This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Þór Björgvinsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Langaði að athuga hvort að hérna inni væri einhver annar Pajero eigandi sem gæti sagt mér hvað væri að eða bent mér í rétta átt.
Ég á 98 árgerð af beinskiptum, stuttum Pajero með 2.5TD. Kúplingin fór hjá mér um jólin (lykt og snuðaði) og var svo skipt um hana núna fljótlega eftir áramót. Sú vinna var gerð á verkstæði og virkar kúplingin fínt.
Ég hef hinsvegar lent í því núna eftir að það byrjaði að frysta að ef ég skil bílinn eftir á kvöldin í 4WD að það er engin leið fyrir mig að koma bílnum í gírana. Ég kem í bílinn, kúpla, tek úr gír, starta, reyni að setja í gír til að koma mér úr stæðinu en það er ekki nein leið fyrir mig að koma honum í gír. Ég þarf að drepa á bílnum og þá kem ég honum í gír. Ég keyri svo af stað og prófa að taka úr 4WD en allt kemur fyrir ekki, ég þarf jötunskraft til að koma bílnum í gíra þegar ég næ því. Svo eftir að hafa snúið við aftur heim, þá legg ég honum í 2WD, fer inn í 5mín og kem út aftur og þá er einsog ekkert hafi gerst og ég kem honum í alla gíra.
Getur verið að þetta hafi eitthvað að gera með gírkassaolíuna eða er þetta vísir á stærra vesen? Er þegar búinn að fara með hann á verkstæðið aftur en þeir eru ekkert vissir hvað þetta gæti verið.
You must be logged in to reply to this topic.