Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Skoðunarkönnun um drauma
This topic contains 104 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2007 at 12:04 #201393
AnonymousÞað er áhugavert að skoða það hvernig skoðunarkönnun um fjarskiptamál hafa þróast.
Sérstaklega í ljósi þess að 40% ætla að veðja á CDMA 450 símakerfi Símans.
Það sem er áhugavert í þessu er það samkvæmt áræðanlegum heimildum hefur Síminn EKKI tekið endanlega ákvörðun um það að byggja upp CDMA kerfið. Svo kannski hefði þessi draumsýn aldrei átt að vera inni í þessari könnun, en kannski var þetta ekki vitað þegar könnunin fór í loftið, hver veit.
Ég velti líka fyrir mér þessum 9% í HF flokknum, það er greinilegt að 270 félagsmenn ætla sér að verða radíoamatörar þegar nmt, leggst á hliðina endanlega.
En svo er fróðlegt að sjá hversu mikil trú er á Símanum í langdrægum fjarskiptum, sérstaklega í ljósi þess að Síminn ræður ekki við að gsm væða lálendið og þjóðvegina, nema með aðstoð fjarskiptasjóðs, sem vel að merkja er fjármagnaður með peningum úr sölu sama fyrirtækis ja-svei. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2007 at 22:13 #606900
Irridium er í dag eini raunhæfi kosturinn sem stendur til boða annað er ekki 100 prósent dekkandi og verður ekki í bráð.Mánaðargjald hjá símanum er að vísu 2800 kr og mínútan kringum 85 kr en öriggið er myklu meira en í öðrum kerfum.
16.12.2007 at 22:20 #606902misskilja eitthvað Ágúst ja…CDMA er náttúrlega ekkert annað en GSM bara á annari tíðni ásamt öllum þeim fídusum sem m.a 3g bíður uppá, dregur bara miklu lengra…..þess vegna m.a annars væri það kerfi best fyrir okkur.
16.12.2007 at 22:53 #606904Hvernig fer CDMA að því að drífa miklu lengra en GSM þar sem bæði kerfin vinna á tíðnum þar sem drægni er alfarið takmörkuð við sjónlínu ?
Sömu rök – hver sem þau eru – hljóta að gilda um samanburð á drægni GSM og Tetra.Þetta er ofaukið mínum skilningi og skýring óskast.
Ágúst
16.12.2007 at 22:58 #606906það er bara ekkert skrítið að menn skilji þetta svona bara í kvelli. megin munur er sá fyrir utan tíðnina að cdma notar aðra tækni í því að flytja merkið ef ég man rétt. Það má lesa aðeins um þetta m.a [url=http://wiki.everythingtreo.com/page/CDMA+vs.+GSM?t=anon:1lna8r26][b:1lna8r26]hér[/b:1lna8r26][/url:1lna8r26]
16.12.2007 at 23:04 #606908þráður um reinslu á cdma
[url=http://acsalaska.com/Cultures/en-US/Business/Wireless+Solutions/CDMA+vs+GSM.htm:3ufvpqah][b:3ufvpqah]hér[/b:3ufvpqah][/url:3ufvpqah]
16.12.2007 at 23:34 #606910Hér er [url=http://www.srtelecom.com/en/products/whitepapers/Mobile-CDMA-Tech-for-Rural-WLL.pdf:8hwx91mu][b:8hwx91mu]skýrsla[/b:8hwx91mu][/url:8hwx91mu] þar sem langdrægni kerfisins er skoðuð.
Hér er önnur [url=http://repositories.cdlib.org/cgi/viewcontent.cgi?article=5499&context=postprints:8hwx91mu][b:8hwx91mu]skýrsla[/b:8hwx91mu][/url:8hwx91mu] frá öðrum aðila, en báðar eru samstíga að langdrægni kerfanna er hámark 50 km radíus og minkar svo eftir álagi.
Síminn hefur allt aðra sögu en þetta er úr frétt símanns:
Kostir þessa nýja kerfis eru talsvert fleiri en gamla NMT kerfisins og munar helst um aukinn hraða í gagnaflutningum. Nýja kerfið mun hafa sömu langdrægni og NMT eða vel yfir 100 km við góðar aðstæður. Gagnaflutningshraði verður hinsvegar 100 sinnum meiri en í NMT kerfinu eða allt að 2Mbs sem gerir fólki kleift að tengjast internetinu á mjög hraðvirkan hátt. Þetta mun hafa gífurleg breytingu í för með sér fyrir fjallafólk, sumarbústaðaeigendur sem eru fjarri GSM og internetsambandi og býli sem staðsett eru utan alfararleiðar. Einnig mun kerfið ná út á miðin í kringum landið með sömu útbreiðslu og NMT gerir í dag.Dæmi hver fyrir sig, en þetta er frekar undarlegt, en Benni Akureyringur virðist vera tilfinningalega tengdur þessu kerfi.
