Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Skoðunarkönnun um drauma
This topic contains 104 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2007 at 12:04 #201393
AnonymousÞað er áhugavert að skoða það hvernig skoðunarkönnun um fjarskiptamál hafa þróast.
Sérstaklega í ljósi þess að 40% ætla að veðja á CDMA 450 símakerfi Símans.
Það sem er áhugavert í þessu er það samkvæmt áræðanlegum heimildum hefur Síminn EKKI tekið endanlega ákvörðun um það að byggja upp CDMA kerfið. Svo kannski hefði þessi draumsýn aldrei átt að vera inni í þessari könnun, en kannski var þetta ekki vitað þegar könnunin fór í loftið, hver veit.
Ég velti líka fyrir mér þessum 9% í HF flokknum, það er greinilegt að 270 félagsmenn ætla sér að verða radíoamatörar þegar nmt, leggst á hliðina endanlega.
En svo er fróðlegt að sjá hversu mikil trú er á Símanum í langdrægum fjarskiptum, sérstaklega í ljósi þess að Síminn ræður ekki við að gsm væða lálendið og þjóðvegina, nema með aðstoð fjarskiptasjóðs, sem vel að merkja er fjármagnaður með peningum úr sölu sama fyrirtækis ja-svei. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2007 at 15:27 #606860
Ég hef ekki orðið fyrir þessum meinta óeðlilega þrýstingi síðan ég kom inn í stjórn þessa "ágæta" félags en veit s.s. ekki um hvað hefur á undan gengið. Þetta eru auðvitað alvarlegar ásakanir og ber að umgangast sem slíkar og eiga e.t.v. ekki heima á opnum vef.
Annars erum við eik greinilega nokkuð sammála. Það hefði mátt orða spurninguna í könnuninni skýrar en ég tel samt ekki að hún sé villandi þrátt fyrir það. Það má alltaf pússa svona hluti betur en hinn "fullkomna" skoðanakönnun er enn ekki útgefin, hún er enn í yfirlestri 😉 Skal senda næstu könnun á þig eik til rýni áður en hún fer inn á vefinn.
16.12.2007 at 15:32 #606862Það er nú ekki rétt hjá þér Einar minn að framkvæmdarstjóri Neyðarlínuna hafi beitt stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 þrýstingi. Frekar að það hafi verið öfugt ef einhver þrýstingur var í gangi, þó svo að nákvæmustu þrýstimælar hafi sennilega hvergi hreift nál, ef ég man rétt. Þessu var þannig farið að stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 óskaði eftir aðgangi að Tetrakerfinu fyrir félagsmenn. SVO ÞAÐ SÉ Á HREINU. Því það hlýtur að vera skilda stjórnar að gefa félagsmönnum valmöguleikann.
Framkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar hefur í öllum tilfellum og í samskiptum, komið fram við stjórn ferðaklúbbsins 4×4 af virðingu og heilindum.
Hann á heiður skilið fyrir störf sýn og hann er maður sem lætur verkin tala, og bíður ekki eftir að einhver annar geri hlutina.
PS svo það sé líka á hreinu að þá hefur klúbburinn fengið 10 Tetra stöðvar til reynslu og er rúmlega ár síðan fjarskiptanefnd fékk fyrstu stöðin ef ég man rétt.
Þar sem það hefur komið fram í fjölmiðlum að Tetra sé ekki að virka sem skildi á ákveðnum landsvæðum, þá vill ég benda á að einn stjórnarmaður notaði Tetra á umræddu landsvæði í nokkurn tíma í sumar við mælingar, með góðum árangri.
Ég kannaði það einnig hjá aðilum ( Sérsveit lögreglunar ) sem hafa notað Tetra daglega við störf sín víða um land, þeir voru mjög sáttir við útkomuna. Reyndar bættu þeir við að oft hafi það komið fyrir að þeir sem hafi kvartað yfir kerfinu. Hafi hreinlega ekki kunnað á stöðvarnar. Sömu sögur hef ég heyrt frá slökkviliðinu en þeir nota kerfi í þéttbýli. En úrtöluraddir hafa einmitt verið að tönglast á því að Tetrakerfið beri ekki fjöldann í þéttbýli. En það virðist ekki vera raunin en sem komið er allavega.CDMA sæll Benni, það er hægt að skrifa samning, en það er annað að skrifa undir hann. Hefur þú sé hann undirskrifaðan. Hvar eru til upplýsingar um prófanir á cdma. Ps þarf greinilega að lesa þetta spjaldanna á milli. Takk fyrir upplýsingarnar Benni.
