This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Góðann daginn
Þannig er að ég er með landcruiser 60 týpuna og er nýbúinn að skipta fjöðrunum út fyrir loftpúða, og setja undir hann 38″ dekk. Bíllinn er náttúrulega allt annar í fjöðrun á eftir en sá hængur er á að hann skelfur svo mikið í stýri að hann er ókeyrandi milli 50 og 100 km hraða. Ég er búinn að gera ýmsar tilraunir með hann, t.d prufa önnur dekk og setja stífari fóðringar í þverstífu en allt kemur fyrir ekki, hann skelfur jafn mikið. Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hafi lent í svipuðu og þá hvernig þessu hafi verið reddað.
Allar ábendingar vel þegnar.Kv. TS
You must be logged in to reply to this topic.