FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skiptabakki við Hofsjökul

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Skiptabakki við Hofsjökul

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sverrir Kr. Bjarnason Sverrir Kr. Bjarnason 21 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.07.2003 at 22:26 #192758
    Profile photo of
    Anonymous

    Vorum að koma úr mjög svo skemmtilegri 2ja daga jeppaferð þar sem við fjölskyldan keyrðum upp að Hofsjökli og gistum í Ingólfsskála norðan við jaðar Hofsjökuls. Leiðin var farin upp úr Skagafirði, upp að Hofsjökli og þaðan til Laugerfells og niður í Eyjafjörð.

    Til vesturs við Ingólfsskála er illvíg jökulsá sem var algerlega ófær. Í dagbók skálans höfðu allnokkrir komið frá Hveravöllum um Skiptabakka. Veit einhver hér hvaða leið þetta er?

    Skiptabakki er ekki nefndur á þeim ferðakortum sem við vorum með í bílnum og kemur ekki upp á þeim kortum sem ég hef skoðað.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 30.07.2003 at 23:02 #475184
    Profile photo of Grétar G. Ingvarsson
    Grétar G. Ingvarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 184

    Sæll
    Skiptabakki er sunnarlega á Goðdalafjalli í Skagafirði. Farðu á Deildir hérna á forsíðunni og veldu Skagafjarðardeild og skoðaðu þar tenglana Skálinn og GPS.

    Kveðja,
    Grétar





    01.08.2003 at 13:09 #475186
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Deildin hér í Skagafirði á og rekur Skiptabakkaskálann. Upphaflega var skálinn byggður sem gangnamannaskýli, en sveitarfélögin, sem áttu hann, seldu deildinni húsið, sem hefur verið algjörlega endurbyggt og er nú nánast óþekkjanlegt frá því þegar þetta var skýli fyrir gangnamenn.
    Á heimasíðu deildarinnar má sjá flest um skálann, staðsetningu og aðkomuleiðir.
    Ef menn koma frá Hveravöllum, er talsverður krókur út að Skiptabakka, þannig að menn koma nú ekki algjörlega beina leið þarna í milli, en allt er hægt og einkum að vetri til!
    Nú, en eins og vanir menn í 4×4 þekkja, þá er þessi leið milli Kjalvegar og Ingólfsskála, ein af þeim örfáu á hálendinu, þar sem allar ár eru óbrúaðar og leiðirnar líkar því sem flestar hálendisleiðir voru fyrr á árum. Upptakakvíslar Vestari-Jökulsár eru oft illfærar yfir mesta leysingartíma jökulsins, en það fer þó að sjálfsögðu eftir veðráttu og einnig vetrarákomu. Hún var með meira móti í vetur skv. uppl. frá dr. Oddi Sigurðssyni, jarðeðlisfræðingi á Orkustofnun, sem veit manna mest um Hofsjökul, og er þá ekki hallað á neinn þótt það sé fullyrt. Kvíslin næst Ingólfsskála, sem kemur úr Austari – Krók, austan Krókafells (ekki KrókáRfells eins og stendur á sumum kortum) kalla sumir heimamanna Skálakvísl. Stundum er hún stígvélatæk heilu sumrin, en önnur ófær öllum farartækjum. Odd grunar að ýmsar breytingar eigi sér stað undir jöklinum, (í eða við öskjuna undir jökulhvelinu í NV-verðum jöklinum) sem orsaka þetta, en ég mæli með að menn leiti til hans um upplýsingar um þá hluti. Svonefndar Miðkvíslar er svo vestan Krókafells og draga sig þar saman á aurum milli fellsins og Eyfirðingahóla, móbergshryggjar sem liggur þarna í NNV frá jöklinum. Í úrkomutíð og yfir leysingatímann eru Miðkvíslar oft illvígar og nær ófærar smærri bílum. Vestur í hólunum liðast svo lítil kvísl, Vesturkvísl, sem rennur ekki saman við aðalána fyrr en rétt norðan Skiptabakka. Nú, þarna vestur af eru svo margar kvíslar, nefni sem dæmi Ströngukvísl, Herjólfslæk, Svörtukvísl og Eyfirðingakvísl, sem eru allar jökulvötn og falla til Blöndu, auk nokkurra bergvatnskvísla. Svartakvísl hefur verið sérstaklega leiðinleg hin síðari ár, einkum eftir að hlaup varð í henni fyrir um það bil áratug eða svo. En eftir að kemur fram í september/október fer að minnka í þessum ám öllum, nema þegar úrkomusælt er, þá geta þær verið leiðinlegar yfirferðar fram eftir öllu. Blanda sjálf er oftast nær skárst yfirferðar. Vaðið austan Rjúpnafells er að vísu grýtt, en botn traustur. Sama má í raun segja um vaðið á henni sunnan ósa Seyðisár. Það getur að sönnu verið ansi djúpt, en vel búnir jeppar þurfa ekki að lenda í vanda þarna.
    Læt þetta duga í bili – enda orðið alltof langt.
    kv.
    ólsarinn.





    04.08.2003 at 09:05 #475188
    Profile photo of Sverrir Kr. Bjarnason
    Sverrir Kr. Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 172

    Bestu þakkir til ólsarans fyrir þetta greinargóða yfirlit um vatnsföllin milli Ingólfsskála og Hveravalla. Það er mikils virði að fá svona upplýsingar frá manni sem augljóslega þekkir vel til á þessu svæði. Endurtek: Bestu þakkir. Og þetta var ekkert of langt!
    Sverrir Kr.





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.