FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skoðunarskylda tjaldvagna og fellihýsa

by Grimur Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Skoðunarskylda tjaldvagna og fellihýsa

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Pétur Viðar Elínarson Pétur Viðar Elínarson 15 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.06.2009 at 00:10 #204732
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant

    Ég get ekki lengur orða bundist af pirringi yfir heimsku okkar stjórnmálamanna, einkum og sér í lagi kellíngarblaða sem hafa fundið sér sæti innan Vinstri Grænna. Álfheiður Ingadóttir er þar efst á blaði.

    Málið er semsagt það, að það á að forða umferðarslysum í stórum stíl með skoðunarskyldu tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Röksemdirnar eru á þennan veg:
    1) Þessum tækjum hefur fjölgað hratt síðustu ár
    2) Það hafa átt sér stað slys þar sem þessi tæki koma við sögu (ekki endilega tilgreind sem orsök, en koma við sögu)
    3) Skoðuð ökutæki eru svo mikið öruggari í umferðinni.

    Ég kaupi rök nr. 1 og 2 sem staðreyndir, en ekki sem forsendur fyrir skoðunarskyldu.

    Varðandi atriði nr. 3 þá legg ég hér inn blogg-innlegg sem við skulum greina nánar:

    Tekið af: http://bjarniv.blog.is/blog/bjarniv/entry/531496/

    6.5.2008 | 18:28
    Nokkrar athugasemdir um umferðaröryggismál

    Á seinasta ári urðu 15 banaslys og 166 alvarleg slys í umferðinni ef marka má Morgunblaðið í dag þann 6. maí (bls. 9). Samt sem áður ætlar Kristján Möller, samgönguráðherra, ekki að taka upp lög sem heimila að sekta alla eigendur óskoðaðra ökutækja yfir línuna fyrr en um næstu áramót. Þetta er vissulega allt of seint enda munu margar druslurnar verða á vegum landsins í sumar og bætast við alla sumarumferðina með tilheyrandi slysahættu. Auk þess hefur lögreglan í ýmsu öðru að snúast en að vera að elta uppi óskoðaðar bifreiðar í þúsundatali.

    Sum af þessum óskoðuðu ökutækjum sem eru á götunni mættu vera komin í brotajárn. Ég sá til dæmis eina óskoðaða bifreið á ferðinni um daginn sem var illa ryðguð og götótt og varla í akfæru ástandi. Þá heyrði ég unga konu tala um það í heitum potti einnar sundlaugarinnar í borginni að bifreiðin hennar væri með bilaðar bremsur og með gat í gólfinu. Konan minntist auk þess á það að hún ætlaði að vera á garminum út árið.

    Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Bylgjunni í gær þann 5. maí að hún vildi að áðurnefnd lög tækju gildi 1. júlí. Kannski verður það að veruleika enda á eftir að ræða þetta í samgöngunefnd Alþingis. Sektin sem eigendur óskoðaðra bifreiða munu fá verður 15 til 30 þúsund krónur ef marka má Álfheiði. Þetta verður mikil framför enda eru á þriðja tug þúsunda óskoðaðra ökutækja í umferðinni hérlendis, sem er 10% bílaflotans, og tíu banaslys á seinustu fimm árum tengjast slíkum bifreiðum. Þá eru ónefnd þau alvarlegu slys sem orðið hafa vegna þessa.

    Þess má geta að Álfheiður vill líka að hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verði gerð skoðunarskyld. Þessu er ég hjartanlega sammála enda eru þessi tæki eins og mý á mykjuskán á vegum landsins yfir sumartímann. Sjálfur man ég eftir banaslysi sem varð fyrir nokkrum árum þegar hjólbarði sprakk á tjaldvagni eða fellihýsi og hjón létu lífið þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar. Eflaust muna fleiri eftir því. Vafalaust væri hægt að koma í veg fyrir slys ef þessi tæki væru gerð skoðunarskyld.

    Þarna er gengið út frá því að ökutæki sem líta illa út séu hættuleg.
    Þarna er talið fram að 10% bifreiða séu óskoðaðar.
    Þarna er líka tínt til að 10 banaslys á 5 árum tengist óskoðuðum bifreiðum.

    Það sem vantar er að : 111 manns létu lífið í umferðinni 2003-2007, að meðaltali 22,2 á ári.

    Um var að ræða alls 99 banaslys.

