Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Skoðunarkönnun um drauma
This topic contains 104 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2007 at 12:04 #201393
AnonymousÞað er áhugavert að skoða það hvernig skoðunarkönnun um fjarskiptamál hafa þróast.
Sérstaklega í ljósi þess að 40% ætla að veðja á CDMA 450 símakerfi Símans.
Það sem er áhugavert í þessu er það samkvæmt áræðanlegum heimildum hefur Síminn EKKI tekið endanlega ákvörðun um það að byggja upp CDMA kerfið. Svo kannski hefði þessi draumsýn aldrei átt að vera inni í þessari könnun, en kannski var þetta ekki vitað þegar könnunin fór í loftið, hver veit.
Ég velti líka fyrir mér þessum 9% í HF flokknum, það er greinilegt að 270 félagsmenn ætla sér að verða radíoamatörar þegar nmt, leggst á hliðina endanlega.
En svo er fróðlegt að sjá hversu mikil trú er á Símanum í langdrægum fjarskiptum, sérstaklega í ljósi þess að Síminn ræður ekki við að gsm væða lálendið og þjóðvegina, nema með aðstoð fjarskiptasjóðs, sem vel að merkja er fjármagnaður með peningum úr sölu sama fyrirtækis ja-svei. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.12.2007 at 11:54 #606980
Þröstur Ármannsson hjá Radíómiðun bað um að koma hjálögðu tilboði í Iridium bílasíma til félagsmanna 4×4: [url=http://www.trigger.is/files/iridium_4x4.pdf:2a71da4r]Tilboð á Iridium síma[/url:2a71da4r].
Ath: Ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta með þessu og með því að koma ofangreindum upplýsingum áleiðis til félagsmanna er ég ekki að leggja mat á gagnsemi Iridium kerfisins né gæði þessa tilboðs.
18.12.2007 at 12:08 #606982Ég hef ekki orðið var við að stjórn né aðrir séu að reyna að pranga Tetra inn á félagsmenn. Heldurðu virkilega að félagsmenn séu svo heimskir að þó að nokkrir aðilar innan klúbbsins fái afnot af einhverjum búnaði til reynslu að þá hlaupi allir til eins og hauslausar hænur og kaup þann búnað? Slakaðu aðeins á í samsæriskenningunum.
-haffi
18.12.2007 at 12:39 #606984Ég hef sökum anna í starfinu sem ég fæ greitt fyrir að vinna ekki haft tíma til að lesa mikið á vefnum og því síður haft tíma til að svara því sem þar er beint til mín eða stjórnar undanfarna daga. Nú gengur þetta hins vegar svo langt að ekki er annað hægt en að svara þeim ásökunum sem hér hafa gengið.
Þar sem ég hef ekki haft samráð við stjórn um þetta svar skal það tekið fram að ég skrifa hér í mínu nafni, ekki stjórnar 4×4.
Hvað er eiginlega að? Enn einu sinni kemur fólk fram opinberlega til þess að ærumeiða stjórn félagsins. Og þetta eru ekkert annað en ærumeiðingar. Þegar Einar fer hér á kostum í að því virðist þeirri trú að hann sé í krossferð að bjarga félagsmönnum frá Tetra.
Ég hef ekki verið beitt neinum þrýstingi til að gera samning við Neyðarlínuna um Tetra, þvert á móti held ég að rétt sé hjá mér að sóst var eftir því að félagsmenn 4×4 hefðu þetta val þegar þeir skipuleggðu sín eigin öryggismál. Neyðarlínan hefur aldrei farið fram á að félagsmenn 4×4 hefðu ekki aðgang að hverju öðru fjarskiptakerfi sem þeim sýnist að nota og ekki heldur farið fram á að stjórn 4×4 þrýsti félagsmönnum í þetta kerfi. Mesti þrýstingurinn sem ég hef verið beytt í þessu máli kemur frá stöku félagsmönnum með Einar Kjartansson fremstan þar í flokki, um að bjóða ekki Tetra sem valkost í fjarskiptum. Allavega get ég engan veginn skilið skrif hans hér á þessum þræði öðruvísi.
Þegar ég bauð mig fram til stjórnar í vor var ég full af áhuga og hafði mikinn tíma til að sinna starfi sem ég vissi fyrirfram að tæki mikinn tíma. Ég hef ekki séð eftir mínútu af þeim tíma sem farið hefur í starf fyrir klúbbinn, þ.e. mest allur minn frítími yfirleitt og tel honum vel varið í hagsmunabaráttu fyrir jeppa og ferðafólk. Það sem kom aftur í bakið á mér voru endurteknar atlögur félagsmanna að æru stjórnarmanna og nú flóir út úr mælinum.