En að öðru, auðvita viljum við að þessi kerfi virki öll sem best og við höfum sem flesta valmöguleika og það stefnir greinilega í allt stafrófið
16.12.2007 at 15:40 #606864" Hvar eru til upplýsingar um prófanir á cdma"
þú ert klárlega ekki að fylgjast jafnvel með þessu jón og ég hef gert það er klárlega ljóst. Það er búið að setja að upp sendir á m.a háfell og hafa menn verið að tala í lítin CDMA síma í 120 km fjarlægð frá þeim sendi sem dæmi og það er bara að svínvirka….
Jón HVERNIG VIRKAR TETRA UPP Á HÁLENDI SEM SÍMI OG HVERSU MIKIÐ GETUR ÞÚ TREIST Á TETRA Þ.E AÐ HANN VIRKI UPP Á HÁLENDI ÞEGAR ÞÚ ÞARFT AÐ HRINGJA HEIM……
16.12.2007 at 16:06 #606866Tetra virkar alltaf sem sími á meðan þú ert í sambandi við sendi.
16.12.2007 at 16:07 #606868og rólegur á hástöfunum… muna að anda…
16.12.2007 at 16:12 #606870Ég ætlaði bara að taka undir það sem Jón segir hér um forsvarsmenn Neyðarlínunar og Tetra. Ég hóf samskipti við Þórhall um þessi mál þegar ég sat sem formaður og það er algerlega ljóst að þar var engum þrýstingi beitt nema þá ef væri af minni hálfu að fá aðgang að þessu kerfi fyrir 4×4.
Enda er það mín staðfasta skoðun að félagsmenn eigi að hafa sem víðtækastan valkost í þessum efnum sem og öðrum.
Ég er með VHF, NMT og Iridium í dag. Ég mun hins vegar pottþétt fá mér CDMA þegar og ef það verður að þeim veruleika sem menn vonast til. Ég mun væntanlega líka fá mér Tetra fljótlega upp úr áramótum og ég stefni líka á HF stöð eftir að ég hef lokið námskeiði….
En ég er svo sem græjuóður – en það eru það bara margir aðrir líka og því er bara gott að hafa alla möguleika opna….
Benni
16.12.2007 at 16:19 #606872Gott Benni Ak minn að þú fylgist með þessum cdma græjum. En engu af síður er ekki búið að skrifa undir neitt samkvæmt þessum upplýsingum.
Barbar Ósk hefur verið í mælingavinu fyrir klúbbinn og LMÍ í sumar og auk þess er hún of virkur jeppamaður/kona og hefur hún verið að rassskellast um landið fram og til baka í sumar og haust. Og hún er eingöngu með Tetra og vhf. Og hún hefur gefið Tetra grænt ljós og það þykir mér nokkurs virði.
16.12.2007 at 16:50 #606874Nei Axel þetta er nefnilega ekki rétt hjá þér kalinn minn! Tetra mun ekki virka sem sími svo framalega sem þú nærð sambandi við sendi og það er þetta sem ég held að fáir geri sér aðminnilega grein fyrir. Vandamálið við að nota tetra sem síma á hálendinu fellst í því að það eru svo fáar gáttir að hann mun aldrei nítas okkur sem slíkt tæki þ.e sími. Vill minna menn á að Þórhallur beinir því til manna að ekki sé æskilegt að nota tetra sem síma í stuttu máli sakt þá átti hann að tala hreint og beinnt út og segja að það væri ekki hækt NEMA á þeim forsemdum að kannski einn eða tveir töluðu í einu. Ég vill ítreka það sem ég hef áður sakt hér á netinu að ég hef ekkert á móti Tetra sem slíku heldur hef ég áhuga á tæki sem ég get treist á og kostar ekki augun úr og þá bæði tækið sjálft og að reka það. Og já ég er búinn að sitja nokkra fundina með tetra mönnum og kinna mér þetta sæmilega! bæði sem meðlimur í björgunarsveit og sem meðlimur í 4×4.
16.12.2007 at 17:01 #606876Segi eins og sumir, Benni Sæll, ég var í þessum töluðu orðum að tala við félaga minn sem vinnur hjá Tetra og spurði hann út í þetta og það er víst hægt að nota stöðina sem síma á meðan þú ert í sambandi við sendi.
segi svo eins og annar.