    Semsagt, 10 banaslys af 99 tengdust óskoðuðum bílum.
    10 af 100 bílum voru óskoðaðir.

    Niðurstaða mín er sú að það er EKKERT sem bendir til þess að óskoðaðir bílar séu lílkegri til að valda banaslysum en skoðaðir.

    Svo á að reyna að yfirfæra ranglega dregnar ályktanir af öryggi tengdu skylduskoðun bifreiða yfir á tjaldvagna, hjólhýsi og fellihýsi.

    Forkastanleg heimska og vitleysisgangur, sem gerir ekkert annað en að plokka af manni peninga.

    kkv

    Grímur

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 17.06.2009 at 01:15 #649916
    Profile photo of Andri Þór Gíslason
    Andri Þór Gíslason
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 234

    [quote:3qqiufsk]…Sjálfur man ég eftir banaslysi sem varð fyrir nokkrum árum þegar hjólbarði sprakk á tjaldvagni eða fellihýsi og hjón létu lífið þegar bifreið þeirra hafnaði utan vegar. Eflaust muna fleiri eftir því. Vafalaust væri hægt að koma í veg fyrir slys ef þessi tæki væru gerð skoðunarskyld.[/quote:3qqiufsk]
    ef þetta er ekki það heimskulegasta sem ég hef lesið..

    [b:3qqiufsk]BARA EF FÓLKIÐ HEFÐI LÁTIÐ SKOÐA TAJALDVAGNINN SINN ÞÁ HEFÐI ÞETTA EKKI GERST![/b:3qqiufsk]

    eina dæmið sem hann kemur með um slys af völdum svona vagna er ekki einu sinni vagninum að kenna, hvað þá lélegu ástandi hans.





    17.06.2009 at 08:29 #649918
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Það hefði átt að vera komið fyrir löngu að tjaldvagnar, felllihýsi og hjólhýsi væru skoðunarskyld og fagna ég því að þessi tæki séu skoðunarskyld. Ég hef séð fellihýsi sem ekki ætti að vera í umferðinni þar sem hjólabúnaður var í mjög slæmu standi og geta slíkir vagnar valdið stór slysi. Með því að hafa þessi tæki skoðunarskyld er hægt að taka slíka vagna úr umferð. Svo ætti einig að taka hart á þvi hvernig bílar draga þessi stóru hýsi, það hafa komið á tjaldstæðið til mín stór fellihýsi og hjólhýsi þar sem smá bílar eru að draga, og oft á tíðum er vagninn of þungur miðað við þyngd bílsins og þar með má þessir smá bílar ekki draga þessa sóru vagna, Ég vona að lögreglan muni sjá sér fært að vera út á þjóvegum í sumar og stoppa þessa litlu bíla með sóru hýsinn og banna þeim að halda áfram ef bilinn er ekki nógu stór til að draga þessi tæki.





    17.06.2009 at 11:09 #649920
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Það er nefninlega málið, að sama hvort þessi tæki eru skoðuð eða ekki, þá koma þau til með að liðast í sundur, dekk að springa, fjúka útaf undir Hafnarfjalli o.s.frv.

    Það er líka ekki "skoðað" hvernig bíll dregur tækið.

    Það er heldur ekki "skoðað" inní hausinn á eigendunum. Ef það væri hægt mætti kannski draga úr slysum.

    Að halda því fram að skoðunarskylda lagi eitthvað er alger barnaskapur.





    17.06.2009 at 11:47 #649922
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Skoðunarskylda er af því góða og dregur úr þeirri hættu að hálf ónýtir vagnar séu í umferð.
    Svo má herða eftirlitði miklu betur á vegum úti á þessum eftirvögnum





    17.06.2009 at 11:57 #649924
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Ég held persónulega að það sé í góðu lagi að yfirfara tjaldvagnana og láta skoða þá, það eru sko án efa ófáar legurnar ónýtar í tjaldvögnum landsins og dekk hálfskröltandi undir þeim og því fer ég nú glaður með minn í skoðun, en þetta má ekki kosta of mikið, í dag kostar um 6000 kr að skoða bíl og það má ekki fara að kosta einhvern 5000kall að skoða þessi tæki. Sjálfur held ég að það skipti mikið meira máli hvernig bíll dregur eftirvagninn, ég hef á undanförnum sumrum séð ófá farartækin allt of lítil til að draga þessi monster stóru fellihýsi eða hjólhýsi, þarna held ég að hættan sé mest, of litlir og léttir bílar að draga of stóra og of þunga eftirvagna.





