This topic contains 104 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Það er áhugavert að skoða það hvernig skoðunarkönnun um fjarskiptamál hafa þróast.
Sérstaklega í ljósi þess að 40% ætla að veðja á CDMA 450 símakerfi Símans.
Það sem er áhugavert í þessu er það samkvæmt áræðanlegum heimildum hefur Síminn EKKI tekið endanlega ákvörðun um það að byggja upp CDMA kerfið. Svo kannski hefði þessi draumsýn aldrei átt að vera inni í þessari könnun, en kannski var þetta ekki vitað þegar könnunin fór í loftið, hver veit.
Ég velti líka fyrir mér þessum 9% í HF flokknum, það er greinilegt að 270 félagsmenn ætla sér að verða radíoamatörar þegar nmt, leggst á hliðina endanlega.
En svo er fróðlegt að sjá hversu mikil trú er á Símanum í langdrægum fjarskiptum, sérstaklega í ljósi þess að Síminn ræður ekki við að gsm væða lálendið og þjóðvegina, nema með aðstoð fjarskiptasjóðs, sem vel að merkja er fjármagnaður með peningum úr sölu sama fyrirtækis ja-svei.
You must be logged in to reply to this topic.