Góðar stundirsmá breyting,
svo er annað mál hvort æskilegt sé að nota stöðina sem síma, persónulega nota ég nmt símann og tetra stöðina einungis til að láta vita af mér ekki til að rabba um daginn og veginn, ég á ábyggilega líka eftir að fá mér gervihnattasíma en nenni ekki að bíða eftir CDMA.
16.12.2007 at 17:10 #606878sagan, LESTU! þráðin betur yfir sem ég skrifaði.
Ok, ég skal koma með fl. rök. Hvað gerist ef eitthvað kemur uppá og landsbjörg, löggan etc er kölluð út….hvar erum við í forgangslistanum. Mér er skapi næst að spirja þig Axel hversu lengi ert þú búinn að hafa þinn fría tetra "síma" og hversu náinn ert þú vini þínum sem starfar hjá tetra…….Þú ætti kannski líka að spirja félaga þinn hversu margir geta talað á "þessu" svæði í einu í gegnum tetra.
Axel minn það er búið að prufa þetta og þetta gengur ekki sem símtæki fyrir fjöldan.jæja er hættur þessu bulli í bili.
16.12.2007 at 17:15 #606880Það sem ég held að hann Benni sé að reyna að segja sé að ef álag á kerfinu er mikið þá verði símasambandið fyrsta sem dettur út og að sambönd viðbragðsaðila eru í "hærri forgangi". Ég veit samt ekki hvort þetta sé stærsta vandamáliði fyrir kerfi sem er ætlað fyrir stórt svæði með fáa "aðila" á ferkílómetra. En það má alltaf velta vöngum.
En maður getur spurt sig sömu álagstengdu spurningarinnar gagnvart CDMA? Hvaða áhrif hefur aukið álag á virkni CDMA?
16.12.2007 at 17:23 #606882vissulega réttmætar pælingar hjá þér Mr.T en vert að hafa það í huga að það sem CDMA hefur frammyfir tetra er að það er hanna frá grunni sem símkerfi, tetra er það ekki…..þannig að forsemdur fyrir því að CDMA virki betur eru sjálfgefnar….
Jæja nú er ég HÆTTUR!
16.12.2007 at 17:29 #606884CDMA Sæll, voðalega þykir mér þetta haldlítið svar Benni, Windows er t.d. hannað sem stýrikerfi en það er samt alveg rosalega lélegt stýrikerfi þannig að þessar sjálfgefnu forsendur eru bara ekki nógu góðar. Þær eru líka svo oft litaðar af ýmsu öðru en staðreyndum 😉
En nú ætla ég líka að hætta… skál!
16.12.2007 at 17:48 #606886"Þær eru líka svo oft litaðar " Tryggvi minn hættu nú þessu bulli. hvaða tölvubúnað ert þú að nota, ég skal svara því MAC. Að windows sé slæmt stýrikerfi er dæmigert álit þeirra sem hafa ekkert vit á stýrikerfum og tölvum og sjá ekkert nema Mac og eru þar að leiðandi með fordóma ens og þú hér og nú! . Sért þú með 1. góðan vélbúnað. 2 hæfileika og kunnáttu þá er ekkert vandmál við windows sem stýrikerfi (ekki að það sé fullkomið frekan en Mac fjarri því. Enn já hér erum við komnir út fyrir það sem við vorum að pæla í.