    17.06.2009 at 12:14 #649926
    Profile photo of Andri Þór Gíslason
    Andri Þór Gíslason
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 234

    það er nú ábyggilega orðið langt síðan þú fórst með bílinn í skoðun, því verðinn hafa hækkað töluvert.
    http://www.adalskodun.is/Aðalskoðunhf/Skoðunarstöðvar/VerðskráBifreiðaskoðun/tabid/89/Default.aspx :
    [quote:1i2lg0xg]Aðalskoðun bifreiða að 3500 kg heildarþyngd: 7.940 kr.
    Aðalskoðun bifreiða frá 3500 kg að 7500 kg heildarþyngd: 8.940 kr.
    Aðalskoðun bifreiða yfir 7500 kg heildarþyngd: 13.590 kr.
    Endurskoðun bifreiða að 7500 kg heildarþyngd, innan frests: 1.550 kr.
    Endurskoðun bifreiða yfir 7500 kg heildarþyngd, innan frests: 3.100 kr.[/quote:1i2lg0xg]

    http://www.frumherji.is/Thjonusta/Bifre … /Verdskra/ :
    [quote:1i2lg0xg]Aðalskoðun bifreiða, kr. 7.300 (kr. 8.500 yfir 3,5t og 12.500 yfir 5 t)
    Endurskoðun bifreiða, kr. 1.400 (kr. 2.600 yfir 5 t)
    Ástandsskoðun bíla sem eru allt að 10 ára gamlir er kr. 7.950 fyrir þyngd allt að 2,5 t, kr. 8.700 fyrir þyngd allt að 3,5 t, og 9.550 fyrir bíla með þyngd á bilinu 3,5 – 5 t. Ástandsskoðun bifreiða sem eru 11-15 ára er á kr. 9.500 fyrir þyngd allt að 2,5 t, kr. 10.400 fyrir þyngd allt að 3,5 t, og 11.400 fyrir bíla á þyngdarbilinu 3,5 – 5 t. Eldri bílar eru ekki ástandsskoðaðir eða þeir sem eru þyngri en 5 t að leyfðri heildarþyngd.[/quote:1i2lg0xg]

    komið uppí tæpar 8þús krónur að skoða bílinn.





    17.06.2009 at 13:41 #649928
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Svona smá fróðleikur um hvernig þetta gengur fyrir sig annarstaðar en á Íslandi.
    Ég flutti til Austurríkis 2006 og eitt af því sem ég stakk í gáminn var kerran mín. Hún er svona klassísk Íslensk heimasmíðuð kerra sem fellur undir reglurnar um kerrur undir 750kg í heildarþyngd og var ekki skráningar né skoðunarskyld.
    Hérna úti var annað uppi á teningnum, hér þurfti ekki bara að skoða hana heldur týpuskoða og skrá hana líka og hún er skoðunarskyld á þriggja ára fresti.
    Það voru smá breytingar sem þurfti að gera til að fá hana skráða en ekki stórvægilegar:
    [i:gymivv32]Glitaugu með ákveðnu millibili á hliðunum og á framhorn og að aftan máttu þau ekki vera á hleranum.
    Breiddarljós sem snúa fram.
    Þurfti að færa afturljós aftar (var spurning um að ljósin sæjust undir ákveðnu horni).
    Skipta um dekk vegna þess að þau voru ekki DOT stimpluð.
    Festingar fyrir númer og númeraljós.
    Ganga öðruvísi frá hornum og brúnum á brettum til að minnka líkur á meiðslum ef þau rekast í fólk.
    Stimpla týpunúmer sem mér var úthlutað í stellið.
    Skila inn vottorði um þyngd.[/i:gymivv32]
    Kerran fékkst síðan ekki skráð nema fyrir 400kg í heildarþyngd vegna þess að öxullinn var ekki vottaður (hægt að fá því breitt í 750kg með því að láta skoða og votta hann).
    Þegar verið er að nota kerruna þarf skráningarskýrteini kerrunnar að vera í bílnum.
    Svona virkar þetta sem sagt í Austurríki og mig grunar að það sé svipað í flestum Evrópulöndum.