Geti einhver hér sannað það að ég vinni ekki af heilindum fyrir Ferðaklúbbinn 4×4 og þiggi mútur eða láti undan þrýstingi fyrirtækja eða stofnana út í bæ klúbbnum í óhag mun ég láta af störfum fyrir hann strax.
Ef svo er ekki frábið ég mér ógrundaðar og óstaðfestar atlögur að æru minni og vonast til að halda mannorði mínu þegar mín tvö ár í stjórn eru á enda.
Kveðja,
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
18.12.2007 at 13:13 #606986Vinsamlegast gætið orða ykkar í skrifum á vefinn. Ég minni á 8. grein í skilmálum, sem hljómar svona:
Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar, sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir og mun slíkum þursum verða meinaður aðgangur að síðunni í skemmri eða lengri tíma. Vefnefnd metur það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei og getur lokað aðgangi hans tímabundið. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 í samráði við Vefnefnd ákveður hvort lokun skuli vera varanleg.
Kv. Ólafur, vefnefnd
18.12.2007 at 14:16 #606988Ég kannast ekki við ærumeiðingar í garð stjórnarmanna, núverandi stjórnarmenn komu ekki við sögu í þeim tilvikum sem ég vísa til hér að ofan. Ég er búinn að greina Jóni frá málavöxtum, hann kannaðist reyndar við annað tilfellið.
En ætli það ræki ekki eitthver upp stór augu ef t.d. hver tækninefndarmaður fengi til afnota fullbreyttan jeppa frá einu ákveðnu bíla umboði, til reynslu í svona tvö ár.
Barbara, ég legg til að þú lesir þráðinn yfir aftur, andir tvisvar og dragir síðan árásir þínar í minn garð til baka.
-Einar
18.12.2007 at 14:22 #606990Ég hef svona skrunað hérna yfir þennann þráð og ekki séð neitt sem flokkast gæti undir móðgun, ærumeiðing osfrv. Átti því ekki von á að sjá þetta innlegg hér á undann. En ef út í það er farið er ekki fallegt að kalla notendur Þursa ! Mér finnst gaman að lesa þegar skrifað er á kjarnyrtu ilhýru tungumálinu og sem betur fer er skoðanafrelsi hérna á landinu – ennþá. Varðandi símamálin, þá bíð ég rólegur. Okkar alltumsjáandi og yfirokkurlítandi ríkisstjórn á enn eftir að eyða einhverjum heilum helling af milljörðum og sjá örugglega til þess að við getum verið í bandi hvar sem er. Ég er nett rólegur út af þessu.
Gleðileg Jól
Agust Thor.
18.12.2007 at 14:42 #606992Auðvitað ræki menn upp stór augu, enda er samanburðurinn fráleitur. Fimm milljón króna fullbreyttur jeppi er aaaaðeins meiri fríðindi heldur en fimmtíu þúsund króna ekki-sími-ég-meina-talstöð. Það væri hægt að gera út túristaakstur á jeppanum auk þess að snatta innanbæjar. Tetrastöðina væri hægt að nota í að … tala við stjórnarmenn? Þetta er bara bull í þér Einar, með fullri virðingu.
Annað, hvað heldur þú að fólk lesi út úr eftirfarandi annað en stjórnin sé að láta kaupa sig með græjum?:
"Eru menn virkilega svo saklausir að þeir haldi að hann sé að afhenda völdum aðilum innan klúbbsins hlunnindi sem eru verðlögð á ca. miljón króna, án þess að ætlast til þess að fá neitt í staðinn?"
Það þýðir ekkert að koma með hálfkveðnar dylgjur og segja svo, "æi ég var ekki að meina ykkur, bara einhverja aðra"!
-haffi
18.12.2007 at 15:35 #606994Svona svona strákar mínir.
Skúli þú ert greinilega ekki að skilja það sem ég er að tala um og að ég sé með ásaknnir út í menn, sæll, núna færð þú bara kartöflu í skóinn í kvöld.
