í bænum. Þrátt fyrir mikla jeppaveiki eða þynnku hjá sumum þá gekk þetta eins og í sögu. Ertacoma orðið og setningin var mikið notuð í þessari ferð. Þessir díselkallar fatta það náttúrulega ekki að maður getur ekki rassskellt þá allar helgar. Það fannst þeim rosa gaman, að fá að vera stundum fyrstir á uppbyggðum kvíslaveituveginum.
Kv, Fararstjórinn sem þakkar fyrir góða helgi
You must be logged in to reply to this topic.