This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir/sælar, ég er að skoða kaup á jepplingi fyrir vin og langaði að fá komment, reynslusögur og skoðanir. Er meðvitaður um að sjaldnast er um alvöru 4×4 drif að ræða og því víða málamiðlun. Á sjálfur X-trail 2003 sem ég er nokkuð ánægður með og af því sem ég hef séð þá er drifgeta hans með því besta (segjum skásta í þessum hópi) þegar review þessara bíla/flokks er skoðað – hann mætti hins vegar vera frískari.
Kaupramminn er eftirfarandi: Jepplingur sem er lipur í borgarumferð en ræður við léttar fjallaferðir að sumarlagi s.s. Þórsmörk og Landmannalaugar, verð ca. 1-1,5m, helstu candidatar: RAV4, X-Trail, CR-V, Tuscon (og mögulega Grand Vítara og Santa FE). Árgerðir 2000-2004…dísel/bensin bsk/ssk.
Pælingar varðandi s.s. veika punkta á þessum bílum þegar þeir eru farnir að eldast (drif/skiptingar/stóru dýru hlutirnir…)? Hversu djúpt er óhætta að fara með þá þegar farið er yfir ár(loftinntök…)? Önnur atriði?
Kv Gísli
You must be logged in to reply to this topic.