þetta skrifaði ég:"Ég mun berjast eins og ljón fyrir því að menn hætti að svo mikið sem hugsa um þetta tetra dæmi því þetta er ekki fyrir okkur á nokkurn hátt og mér er mikið í mun að menn fái lausn sem virkar og er raunhæf út frá bæði kostnaði og notagildi og þar er bara ekkert annað sem í það minnsta í dag kemur til greina nema CDMA".
Nú skulum við aðeins pæla í þessu og það er ljóst að Tetra er frekar talstöð en sími og vantar okkur talstöð skúli? er okkur ekki nær að einbeita okkur að okkar eigin talstöðvarkerfi (vhf)?. Ef við gefum okkur þær forsemdur að CDMA komi (sem allt bendir til) af hverju í ósköponum ættu menn að kaupa Tetra?, ég er sammála því að við eigum að hafa valmöguleika til að velja úr en þeir þurfa að hafa raunhæfan tilgang og nýtast okkur og þar má nefna möguleika eins og gerfihnattarsíma og HF/SSB. Einnig vill ég benda þér á að ég hef frekar verið að leggja áherslu á að Tetra er ekki símkerfi en það er það sem okkur vantar eða villt þú kanski líka meina það að það sé rangt hjá mér?Lestu þetta nú yfir aftur skúli minn og hugsaðu aðeins betur um það sem ég er að reina að segja.
Varðandi það sem Eik skrifar þá skil ég nákvæmlega það sem hann er að hugsa og er sammála honum í flestu sjái hinn almenni félagsmaður sem ekki hefur farið í jafn djúpar pælingar og við er varðar þessi tal kerfi öll að það séu "fullt" af liði úr stjórn farin að nota tetra er ekki ólíklegt að það hafi leiðandi afleiðingar í för með sér og sami fjöldi veit eflaust af því að með tetra getur þú hringt út á almenna símkerfið EN það sem fjöldin kannski ekki veit að tetra kemur ekki til með að nýtast okkur sem sími eins og við viljum að hann geri og þá situr eftir tæki sem er ekkert annað en talstöð og vantar okkur hana? eigum við kanski að leggja niður VHF kerfið okkar og fara bara að nota tetra, nei skúli þú veist að það gerum við ekki og við eigum klárlega beina mönnum inn á þá braut frekar að nota VHF, okkar eigið kerfi, vilji menn fá sér tetra þá finnst mér að sama skapi ekkert athugavert við það og eins og ég hef áður sakt þá hef ég ekkert á móti tetra sem slíku, það er bara ekki hannað fyrir okkur og nýtist okkur þar að leiðandi nánast ekkert og þá situr eftir afhverju í ósköpunum að púkka upp á það?af hverju ekki að leiða men inn á braut sem er raunhæf verði hún af möguleika (CDMA)
18.12.2007 at 15:37 #606996Siggi þú veist að það verður altaf tekið vel á móti þér ef þú dettur inn í kaffi (snorri líka!) þó menn kítist aðeins hér á netinu þá er þetta bara í nefinu á okkur!
18.12.2007 at 17:16 #606998Sko. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að blanda mér í þá pælingu hvort þessi kostur sé betri en hinn og mín athugasemd er algjörlega óháð því. Allt hefur kosti og galla og í mínum huga er ekkert eitt rétt í því. Þessar reifingar um það hvað sé sími og hvað sé talstöð skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli, heldur aðeins sú spurning hvort tiltekið tæki þjóni þeim tilgangi sem því er ætlað. Ég geri ekkert endilega kröfu til þess að síminn sé sími svo framarlega sem ég geti hringt úr honum og tekið á móti símtölum.
Ég er ekki farinn að sjá né prófa CDMA og það sem ég hef prófað Tetra er áður en kerfið er komið upp á þann hátt sem því er ætlað. Ég dreg því ekki stórar ályktanir á útbreiðslunni, en það að Tetra er talstöð með eiginleika síma er nánast kostur umfram CDMA. Á fjöllum vill ég hafa tæki sem ég get látið vita af mér, en gjarnan vera laus við símakjaftæði. Sem sími sýnist mér því Tetra fullnægja minni þörf, raunar býsna heppilegur arftaki gamla NMT handsímans sem takmarkar samtöl sjálfkrafa með því að drepa á sér eftir nokkrar setningar (ónýt batterí). Svo eru aðrir sem vilja vera í góðu símasambandi og geta á fjöllum spjallað við frúnna um hvað eigi að vera í matinn á aðfangadag eða hvað eigi að gefa Siggu frænku í jólagjöf. Þeim sjálfsagt hentar ekki Tetra. Þannig er þetta nú allt einstaklingsbundið og þess vegna besta mál að 4×4 félagar hafi aðgang að Tetrakerfinu og geti vegið og metið hvað þeim hentar. Ég ætla ekki að troða minni skoðun upp á neinn í þeim efnum og það má vel vera að seinna meir fari ég á fjöll með CDMA. Það stendur bara ekki til boða sem stendur.
