This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 12 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Fór með Zúkkuna í skoðun í morgun sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Þetta er ´97 módel og tækið því ekki alveg nýkomið úr kassanum. Það eina sem sett var út á var að síls hægra megin væri vel ryðgaður á smá kafla, sem eru engar ýkjur. Var svo sem lítið að spá í þetta þegar ég yfirgaf skoðanarstaðinn, enda varla vaknaður.
Þegar ég fór svo að hringja og spyrjast fyrir hver gæti gert við þetta þá spurðu spekingar mig hvort bíllinn væri ekki á örugglega á grind og út á hvað væri nákvæmlega sett. Það sem sett er út á á skoðunarblaðinu er undir Burðarvirki og krossað er við styrkleikamissi.
Veit vel að sílsar eru hluti burðarvirkis í fólksbílum og bílum ekki á grind. En hvað með grindarbíla? Þætti vænt um að fá álit vísra manna.
Veit að ég er ekkert of góður að láta gera við þetta en spurningin er hvort burðarvirkið sé virkilega í hættu.
Kv. Árni Alf.
You must be logged in to reply to this topic.