16.12.2007 at 18:01 #606888Þarna sjáum við dæmigerð viðbrögð hins rökþrota manns 😉 Ef þú vilt eitthvað draga í efa mína reynslu af hinum og þessum stýrikerfum þá skulum við bara taka það mál upp síðar, ég er svona að jafnaði að nota 3 stýrikerfi frá degi til dags. Svona yfirlýsingar og sleggjudómar eru ekkert betri en sjálfgefnar forsendur, ég gef ekki mikið fyrir þær 😉
16.12.2007 at 20:06 #606890Það er klárlega rétt hjá Benna að Tetra er ekki hannað sem símkerfi og það er sennilega líka rétt að ef björgunarsveitir væru í útkalli og mikið álag væri á sendum að þá myndum við sennilega verða klipptir út úr netinu en þó sennilega ekki fyrr en að menn væru búnir að fullvissa sig um að viðkomandi sem leitin stæði að væri ekki með Tetra stöð, ef viðkomandi væri með tetra stöð að þá er klárlega kostur að vera með stöð. Án þess að vita nákvæmlega hversu mikið álag sendarnir þola að þá tel ég mjög ólíklegt að það myndi gerast oft að við værum klipptir út úr netinu, Tetra kerfið er í mikilli notkun á höfuðborgarsvæðinu af viðbragðsaðilum þar og virðist ganga mjög vel. Ég hef hringt úr tetra stöðinni minni með einungis eitt strik á sambandsskalanum (eitt af fimm) þannig að mér sýnist það ganga nokkuð vel að halda sambandi. Málið er að það er enginn að reyna að troða Tetra kerfinu inn á okkur jeppamenn en ég tel að þetta sé mjög fín lausn á meðan ekkert annað er að gerast í þessum málum. Ég þekki ekki mikið inná gervihnattasíma en hitti björgunarsveitarmenn inná sprengisandi fyrir 2 árum síðan sem töluðu um að síminn dytti úr sambandi um leið og þeir færu á bakvið skuggann á fjöllum og hólum í nágrenninu þannig að þar á bæ getur víst líka allt klikkað, mér er alveg sama ég fæ mér sennilega samt gervihnattasíma. Málið er að það er engin pottþétt lausn í gangi, langt því frá en maður er bara að fá sér þann búnað sem maður telur sig vera sem öruggastan með. Ég treysti Tetra hundrað sinnum betur en NMT en ætla samt ekki að taka NMT símann úr bílnum fyrr en rekstri á því kerfi verður hætt. Mér finnst bara svo ólíklegt að síminn fari af stað með þetta CDMA kerfi vegna þess að nú þegar eru allir bátaeigendur að hafa samskipti á talstöðvum og gervihnattasíma þannig að forsendur fyrir kerfinu eru farnar, ríkið er að styrkja uppbyggingu á GSM kerfinu á afskekktum svæðum á Íslandi og Tetra kerfið er komið upp á hálendinu. Held að þeir sjái ekki hag í því að setja upp kerfið og því held ég að það verði aldrei sett upp, en ef það kemur að þá fæ ég mér sennilega líka CDMA síma.
Ég er græjufíkill.
Semsagt þegar allt kemur til alls að þá skil ég hvað þú ert að segja Benni og margt af því er rétt en mér finnst þú bara einblína á svörtu punktana í Tetra kerfinu, vilt ekki sjá ljósið. Tetra er að virka.
Kv. Axel Sig…
16.12.2007 at 20:19 #606892Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir nokkrum staðreyndum um TETRA. Tetra er fjarskiptakerfi sem er hugsað fyrir marga ólíka viðbragðsaðila og er frábært sem slíkt.Það veitir möguleika á að vera með eitt fjarskiptakerfi sem ólíkir viðbragðsaðilar geta notað sem einkakerfi, en í stórum aðgerðum er hægt að tengja þá saman svo menn geti starfað sem ein heild.
Ég get ekki skilið hvað þetta þarf að vera svona mikið hitamál fyrir meðlimi 4×4, ég hélt að það væri ekki verið að neyða menn til að kaupa sér tetra heldur er verið að opna möguleika fyrir menn að bæta við sig græjum og fjölga fjarskiptamöguleikum.Það getur verið að það henti ekki fyrir alla að hafa tetra,sumir ferðast frekar á þeim svæðum sem samband er gott en aðrir ekki.En eitt er mikilvægt fyrir menn að gera sér grein fyrir er að vanti menn síma þá kaupa menn sér ekki tetra,frekar en vanti menn myndavél þá kaupi menn sér GSM með myndavél í,menn fá sér auðvitað bara myndavél.
Tetra er TALSTÖÐVAR kerfi með símamöguleika og er góð viðbót við þau fjarskiptakerfi sem fyrir eru en er ekki ætlað til að leysa neitt þeirra af hólmi.
Ps.Ég var reyndar frekar hissa á að tetra væri opnað með þessum hætti fyrir almenning því í tetra var mokað opinberu fé því þetta var og er hugsað fyrir viðbragðaðila en núna er þetta kerfi komið í óbeina samkeppni við einkarekin fyrirtæki.En það er nú bara mín skoðun (",)
16.12.2007 at 20:52 #606894Þetta er nokkuð áhugaverður þráður, en ég hef á tilfinningunni að ég hafi misst af einhverju.
Samkvæmt mínum skilningi eru menn að ræða um 3 meginflokka samskipta.