Kv – Skúli
18.12.2007 at 21:03 #607000Skúli minn.
Þú skrifar :"Ég geri ekkert endilega kröfu til þess að síminn sé sími svo framarlega sem ég geti hringt úr honum og tekið á móti símtölum"
Þetta er nákvæmlega það sem málið sníst um og ég hvet þig enn og aftur til að kynna þér bæði "málflutning" minn, einars, hlyns og fl. og hvaða möguleika þú hefur með tetra og ef þú virkilega kynnir þér málið í botn, sannaðu til þá skilur þú nákvæmlega hvað við erum að tala um. Ef ´við gætum notað tetra sem síma þá væri þetta í góðu lagi en svo er ekki nema að mjög, MJÖG takmörkuðu leiti og að auki er ekki er mælst til að tetra sé notað sem sími af þeim sem reka kerfið.
18.12.2007 at 21:39 #607002Ég hafði samband við fulltrúa Símans hf. í dag og þeir treystu sér ekki til að kynna áform sín um uppbyggingu CDMA kerfisins fyrr en í fyrsta lagi á félagsfundi í febrúar. Ég ætla að vera aftur í sambandi við þá eftir áramót þegar línurnar skýrast og mun flytja fjarskiptafréttir á nýja árinu, enda verður 2008 æsispennandi í þeim geira.
Og meðan maður er að þessu þá vil ég endilega minna á námskeið til radíóamatöraréttinda sem haldið verður á nýju ári á vegum [url=http://www.ira.is/:1za6x29p]ÍRA[/url:1za6x29p], þeir sem hafa áhuga geta sent póst á [url=mailto:ira@ira.is]ira@ira.is[/url].
18.12.2007 at 23:22 #607004Benni minn!
Á heimasíðu Tetra Ísland stendur:
“Hver Tetra stöð hefur sitt símanúmer sem hægt er að hringja úr og í innan Tetra kerfisins og einnig yfir í önnur símkerfi innanlands.“
Þar að auki hef ég prófað sjálfur bæði að hringja úr Tetra tækinu (svo ég segi ekki símanum) og tekið á móti símtölum og það virkaði bara ágætlega, aldrei lent í neinum vandræðum með það. Svosem ekki mikil reynsla af því en þó einhver. Ég hins vegar hef ekkert verið á snakkinu heldur bara komið þeim skilaboðum til skila sem þurfti. Í pistli frá formanni klúbbsins kemur fram að félagar séu hvattir til að halda símanotkun í lágmarki, það þýðir ekki að að ekki sé hægt að nota Tetra sem síma, það þýðir að óæskilegt sé að menn liggi í símanum á einhverju snakki.
Kv – Skúli
18.12.2007 at 23:46 #607006þetta vitum við allir Skúli en eg skal orða þetta öðruvísi núna, kannski skilur þú það þá????
Hver tetra sendir rúmar ekki nema 4 símtöl í einu og á hálendinu er fjöldi senda mjög takmarkaður. það vill svo til að það er ansi oft mikil trafík á hálendinu og það er gersamlega útilokað að þeir sendar þar komi til með að anna fillilega þörfum okkar, það er m.a ein af ástæðunum fyrir því að okkur er ráðlagt að nota ekki tetra sem síma. Hugsaðu nú dæmið til enda með framtíðina í huga og þá á þá vegu eins og ég er marg búinn að minnast á með fjöldan í huga. Hafðu samband við símann og fáðu uppl. um hve margir NMT símar séu í notkun og reindu að sjá þetta ganga upp, það er bara ekki fræðilegur möguleiki.
19.12.2007 at 00:12 #607008Þetta er ekki vandamál ef símtækið er notað til nauðsynlegra samskipta en merkingalaust chatt fer fram á CDMA. Þess vegna frábært að hafa báða möguleikana. Hvað verða annars margar rásir virkar í hverjum sendi í CDMA. Þó umferð um hálendið sé mikil þá þarf umferð um símkerfin ekki að vera mikil, oftar en ekki þegar ég er á ferðinni snerti ég ekki símtæki eftir að ég er kominn af þjóðvegi (gsm sambandi), enda um annað skemmtilegra að hugsa eftir það.
