Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skjálftaveiki
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.10.2006 at 08:41 #198672
Var að kaupa mér Patrol um daginn og hann byrjaði að taka upp á því að hristast svakalega á hraðanum 65-75 en fínn þar fyrir ofann og undir, ég skipti um stýrisdempara setti nýjan en hann versnaði bara við það,ég athugaði líka hvort það væri slag á hjólunum en svo var ekki. Veit einhver hvað er hægt að gera. Setja kannski sterkari sýrisdempara?
Með fyrirfram þökk. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2006 at 08:43 #562560
Ég lenti í þessu sama á mínum bíl og það hvarf er ég setti ný dekk undir.
Klakinn
06.10.2006 at 08:45 #562562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef alltaf haldið að maður ætti nú að geta keyrt bílinn skjálftalausan án stýrisdempara, því annars væri eitthvað vitlaust upp sett, svo væri demparinn bara til að hlífa stírismaskínu fyrir snöggum höggum, gæti ekki verið eitthvvað að þá í uppsetningu á stýrisbúnaði, of mikill halli á togstöng eða eitthvað á þann veginn?
06.10.2006 at 08:56 #562564Mér skilst að jeppaveiki geti m.a. stafað af sliti í spindilkúlum/legum/fóðringum, sliti í fóðringum á þverstífu, hjólalegum eða stýrisendum. Lélegar festingar fyrir stýrisvél eða þverstífu gætu líka komið við sögu.
Ég er sammála Andra varðandi stýrisdemparann, í síðustu skoðun fékk ég athugasemd um að stýrisdempari læki, ég reif hann úr og keyrði við allskonar aðstæður án dempara. Ég fann einu sinni fyrir lítlsháttar skjálfta, það var í mjúkri beyju á malbiki á c.a. 60 km hraða. Til að losna við tuð í enduskoðun fann ég dempara á partasölu og setti undir, án þess að verða var við breytingu, þó hef ég ekki orðið var þennan óverulega skjálfta síðan.
-Einar
06.10.2006 at 09:38 #562566þetta er allt rétt sem að framan er nefnt en algengast er held ég að fóðringar í hliðarstífum valdi þessu. Eik er með klofið stýri í bílnum sýnum en patról er með heilli millibilstöng það er ekki hægt að bera það saman. Megin reglan í þessu er að klofin stýri þurfa ekki stýrisdempara en stýri með millibilstöng eru ekki nothæf nema með honum því á þessi saga eik ekki við um patról nema að mixað hafi verið í hann klofið stýri.
Guðmundur
06.10.2006 at 09:50 #562568
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er ekkert mál, þú þarft bara að átta þig á því að orsökin getur verið á afturásnum líka en ekki eingöngu framásnum. Ganga síðan vel og vandlega úr skugga um að:
– Að öll fjögur dekkin séu óskemmd og nokkuð vel hringlaga, (fá jafnvel að prófa annan gang sem hefur reynst í lagi).
– Að allar fjórar felgurnar séu óskemmdar og engin skekkja eða kast og þær rétt hertar.
– Öll fóðringagúmmí í fram og aftur stífum séu í lagi og þá sérstaklega í skástífunum (panhard rod).
– Allar hjólalegur séu í lagi.
– Allir stýris endar og séu í góðu lagi og ekkert óþarfa slag í stýrismaskínu.
– Þú sért með stýrisdempara í lagi og yfirstærð ef bíllinn er á yfirstærð af dekkjum.
– Að Patrolinn sé rétt hjólastilltur.
– Spindillegur séu í lagi einnig rétt og jafnt stilltar báðu megin (hægri, vinstri).
– Spindil halli (Caster) sé að minnstakosti 2 gráður, helst aðeins meira (6 gr.).Ég er ábyggilega að gleyma einhverju og endurtaka eitthvað sem búið er að nefna hér að ofan.
Ég er á því að oft er þetta fleira en eitt atriði sem veldur þessu og algengast að það sem kemur skjálftanum af stað séu skökk dekk og/eða felgur, síðan nær sveiflan að vaxa og dafna í ofangreindu krami. Mikilvægt að laga þetta sem fyrst því þetta eru annsi mikil átök sem eru í gangi, átök sem skemma út frá sér.ÓE
06.10.2006 at 11:14 #562570hjá mér grandinn, og skipti ég um ónýtan stýrisdemp. og trac bar stöng, lagaaðist aðeins en varð ekki góður fyrren ég víxlaði fram og afturdekkjum og hjólastillti að framan. Hann var pínu innskeifur. Það var í lagi með allar legur og spindilkúlur, fór uppí Frumherja og fékk hjá þeim bilanaskoðun og þeir fundu út að demp.,tracbarst., og hjólabil væri ekki í lagi. Bilanask. kr.- 2600.-
kv.svabbi
06.10.2006 at 13:55 #562572Minn byrjaði að skjálfa eftir að ég setti hann á 35" dekk. Ég fór með hann á Gúmmívinnustofuna á Réttarhálsi hjá Ása og þar var mælt og ballanseruð felgan síðan aftur með dekkinu á. Þeir fundu út að felgan sat vitlaust á náinu þar sem náið á patrol er 110mm en 108mm á flest öllum öðrum. Þess vegna hafa menn látið renna af náunum að framan. Til að redda mér settu þeir spacer á milli felgu og nás og breyttist bíllinn við það. Þú skalt bara fara og tala við þá enda þaulvanir menn að störfum.
Bkv.
Magnús G
R-2136
06.10.2006 at 14:32 #562574Ég legg eindregið til að þú skiptir um skástífufóðringar að framan áður en lengra er haldið. Þær eru ódýrar og flótlegt að skipta um þær og skáni hann ekki ertu þó með nýjar fóðringar. Þetta er ansi oft skaðvaldur í bílum, minn hætti að skjálfa undir eins og ég skipti.
Hjölli.
06.10.2006 at 15:21 #562576Svo getur líka skipt máli að ef dekkin eru micro skorin og búið að aka á þeim áður hvernig þau snúa…
06.10.2006 at 20:12 #562578ég skipti um fóðringar í stífunum, og þá lagaðist svona hristingur hjá mér, en hann var aftur í bílnum en ekki að framan.
07.10.2006 at 01:06 #562580Ég hef lent í þessum vanda sjálfur og er búinn að fara í gegnum alt þetta prógram sem undan er talið, skipt um þver stífu gúmí og setja stífari. ath spindil halla, ath hjólalegur, og færa stírisdempara festingu úr þverstífu í grind, setja nýjan stírisdempara og blabla. og allt kom fyrir ekki og á endanum fékk ég lánuð ný dekk á felgum og setti undir og bíllin hann varð eins og nýr. Partol er með lítinn spíndil halla og er þar með mjög við kvæmur fyrir lélegum dekkjum.
07.10.2006 at 01:31 #562582Ég sagði þetta.
Klakinn.Var búinn að ganga í gegnm pakkann
07.10.2006 at 17:25 #562584Það er eitt sem hefur ekki verið nefnt í þessum þræði og er möguleiki á því hvort efri þverstífufestingin að framan sé sprungin ég lenti í þessu og það var bara komin þreyta í suðuna vegna þess að það var búið að lengja festinguna. Við suðum hana bara fasta aftur og styrktum hana þá var hann mjög fínn á eftir
07.10.2006 at 23:03 #562586Það er gott að fá að vita að það þurfi líka að vera í lagi að aftan, ég held að ég sé búinn að laga allt að framan allveganna 2svar án fullnægjandi árangurs!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.