Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skjálfti í patrol
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
12.07.2006 at 22:54 #198241
er með 96árg af patrol sem að fer að skjálfa að framan á 60 km hraða en hættir ef ég fer hraðar, er nýbuin að láta jafnvægisstilla dekkin, skipti um gúmmí í skástífunni, setti nújan stýrisdempara og stillti hjólabil. hann skalf líka á dekkjunum sem ég var með hann á fyrr í sumar. því spyr ég: hvað haldið þið að gæti verið að plaga blessaðan bílinn?
Kv Villi og fjallakofinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.07.2006 at 23:04 #556256
Ég er með 94 ágerð af Patrol og hann fór allur að titra og vera með læti þegar að ég fór í 70 km/kls hraða og yfir. Ég fór með bílin í Stál og stansa og þeir tóku fremra drifskaftið í gegn og jafnvægisstilltu það. Núna er bíllinn bara draumur einn fin engan víbring og það er allt annað að keyra bílinn.
12.07.2006 at 23:12 #556258ok , sennilega var þetta of vægt til orða tekið hjá mér
hann er að rífa í stýrið á fullu, ef hann er keyrður á 60 þá kastast hann til að framan það er fínasta rússíbanaferð að taka hring á honum
Kv Villi og fjallakofinn
12.07.2006 at 23:20 #556260Er þá ekki bara málið að fara með hann í tíbolí við Smáralind
12.07.2006 at 23:21 #556262ATH Legu, Spindilkúlu, stýrisenda osfrv
færa dekkið að aftan fram, til að útiloka dekkið.
getur mögulega verið laus Felgubolti ?
12.07.2006 at 23:27 #556264hann var líka með svona læti á dekkjunum sem ég var með undir honum en þó ekki svona mikil. er möguleiki að slöpp gúmmý í hásingarstífunum geti orsakað svona læti?
Kv Villi
12.07.2006 at 23:56 #556266Það sem er eftir að skoða sýnist mér er eins og þú segir fóðringar í stífunum tveimur, allir 4 stýrisendar og svo loks spindillegur og hjólalegur. Ég er í svipuðum málum skánaði við að skipta um þverstífufóðringar en samt er smá eftir, hinar fóðringarnar eru nýlegar hjá mér og sama með stýrisenda og stýrisdempara. Næsta skref eru spindillegur. Ef þú þarft að endurnýja spindillegur vil benda þér á að þú getur keypt kit frá ástralíu (ebay.com.au) sem er með spindillegum og nánast öllum pakkdósum á mjög góðu verði m.v. IH. Leitaðu að "GQ swivel hub kit".
-haffi
13.07.2006 at 00:01 #556268fyrir svörin, ætla í skúrinn í fyrramálið og ath spindillegurnar.
Kv Villi og fjallakofinn
13.07.2006 at 19:00 #556270Ég var að heyra í einum Patta eiganda sem var í sömu vandamálum og sá fór til Gunna Icekool sem er sagður vera búinn að leysa þessa patta veiki ég myndi tala við Gunna og sjá hvað hann segir !!
kv:Kalli Pattaveiki
13.07.2006 at 19:20 #556272skrítið að þetta skuli vera bara í sumum bílum, ég er búinn að eiga 2 stk og aldrei lent í svona, getur verið að þetta hafi eitthað með spindilhalla að segja, er ekki búið að síka spyrnur að framan í samræmi við hækkun.
13.07.2006 at 20:29 #556274að þú sért nýbúinn að setja aðrar felgur undir hann að framan? Er nýlega kominn á Patrol ’96 og þegar sumardekkin voru komin undir og jafnvægisstillt á nýkeyptum felgum undan öðrum bíl, þá skalf bíllinn eins og hundur af sundi.
Það sem ég ekki vissi og þeir á dekkjaverkstæðinu víst ekki heldur, er að inn við miðjuna á Patrol framfelgun er tekið úr felgunni fyrir hök á flangsinum. Felgur sem ekki eru með þessum úrtökum geta aldrei fallið rétt.
En sjálfsagt veistu þetta allt saman.
Kv.
Sverrir Kr.
13.07.2006 at 21:43 #556276þarna hittirðu vel á það… þetta er einmitt hlutur sem ekki allir fatta að það passa ekki allar felgur á patrol… þó þær séu 6 gata að þá er miðjan í patrolnum öðruvísi en á toyotu tildæmis, sumir hafa verið að keyra með felgur sem ekki passa og nota spacera á milli … það er bara til vandræða… þarna gæti legið lausn að skjálftavandamáli hjá nokkrum allavegana…
13.07.2006 at 22:27 #556278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég myndi tala við ljónsstaðarbræður, þeir hafa verið að setja stífari fóðringar í þverstífuna með mjög góðum árangri, þekki einn sem lét gera þetta og allur skjálfti hvarf, mig minnir að hann hafi borgað um 30 þús fyrir þetta.
Kv Finnsi
13.07.2006 at 22:55 #556280þakka góðar ábendingar en lausnin hefur litið dagsinns ljós. ég keypti mickey thompson 38.5 tommu eftir að ég setti auglýsingu herna og sá sem seldi mér þau fullyrti að þau væru í góðu lagi.ég vildi bara ekki trúa að það væri vírslitið dekk og prófaði þess vegna allt áður en ég fór að rótera dekkjunum, fór svo að víxla dekkjum áðan og viti menn, hann fór að dilla rassgatinu og hætti þessum látum að framan.
Kv Villi og Fjallakofinn
13.07.2006 at 23:06 #556282Smá punktur…. Eru 38.5" MT dekkinn ekki örugglega diagonal en ekki radial… ef svo er er hæpið að þau séu vírslitinn.
13.07.2006 at 23:16 #556284að svo sé en samt sem áður er eitt dekk alveg úti á þekju sem segir mér að það sé skemmt , er samt nýbúin að láta ballansera þau
Kv villi
14.07.2006 at 07:34 #556286Þetta segir manni að maður á alltaf skoða vel þegar verið er að ballansera dekkinn, skoða hvort hopp er í dekkjunum og einnig hvort þau séu að dyngla til hliðar í ballansst vélinni. Sveinlaugur hjá nýbarða lætur nú ekki svona fara framhjá sér án þess að láta eiganda vita og einnig hef ég trú á þeim hjá Heklu niður við sundahöfn en þar er hægt að stilla felgu og dekk saman þannig að það þurfi sem minnst af blýi á felguna, sniðug græja þar á ferð.
14.07.2006 at 09:28 #556288já ætla að fara á annað verkstæði og prófa að láta ballansera þau, leist ekki alveg á þegar það var gert um daginn, ég hélt að það væri best að ballansera dekk við mikinn hraða en á þessu verkstæði silaðist dekkið áfram í ballanseringargræjunni
Kv Villi
14.07.2006 at 11:02 #556290Hraðinn á vélinni skiptir engu máli, hún les bara úr þessu miðað við x hraða. Dekkið er alltaf jafn vitlaust, sama á hvaða hraða það er, bara finnst ekki upp í stýri nema á vissri ferð:O)
14.07.2006 at 13:02 #556292fór með tvö nýballanseruð dekkinn(voru ballanseruð í moso bak við olís) í nýbarða í garðabæ og það vantaði ekki nema 140 g annarsvegar og 45 hinsvegar á annað dekkið, hitt var skömminni skárra en vantaði samt á það
Kv Villi
14.07.2006 at 13:18 #556294var að keyra jeppann eftir það
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.