Kveðja Dagur
17.12.2007 at 00:01 #60691250 km…hemmm
það fyrsta sem ég skoðaði er hvenær var þessi skýrsla gerð og jú viti menn 2005…. Tilraunir sem hafa verið gerðar hér heima sýna að með littlum handsíma (cdma) er drægnin rúmlega 120km. Dagur getur það verið möguleiki að sá búnaður sem menn hafa verið að prufa hér sé betri en sá sem menn voru með í þessu "gamla" erlenda testi. Til fróðleks að þá kom tetra hér til landsins og dró rétt á milli "húsa" eða tæplega það…síðan komu sendar sem eru að draga 50 km ef ég man rétt…
Annað sem vert er að nefna er varðar senda að þá rúmar CDMA sendir 4x fleiri notendur en GSM sendir sem rúmar margfalt fl. notendur en tetra þannig að menn geta andað rólega þess vegna." þetta er frekar undarlegt, en Benni Akureyringur virðist vera tilfinningalega tengdur þessu kerfi" já þú segir nokkuð Dagur, getur það verið vegna þess að ég er ekki með frían tetra búnað og algerlaga hlutlaus og er að hugsa um eitthvað sem er raunhæft fyri fjöldan….Veist þú um betri lausn handa okkur þ.e símalausn ef svo er komdu þá endilega með hana hér, CDMA er að því ég tel það besta sem við getum fengið og meðan engin annar kemur með eitthvað betra og rökstiður það trúi ég því. Tetra verður aldrei fyrir nema einhverja sem fá símana fría og þá sem eru tækjasjúkir og eiga nóg af aur. …
17.12.2007 at 00:16 #606914svo geta menn nú líka bara alveg slakað á, andað með nefinu og séð til hvað gerist. Voðalega eru menn eitthvað strekktir yfir þessu. NMT verður keyrt út 2008 og eitthvað heyrði ég um daginn að það yrði jafnvel keyrt fram á sumar 2009.
Ég verð að segja eins og Benni Ak að mv núverandi forsendur þá finnst mér CDMA besti (eini)kosturinn í stöðunni. Ég er einhvern vegin ekki alveg að kaupa þetta Tetra dæmi og kostnaðurinn óásættanlegur fyrir þessa sáralitlu símanotkun mína á fjöllum. Gagnaflutningsmöguleikinn er líka mjög spennandi kostur !
Ef CDMA verður slegið af þá stefni ég í gervihnattasíma (Globalstar eins og staðan er í dag en það er mun ódýrara en Irridium). Þetta kemur bara allt saman í ljós eftir eitt ár !
kv
Agnar
17.12.2007 at 00:19 #606916sko… ég er búinn að vera í því í allan dag að æsa menn upp hægri vinstri og í öllum bænum farðu nú ekki að reina að róa menn niður, þetta er að verða gamann hohoh……en þetta er alveg rétt það sem þú skrifar.
17.12.2007 at 00:43 #606918Það sem mér finnst undarlegast við þetta CDMA kerfi símanns er að hvergi finnast skjöl um meinta langdrægni kefisins (100 km), en nokkuð er um skjöl sem segja annað (50 km)
Ef þú Benedikt veist um nýrri og betri upplýsingar um raumverulega langdrægni kerfisins, þá er rétti staðurinn hér og nú að opinbera það.
Kveðja Dagur
17.12.2007 at 01:05 #606920Séu menn eitthvað að efast orð mín þá bendi ég á mann sem hefur séð um prufur á CDMA hérlendis og hlíðir nafninu Gylfi og er í síma 892-6316 einnig má senda meil á hann gylfimar(hjá)siminn.is hann getur leitt menn í allan sannleika með það hvernig þetta hefur gengið. Dagur ert þú með fríjan tetra síma????….Ég bind vissulega vonir um að ef CDMA verður að veruleika að ég fái frían búnað ásamt áskrift ævilangt haha….
17.12.2007 at 01:08 #606922Benni þar sem að ég hef nú ekkert vit á þessu… var álagið meira en þessi eini litli handsími sem hann notaði til að prófa kerfið og dreif svona helv. vel.
kv. stef….
p.s mér sýnist benni vera í fýlu af því að hann fær ekki frían tetra síma.