1. HF-stöðvar, sem geta notað jarðbylgju ef tíðnin er t.d. 2790 kHz eða um 3500 kHz (amatörtíðnir).
2. VHF og UHF fjarskipti við gerfihnetti. T.d. Iridium. Nálægt 100% dekkun á landinu og oftast stutt leið til að komast úr skuggasvæðum.
3. Öll hin fjarskiptakerfin byggjast á samskiptum við jarðstöðvar með bylgjum sem einungis berast í sjónlínu. Þau eiga það sameiginlegt að til að ná góðri dekkun þarf að koma upp dýrum mannvirkjum á mörgum stöðum, fjallatoppum og slíkum stöðum þar sem dýrt er að byggja og reka fjarskiptamannvirki. Því er augljóst að dekkun hvers kerfis fyrir sig ræðst af fjölda og staðsetningu fjarskiptastöðvanna.Á sérhverjum stað þar sem rekin verður fjarskiptastöð t.d. fyrir Tetra eða CDMA myndi tiltölulega lítill viðbótarkostnaður fylgja því að hafa þar einnig GSM samskiptamastur. Setja mætti kvöð á að hverri slíkri fjarskiptastöð fylgi GSM eining, en þá yrði staðan sú að hvenær sem þú ert á stað sem á annað borð næst samband á CDMA eða Tetra tækjum o.s.frv. þá næst það líka á GSM símann þinn.
Er ekki málið dautt eða er ég að misskilja eitthvað ?
Ágúst
16.12.2007 at 21:44 #606896þetta eru allt góðar og gildar pælingar.
Hversu margir sendar eru á höfuðborgarsvæðinu, jú þeir eru ansi margir og þess vegna virkar þetta svona ja þetta sleppur. Hversu margir sendar verða til dæmis í kringum langjökul, þeir verða nefnilega ekki margir og það er bara þannig að þar er ansi oft sem talsverð trafik er á m.a langjökli bara svo menn pæli aðeins í því að þó þetta slekki kannski í byggð þá er ekki sjálfgefið að það virki upp á hálendi. Tryggvi minn þú verður nú að viðurkenna að ég náði nú að kynnda aðeins undir þér núna kúturinn minn og þú veist það líka innst inni að ég er hrekkjulómur mikill! og að sama skapi veist þú líka þó þér finnist ekki mikið till þess koma með það að það sé sjálfgefið að kerfi sem er hannað sem símkerfi virki betur en annað kerfi sem er hannað fyrir aðrar forsemdur, það eru bara öll rök sem mæla með því að sé eitt kerfi hannað fyri ákveðin hlut þá ætti það að virka betur en hitt sem ekki er beinlínis hannað fyrir þann hlut ekki satt….Axel það er spurning hvort ég fái Tryggva til að skrúfa Xenon í hausin á mér þá sé ég kannski þetta umtalaða ljós haha….
16.12.2007 at 21:52 #606898Meira að segja lítið tæknióður, gamall skarfur fór að skilja smá. – Nú er það svo, að margur maðurinn er að nota NMT sem síma í dag, án þess að vera að ferðast á fjöllum. Notendahópur kerfisins er sumsé allmiklu stærri og tekur til fleirri aðila en fjallaferðafólks. Ég geri mér í hugarlund að þessu CDMA2000/450 kerfi sé ætlað að veita svipaða þjónustu til nánast sama markhóps og NMT gerir í dag. – Ég hef spurt þá sem eru að nota Tetra nú þegar, þ.e.a.s. lögreglu, slökkvilið og mína gömlu félaga í björgunarsveitunum um Tetra og þeir láta vel af því með þau not í huga sem þeim er mikilvægast. Þeir leggja hinsvegar áherslu á að þetta sé ekki sími og ennfremur að almennur notandi yrði að gera sér að góðu að verða blokkaður út ef neyðarþjónustan þarf að nota kerfið. Það er fyrst og fremst ætlað til að þjóna þeim og þá hafa þeir forgang – að sjálfsögðu. Nú er það einnig svo með mörg okkar, að kostnaður skiptir máli. Við höfum sum takmörkuð fjárráð, þótt við höfum gaman af að ferðast en höfum ekki efni á að vera með allt það dýrasta og besta. Kannski er svarið einfaldlega það að hafi maður ekki ráð á öllum dýru græjunum, eigi maður að finna sér eitthvert annað sport, og vera ekki að troða sér inn á leiksviðið þar sem maður geti hvort eð er aldrei orðið fullgildur meðlimur?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.