This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Viðar Elínarson 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég get ekki lengur orða bundist af pirringi yfir heimsku okkar stjórnmálamanna, einkum og sér í lagi kellíngarblaða sem hafa fundið sér sæti innan Vinstri Grænna. Álfheiður Ingadóttir er þar efst á blaði.
Málið er semsagt það, að það á að forða umferðarslysum í stórum stíl með skoðunarskyldu tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Röksemdirnar eru á þennan veg:
1) Þessum tækjum hefur fjölgað hratt síðustu ár
2) Það hafa átt sér stað slys þar sem þessi tæki koma við sögu (ekki endilega tilgreind sem orsök, en koma við sögu)
3) Skoðuð ökutæki eru svo mikið öruggari í umferðinni.Ég kaupi rök nr. 1 og 2 sem staðreyndir, en ekki sem forsendur fyrir skoðunarskyldu.
Varðandi atriði nr. 3 þá legg ég hér inn blogg-innlegg sem við skulum greina nánar:
Tekið af: http://bjarniv.blog.is/blog/bjarniv/entry/531496/
6.5.2008 | 18:28
Nokkrar athugasemdir um umferðaröryggismálÁ seinasta ári urðu 15 banaslys og 166 alvarleg slys í umferðinni ef marka má Morgunblaðið í dag þann 6. maí (bls. 9). Samt sem áður ætlar Kristján Möller, samgönguráðherra, ekki að taka upp lög sem heimila að sekta alla eigendur óskoðaðra ökutækja yfir línuna fyrr en um næstu áramót. Þetta er vissulega allt of seint enda munu margar druslurnar verða á vegum landsins í sumar og bætast við alla sumarumferðina með tilheyrandi slysahættu. Auk þess hefur lögreglan í ýmsu öðru að snúast en að vera að elta uppi óskoðaðar bifreiðar í þúsundatali.
Sum af þessum óskoðuðu ökutækjum sem eru á götunni mættu vera komin í brotajárn. Ég sá til dæmis eina óskoðaða bifreið á ferðinni um daginn sem var illa ryðguð og götótt og varla í akfæru ástandi. Þá heyrði ég unga konu tala um það í heitum potti einnar sundlaugarinnar í borginni að bifreiðin hennar væri með bilaðar bremsur og með gat í gólfinu. Konan minntist auk þess á það að hún ætlaði að vera á garminum út árið.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Bylgjunni í gær þann 5. maí að hún vildi að áðurnefnd lög tækju gildi 1. júlí. Kannski verður það að veruleika enda á eftir að ræða þetta í samgöngunefnd Alþingis. Sektin sem eigendur óskoðaðra bifreiða munu fá verður 15 til 30 þúsund krónur ef marka má Álfheiði. Þetta verður mikil framför enda eru á þriðja tug þúsunda óskoðaðra ökutækja í umferðinni hérlendis, sem er 10% bílaflotans, og tíu banaslys á seinustu fimm árum tengjast slíkum bifreiðum. Þá eru ónefnd þau alvarlegu slys sem orðið hafa vegna þessa.
Þess má geta að Álfheiður vill líka að hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verði gerð skoðunarskyld. Þessu er ég hjartanlega sammála enda eru þessi tæki eins og mý á mykjuskán á vegum landsins yfir sumartímann. Sjálfur man ég eftir banaslysi sem varð fyrir nokkrum árum þegar hjólbarði sprakk á tjaldvagni eða fellihýsi og hjón létu lífið þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar. Eflaust muna fleiri eftir því. Vafalaust væri hægt að koma í veg fyrir slys ef þessi tæki væru gerð skoðunarskyld.
Þarna er gengið út frá því að ökutæki sem líta illa út séu hættuleg.
Þarna er talið fram að 10% bifreiða séu óskoðaðar.
Þarna er líka tínt til að 10 banaslys á 5 árum tengist óskoðuðum bifreiðum.Það sem vantar er að : 111 manns létu lífið í umferðinni 2003-2007, að meðaltali 22,2 á ári.
Um var að ræða alls 99 banaslys.
Semsagt, 10 banaslys af 99 tengdust óskoðuðum bílum.
10 af 100 bílum voru óskoðaðir.Niðurstaða mín er sú að það er EKKERT sem bendir til þess að óskoðaðir bílar séu lílkegri til að valda banaslysum en skoðaðir.
Svo á að reyna að yfirfæra ranglega dregnar ályktanir af öryggi tengdu skylduskoðun bifreiða yfir á tjaldvagna, hjólhýsi og fellihýsi.
Forkastanleg heimska og vitleysisgangur, sem gerir ekkert annað en að plokka af manni peninga.
kkv
Grímur
You must be logged in to reply to this topic.