    17.06.2009 at 16:25 #649930
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Hér á Íslandi mætti vera skráningarskylda á kerrum og þær skoðaðar reglulega. Eg er með nýlega kerru og væri ekki á móti þvi að þurfa að skrá hana og fara með í skoðun





    17.06.2009 at 16:38 #649932
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Ég er nú ekki viss um að Austurríki sé alveg "mainstream" varðandi þetta frekar en annað.

    Þeir, ásamt Svisslendingum eru algerir sérfæðingar í furðulegum sérreglum og bulli.

    Það er svosem alveg gott og gilt að hafa glitaugu og ljós í lagi. Alveg sjálfsagt reyndar. Skoðunarskylda á 2ja ára fresti greir bara ekkert gagn til að koma því í lag. Jafnframt er fullt af þessu kerrurusli sem hægt er að kaupa með CE merkingu og fíntiríi alveg handónýtt frá upphafi. Því miður, þá er ekki grundvöllur fyrir því að hafna þessu dóti í skoðun og aðgerðin því með öllu marklaus.

    Tökum dæmi: Ég kaupi notað fellihýsi, fer í gegnum skoðun þar sem það er kominn tími á það og allt í flottum gír. Eigandinn hengir þetta aftaní jeppann og brunar yfir Sprengisand. Eins og við er að búast er hjólabúnaðurinn í henglum eftir þetta þar sem dótið er smíðað ónýtt. Ég tek ekki eftir neinu og hugsa til nýja fína skoðunarmiðans…..svo ruslast öxullinn undan því á 90km hraða á suðurleiðinni og lendir framaná bílnum fyrir aftan.

    Gerði skoðunin eitthvað gagn?

    Sennilega ekki, frekar að hún veiti falska öryggiskennd.

    Ef skoðunarskylda fellihýsa, hjólhýsa og tjaldvagna á að gera eitthvað gagn, þá þarf að skoða á ca. mánaðar fresti eða oftar, ekki tveggja ára fresti eða meira. Alvarlegir brestir sem valda skaða koma fram á mjög ófyrirséðan hátt og snöggt.
    Ég geri ráð fyrir að sömu lögmál gildi um þessa hluti og aðra mekaníska hluti varðandi þreytuálag, slit og bresti, og satt að segja er ég ekki alveg reynslulaus í þeim efnum.

    Hvað gerist svo þegar við tökum hjólabúnaðinn og endursmíðum þannig að þetta tolli undir við flestar kringumstæður? Þarf þá hjólastillingarvottorð(hjólastöðuvottorð heitir það kannski) og svo sérskoðun á allt klabbið?
    Kæmi mér ekkert á óvart.
    Reglugerðagleði Umferðarstofu er löngu farin langt fram úr allri skynsemi, enda er ekki venja að rökstyðja neitt úr þeirri átt. MIklu frekar notast við álit, skoðanir og ágiskanir í besta falli.

    Það er alveg óþolandi þegar reglur eru settar án þess að markmið þeirra séu skýr og rökstudd.

    Ef ég ynni á Umferðarstofu gæti mér alveg dottið í hug að fækka umferðarslysum um 10% með því að taka ökuréttindi af öllum örvhentum. Valda þeir ekki 10% umferðarslysa?

    Hvað finnst ykkur um það?

    kkv
    Grímur





    17.06.2009 at 20:45 #649934
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég er nú ekki alveg sammála því að Austurríkismenn sé mjög sér á báti hvað reglugerðir varðar, Svisslendingar kannski já, en hér eru reglur mikið til á svipuðum nótum og hjá frændum þeirra í Þýskalandi.





    17.06.2009 at 21:13 #649936
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Ég held að eftirlit með tjaldvögnum og fellihýsum sé bara af því góða. Hversu oft hefur maður ekki séð alvarlega "kiðfætta" ferðavagna á vegum úti? Vagna sem búið er að ofbjóða hjólabúnaðinum á t.d. með að draga þá inn í Þórsmörk, hlutur sem ekki er ætlast til að gert sé nema með sérstaklega útbúna vagna með sérstyrktum hjólabúnaði. Og sumir eigendur þessara vagna gera sér kannski enga grein fyrir að eitthvað sé að hjólabúnaðinum fyrr en allt hrynur undan. Þá er nú betra að það sé eftirlit með þessu drasli, þó það sé ekki nema á tveggja ára fresti. Ég er nýbúinn að fara með minn vagn í skoðun, kostaði 3,800,- kall. Ræddi þetta aðeins við skoðunarmanninn og hann tjáði mér að það kæmu alveg ótrúlega margir vagnar inn með ónýtar legur eða nöf. Ég er með breyttan vagn, setti undir hann loftpúða og dempara og 13 tommu dekk (var á 10 tommu) nöfin eru úr Toyotu Station. Skemmst er frá að segja að ég fékk ekki neina athugasemd á hann þrátt fyrir þetta og þurfti enga vottun á hann. Eina sem hann benti mér á var að vegna hækkunarinnar væri betra að ég setti undir hann drullusokka. Þegar hann nefndi þetta atriði þá sá ég strax að hann hafði mikið til síns máls í því, ég hafði bara ekki komið auga á að þörf væri á þessu en sá það um leið og það var nefnt og verður bætt úr því hið snarasta. Kveðjur. Logi Már.