Kv – Skúli
19.12.2007 at 00:59 #607010ef þetta væri nú bara svona einfalt haha… þú veist hvernig þetta er skúli minn að um leið og það fréttist af einum bíl á kafi í krapa loga allar símalínur gersamlega hægri vinstri svo eru menn að hringja í okkur upp á hálendið að kanna færð og annað blablabla þú skilur……
19.12.2007 at 01:01 #607012Samkvæmt CDMA2000 stöðlunum er bandvídd á hverri rás a.m.k 1,25 MHz, hver slík rás ræður við nokkra tugi samtala. Einn af kostum CDMA, umfram eldri aðferðir, er það nýtir bandvíddina mun betur. Í reynd þýðir þetta væntanlega að það verður aldrei skortur á samtalsrásum á hálendinu, a.m.k ekki nærri sendunum. Spurningin er hinsvegar hvað gerist þegar sendarnir eru að flytja bæði samtöl, e.t.v fjarlæg, og gögn á sama tíma. Ég óttast að þá verði fjarlæg samtöl útundan. Það ætti að koma í ljós næsta sumar, hvor þessi ótti á við rök að styðjast.
Í samanburði við CDMA,þá er tæknin í Tetra á steinaldarstigi, enda er CDMA markaðurinn a.m.k þúsund sinnum stærri en Tetra markaðurinn.
Eins og Skúli, þá hef ég fyrst og fremst áhuga á því að geta hringt stutt samtöl, hvar sem er. Ég býst við því að 56 km takmörkunin í Tetra, ásamt lágum sendistyrk, takmarki notagildi Tetra fyrir mínar þarfir, frekar en takmarkaður rásafjöldi, nema þegar eitthverjar aðgerðir eru í gangi, þar sem forgangs notkun tekur Tetra kerfið yfir.-Einar
19.12.2007 at 07:51 #607014Í farsímakerfum sem byggja á CDMA tækni, fer stærð þjónustusvæðis eftir álagi. Þetta fyrirbæri nefnist [url=http://www.google.is/search?q=cell+breathing+cdma&start=0&ie=utf-8&oe=utf-8&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official:1xoz917p]cell breathing[/url:1xoz917p] og hefur mikið verið rannsakað. Þetta hefur það í för með sér að notendur fá því hærri forgang, því nær sem þeir eru næsta sendi.
-Einar
19.12.2007 at 12:49 #607016Langdrægni, hefur ekkert að gera með hvaða kynslóð kerfið er.
Á 400-450MHz er langrogasta kerfið NMT sem er analog kerfi án innbyggðrar tímatakmörkunar fyrir merkið á leið milli endurvarpa og tækis.
NMT samband hefur náðst um 180km milli síma og endurvarpa og er það hámark sem sjónlína næst vegna hnattlögunar jarðar.
TDMA kerfi eins og GSM og TETRA hafa fasta tímtakmörkun hvað merkið getur verið lengi að ferðast á milli endurvarpa og viðtækis (á ljóshraða) og er TETRA með 56km takmörkun, án tillits hvort merkið dregur.
Vennjulegur GSM er með 32km takmörkun.
Þessi kerfi hafa einnig fastan fjölda tækja sem eru tengd samtímis á hverju bandi.
CDMA hefur hinsvegar ekki fasta takmörkun, og er hún breytileg eftir fjölda notenda, gagnahraða, og hve markir eru tengdir.
Einnig stilla sendar sendiaflinu eftir ástæðum.
Þetta eru allt breytur sem CDMA þjónustufyrirtækið getur aðlagað að þörfum notenda sinna.
Kerfið getur verið langdrægt með litla afkastagetu, eða afkastamikið með litla langdrægni.
Ekki er hægt að fá allt, en kerfið á að aðlaga sig eftir aðstæðum.
kveðja Dagur
19.12.2007 at 13:09 #607018Þú ert sem sagt að segja að því meira sem blaðrað er því verri útbreiðsla. Ef ég fer á netið þá dettur einhver úr sambandi !
Hvernig ætla menn að uppfylla skilyrði P&F um útbreiðslu ? Þetta kannski skiptir ekki neinu máli ef kerfið er mjög afkastamikið….
kv
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.