FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

skjálfandafljót

by AGNAR E JÓNSSON

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › skjálfandafljót

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.09.2003 at 09:45 #192879
    Profile photo of AGNAR E JÓNSSON
    AGNAR E JÓNSSON
    Participant

    sælir félagar.
    á ferðalagi í sumar komst ég í þann flotta skála í réttartorfu.þar sáum við í blaði (MAN BARA EKKI HVAÐ BLAÐIÐ HÉT)grein þar sem fjallað var um vatnsmagn í skjálfandafljóti.var þar talið að vatni hafi verið veitt úr skjalfandafljóti í þjórsá. fróðlegt væri að heyra meira um þetta hvort þetta sé rétt og hvernig þetta hafi verið gert.
    kveðja agnar

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 17.09.2003 at 10:03 #476468
    Profile photo of Bjarni Ingibergsson
    Bjarni Ingibergsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 60

    Já þetta er rétt! Var á ferð í Vonarskarði í sumar og má þar greinilega sjá varnargarða sem hefur verið ýtt upp til að beina vatni til suðurs sem áður hefur runnið til norðurs. Á kafla liggur vegarslóðinn upp á þessum görðum.
    En á ekki Landsvirkjun hálendið og vatnið sem því tilheyrir, allavega þá virðist svo vera af framkomu þeirra að dæma!





    17.09.2003 at 11:02 #476470
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Sælir,

    Um 1980 var þessi garður gerður og átti með því að færa Rauðána í Köldukvísl, áin neitaði þessu og ruddi sig til norðurs eins og hún rennur í dag, Rauðáin rennur svo í Skjáfandafljót þar norðan við Tindafell.

    Þetta var á þeim tímum sem menn hugsuðu ekki eins mikið um umhverfismál og gert er í dag, það að færa til vatnaskil er eitt af því viðkvæmasta sem menn gera við hálendið og vatnsföllin og ætti ekki gera það nema að vandlega athuguðu máli.

    Ég hringdi í Smára Sig til að rifja þetta upp.

    mbk. Mundi





    17.09.2003 at 11:11 #476472
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þessir varnargarðar sem verið er að ræða um, eru væntanlega garðarnir sem ruddir voru rétt uppúr 1980 sennilega 1984.
    Þá var gerð einhverskonar tilraun til að veita Rauða til suðurs í stað þess að renna í Skjálfandafljót. Þetta var gert á þeim árum þegar ekki þurfti að spyrja hvort eitthvað mætti eða mætti ekki. Það einfaldlega birtust þarna jarðýtur og hófust handa. Einhverja hluta vegna var þessu verki ekki haldið áfram. Hvort það var Rauðáin sem hafði betur eða mönnum leist ekkert á, veit ég ekki.

    Í sumar hefur verið mikil umferð um Vonarskarð, flestir hafa farið yfir Rauðá við varnargarðinn rétt undir rótum Gjóstuklifsins. Í "venjulegur" árferði þegar snjóalög eru eðlileg og blautt í Vonarskarði frameftir sumri er oftar en ekki ófært að fara þar yfir ánna vegna sandbleytu og þarf því að fara á grjótunm ofar í ánni.

    Tvö síðast liðin sumur hafa verið sérstök hvað þetta varðar, enda með endemum snjólaust að vetri og þurrt og gott á flæðunum.. Það eru ekki heldur mörg ár síðan að brekkan upp Gjóstuklifið var hálf illfær en nú er kominn þar þokkaleg slóð fær öllum jeppum. Enda eru menn farnir að fara þarna um með tjaldvagna. Það eru ekki nema í mestalagi 10 ár síðan við vorum að spila okkur upp brekkkuna.

    kv
    Smári Sig





    17.09.2003 at 19:54 #476474
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þessar áætlanir um flutning Skjálfandafljóts, eða öllu heldur upptakakvísla þess, eru ekki þær einu, sem LV hefur haft á prjónunum. Meðal annars eru þeir að ég held með leyfi frá því fyrir lögin um mat á umhverfisáhrifum um að flytja s.n. Jökulsá vestri, sem fellur hér ofan í Skagafjörð, vestur um Eyvindarstaðaheiði og í Blöndulónið. Hina Jökulsána, þá austari,(eins og þeir segja hér) voru þeir búnir að ætla sér að flytja suður yfir og í Þjórsá, til að auka vatnsmegin hennar og afkastagetu. Þetta var bara til á einhverjum teikniborðum það best ég veit. Hinsvegar var búið að frumhanna tvær virkjanir í þessum sprænum hér ofan í byggð, aðra kennda við Villinganes og er fremur lítil virkjun, en hina ofar, kennda við Skatastaði, og til muna stærri. Þá voru þeir aftur á móti með hugmyndir um að flytja vestari ána í miðlunarlón Skatastaðavirkjunar. Íslendingar eru nefnilega svo stórhuga, eða þannig!





    18.09.2003 at 10:20 #476476
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Og talandi um vatnaflutninga þá er náttúrulega ein hugmynd núna í umræðunni, nefnilega að flytja Skaftá yfir í Tungnaá um Langasjó og er það kostur sem hefur fengið góða einkunn varðandi umhverfisáhrif. Helst Hjölli sem hefur verið að benda á að þetta geti verið vafasamt á þeim forsendum að þarna sé verið að flytja vatn milli vatnakerfa og engar rannsóknir verið gerðar á áhrifum þess. Auk þess myndi þetta breyta lit og útliti Langasjós verulega. Hins vegar hefur Landgræðslan mælt með þessu á þeim forsendum að þetta myndi koma í veg fyrir það tjón á gróðursvæðum sem hlaup í Skaftá valda.

    Það er ekkert einfalt í þessu!

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.