This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Vegna skoðunarskipta okkar um skoðunar kannanirnar þá væri skemmtilegt að velta þeim aðeins fyrir sér. Þær kannanir sem hafa veri hérna á síðunni hafa oft veri gagnrýndar af mikilli hörku og má vafalaust færa rök fyrir því að sum af þeim rökum eigi rétt á sér.
En þá verða þessi sömu menn einnig að átta sig á því, að þær eru þarna í tvennum tilgangi. Í fyrstalagi til skemmtunar líkt og á fjölmörgum öðrum síðum af svipaðri gerð og svo geta þær einnig nýst sem hjálpargagn, þeirra sem ætla að standa fyrir uppákomum á vegum klúbbsins. Það hefur t.d verið gert í fjölmörgum tilfellum og gefið ágætis raun.
Einnig hafa kannanir komið ágætlega út þar sem spurningar eru einfaldar og svarmöguleikar eru aðeins já eða nei. T,d þar sem spurt hvort menn væru á móti uppbyggðum hálendisvegum með veggjöldum, þar sem 86% voru á móti slíku. Úrtakið var þó ekki stórt, en ég á samt ekki von á því að það hefði breyst verulega þrátt fyrir að það hefði verið stærra. Þar sem þarna var hreinn meirihluti á móti þessum tiltekna gjörning. Svo það sem ég kannski tel best við þessar kannanir er það að þær geta skapað líflegar umræður á spjallinu og einungis það geri það að verkum að þær eiga rétt á sér.Einhverjir hafa mikið nöldrað yfir því hversu óvísindalegar þær eru, Þar er auðvita rétt. Við höfum einungis einn svarmöguleika og það eina sem við vitum um þá sem svara er það að þeir eru félagsmenn í 4×4 og þar með jeppakarlar í flestum tilfellum allavega.
Ég lendi oft í úrtaki Gallup og þar eru spurningarnar æði misjafnar, og lendir maður þar í því að svara akkurat þeim hlutum sem maður hefði síður vilja svar. T.d lenti ég í því að þurfa að svara fjölmörgum spurningum um Vodafon en ekki Símann. Ég á lítil viðskipti við Vodafon en hinsvegar mikil við Símann. Flest öllum spurningunum gat ég ekki svarað vegna en ef ég hefði verið spurður sömu spurninga um Símann þá hefði ég getað svarað þeim öllum. Þarna voru forsendur spurninganna það kjánalega uppbyggðar að ég fékk ekki að svara því sem ég vissi, heldur átti ég að svara því sem ég vissi ekki. Ég lenti í svipuðu dæmi með spurningar um bankakerfið. Þannig að ég sé ekki að því flóknari sem vísindin séu þá verði niðurstaðan endilega nákvæmari, heldur öfugt. Því til sönnunar má benda á skoðunarkannanir fyrir kosningar þar sem spurningarnar eru frekar einfaldar. Þar fást nokkuð áræðanlegar niðurstöður ( nema með einni undantekningu Framsóknarflokkurinn ) sem er sjálfsagt verðugt verkefni vísindamanna að velta fyrir sér.
En hvað um það endilega komið með spennandi hugmyndir af könnunum, sem við síðan gætu deilt um hvort væru fáránlegar eður ei og jafnvel þær gætu þess vegna fjallað um landsbyggðina því þeir eru jú einnig næstum því íslendingar.PS eiga vestfirðingar að fá að kjósa 3 í könnunum.
You must be logged in to reply to this topic.