17.12.2007 at 01:20 #606924Nei og þó það séu slatti af símum á hverjum sendi fyrir sig þá hefur það lítil áhrif, það gerist ekki fyrren tetra er löngu búið að bræða úr sér að eitthvað fer að minnka að ráði drægnin á CDMA sé gengið út frá því að það sé verið að nota þetta sem síma. Stefanía ert þú nokkuð með frian terta búnað….getur það verið?
Og dagur þú mátt gjarnan svara því sem ég spurði þig (ekki reina að snúa þig aftur úr þessu með gagn spurningu, þú kemmst ekki upp með það kallinn minn!) Ert þú með fríjan tetrabúnað og veist þú um betri símalausn en CDMA?
17.12.2007 at 01:28 #606926Nei Benni ég fæ ekki neitt frítt í þessu lífi.
Hins vegar ef ég ætti nóg af peningum þá væri ég alveg til í að eiga dirrindí síma (iridium).
kv. stef…
17.12.2007 at 01:33 #606928þetta er m.a nákvæmlega það sem ég er að hugsa stefanía mín "ef ég ætti nóg af peningum" það er ekki gott að veifa einhverri glomor lausn framan í fólk sem á sér ekki framtíð sem símtæki fyrir okkur og kostar augun úr. Ef CDMA kemur þá er verið að tala um að síminn kosti ca 20þ kall.
17.12.2007 at 07:39 #606930Svar til Benna
Er með VHF, HF, og NMT , en TETRA verður vonandi fljótlega.
Ekkert af þessu er frítt fyrir mig, nema af HF eru ekki gjöld utan leifisbréfið.
kveðja Dagur
17.12.2007 at 07:58 #606932Langdrægni með Tetra og GSM er takmörkuð vegna þess að þetta eru 2. kynslóðar símkerfi sem nota [b:3q2f0lxs][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Time_division_multiple_access:3q2f0lxs]TDMA[/url:3q2f0lxs][/b:3q2f0lxs] sem er með innbyggðri takmörkun á fjarlægð, 32 km fyrir GSM en 56 km fyrir Tetra. Það eru til GSM stöðar sem draga lengra og það hefur verð sagt að í framtíðinni verði hægt að ná eitthvað lengra með Tetra, en slíkt bitnar á afköstum.
Auk þessa er GSM á 900 MHz þar sem það er ennþá háðara sjónlínu en Tetra, NMT og [b:3q2f0lxs][url=http://en.wikipedia.org/wiki/CDMA2000:3q2f0lxs]CDMA2000/450[/url:3q2f0lxs][/b:3q2f0lxs] sem eru í námunda við 450 MHz.
Það er erftitt að henda reiður á hver mesta mögulega langdrægni með CDMA2000/450 er, CDMA aðferðin byggir á mjög háþróaðri merkjavinnslu, er svegjanleg og lagar sig að breytilegum aðstæðum.
Ég veit ekki hversu vel þetta kerfi hentar okkar þörfum, en mér finnst heimskulegt að setja pening í Tetra, sem stendur NMT langt að baki, og þegar ekki eru nema fáeinir mánuðir þangað til það kemur í ljós hvort CDMA kerfið stendur undir væntingum (sem Tetra hefur aldrei gert).-Einar
17.12.2007 at 15:15 #606934Takk fyrir svarið Dagur.
En strákar hvað mælir með því að kanna hvað við getum gert með Hf/SSB af hverju ekki að skoða það enn betur, er hækt að fá neiðarlínuna eða einhvern til að taka upp hlustun? nú veit ég að það er hækt að fá slíkar talstöðvar erlendis fyrir ca 35þ hingað komnar og ég sé fyrir mér að það gæti verið ein stöð í hverjum hóp eða svo þ.e þeir sem eru að ferðast samann gætu hæglega græjað í það minnsta einn bíl með slíkan búnað, mér finnst þetta gáfulegt að skoða þennan kost líka finnst það allavega mun gáfulegra en að bæta við tetra talstöð á þeim forsemdum að fyrir erum við með VHF sem talstöð, hvað gerist ef verða náttúruhamfarir….það gæti allt eins orðið þannig að þá sé HF/SSB það eina sem virkar.
17.12.2007 at 15:42 #606936Nú spyr ég… hvernig í andsk. get ég hringt úr ssb en rökin fyrir cdma hafa einmitt verið nauðsyn þess að geta hringt… svo ég tali ekki um magnaðan láhraðaflutning gagna í gegnum síman.
Kv. stef…
17.12.2007 at 15:44 #606938Stef.
Snorri Ingimars eða Eik svara þessu væntanlega, þeir eru snillingar á þessu sviði og skilja hvað ég er að pæla.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.