    17.06.2009 at 21:26 #649938
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Hvernig í ósköpunum stendur á því að tjaldvagn undir 750kg þarf númer. Eru ekki allar kerrur með burðargetu uppað 750kg undanþegnar skráningu.
    Tek sem dæmi léttasta vagninn í boði hérna heima sem er ekki nema 160kg að eiginþyngd, ég er ekki viss um að maður tæki eftir því á þokkalega stórum fjölskyldubíl að öxullinn færi fljúgandi undan. Þetta er bara enn eitt peningaplokkið úr herbúðum vinstri manna því að þeir líta svo á að ef að þú ert svo ógurlega ríkur að þú getir keypt þér kerru með tjaldi þá hljótir þú að vera svo efnaður að borga einhverjum manni fyrir að sparka í dekkin á tveggja ára fresti.

    Ein góð lausn til að losna við það að menn séu með alltof stóra vagna aftaní alltof litlum bílum er að útbúa 2 stærðir af kúlum og beyslislásum. Ef að litli Yarisinn þinn kemur í skoðun með stóru kúluna þá er það bara stóra sektin. Hægt væri að draga mörkin við Viking 1906 og Palomino Colt, allt stærra þarf stóru kúluna.





    17.06.2009 at 22:32 #649940
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þetta með kerrurnar og 750kg burðargetu er ekki rétt hjá þér, heldur er það er heildarþyngd, þ.e. eignin þyngd + farmur má vera 750kg.





    17.06.2009 at 23:30 #649942
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Mér þykir sennilegt að Stebbi hafi átt við heildarþyngd.

    Tjaldvagnar eru heldur ekki gerðir til að vera hlaðnir eitthvað svakalega, velflestir eru þeir því undir 750kg heildarþyngd.

    Spurning um að slíta bara plöturnar af og keyra á 60. Það getur enginn sagt neitt við því ennþá, óskráð tengitæki þarf bara að vera með ljós á réttum stöðum og ekki fara yfir 60.

    Ég er alveg viss um að það yrði almenn ánægja með það……





    18.06.2009 at 08:00 #649944
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Sælir.

    Persónulega fannst mér vera kominn tími til að þessi tæki færu í skoðun. Sammála því svosem að þetta er peningaplokk þar sem að það tók u.þ.b 4 mín að skoða vagninn og fyrir það greiddi ég einhvern 4000 kr tæpann. Enn eins og með öll tæki geta þau staðist skoðun og bilað svo á næsta götuhorni. Einhver minntist á að ferð yfir Sprengisand myndi líklega kála legunum í fellihýsinu sem er eflaust rétt. Langar því að segja ykkur að tengdó fór með bílinn sínn í skoðun og fékk hann fulla skoðun, viku síðar sat hún úti í kanti og var við það að missa afturhjól undan því legan var í henglum sem ekkert hafði verið að viku áður.
    Það eru allt of margir vagnar sem er í mjög slæmu ástandi á ferðinni og ég held að fólk hugsi kannski meira um að halda þeim í almennt góðu standi ef það þarf að fara með þau í skoðun.
    Svo þetta atriði að það eru ALLT of litlir bílar að draga ALLT of stór tæki finnst mér svakalegt. Að sjá fellihýsi ein á ferð um þjóðvegina þar til að maður sér púdduna sem dregur þetta finnst mér að eigi að taka mikið harðar á en gert er. Þar eru aurar sem löggi-snöggi getur nælt sér í.

    Kv
    Pétur
    sem á skoðað fellihýsi og dregur það um á Landcruiser.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.