Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Skilmálar á f4x4.is
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2006 at 17:15 #197332
AnonymousHvað finnst mönnum um þessa nýju skilmála sem vefnefndin er búin að púsla saman, haldið þið að reglurnar bæti vefinn eða ekki.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2006 at 17:21 #542920
Skref í rétta átt að mínu mati og auðveldar að taka á málum.
Klakinn
16.02.2006 at 17:32 #542922þessar reglur eru góðar og sjálfsagðar en eitt sló mig svolítið það er að allt efni sem að maður setur inn sé eign klúbbsins!!!! hvað með myndir sem að settar eru inn.?????
kv. Kalli myndasmiður
16.02.2006 at 17:40 #542924Það er hæpið að klúbburinn geti eignað sér myndir notenda samkvæmt lögum um höfundarrétt, en klúbburinn ætti samkvæmt öllum lögum og reglum að geta ráðstafað þeim myndum sem eru settar inn í eigin þágu með samþykki höfunda, en með því að setja myndirnar inn er viðkomandi jafnframt að samþykkja ráðstöfunnarrétt klúbbsins.
Þetta er í það minnsta mín skilgreining á lögunum, en það væri samt gott ef Soffía gæti skoðað þau mál á lögfræðilegum grundvelli.
16.02.2006 at 17:48 #542926En þessi 14. liður er að mínu mati ekki réttmætur – Ég tel að allt efni sem ég læt frá mér hvort sem það er ritmál, myndefni eða annað sé mín eign. Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja að Klúbburinn eða nokkur annar geti birt mín skrif eða myndir hvar sem honum dettur í hug án míns samþykkis.
Eru þessir skilmálar orðnir að gildandi reglum frá og með birtingu þeirra ?
Benni
16.02.2006 at 17:58 #542928Mér finnst þessar reglur vera besta mál. Ég er þó sammála Benna með 14. liðinn.
16.02.2006 at 18:12 #542930Hvenær tóku þessir skilmálar gildi? Á ég að vera búinn að samþykkja þetta?
Það er nefnilega þannig, að í nýjasta tölublaði Setursins var notuð mynd sem ég Á. Reyndar er hún hérna á síðunni (https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 3949/26442) en þessir skilmálar voru ekki til þá, er það?
Ég er ekkki alveg sáttur með þetta vegna þess að mér finnst að það hefði átt að hafa samband við mig. Það var meira að segja notaður sami texti undir myndina. Að sjálfsögðu hefði ég sagt já ef ég hefði verið spurður.En fyrst ég er byrjaður að rausa svona hvað var eiginlega málið með greinina um gemlingaferðina? Allar myndirnar nema þessi voru úr hinni nýliðaferðinni sem var helgina eftir!
Mér finnst þetta lélegt. Það er spurning hvort þetta skáni þegar Setrið fer að koma sjaldnar út…kv. Kristinn
16.02.2006 at 18:37 #542932
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá pæling:
Þegar aðili setur inn t.d. myndir á vefsíðu eins og þessa, sem er opin öllum, er þá ekki sjálfgefið að allir megi nota efnið að vild? Eða.. Ef Klúbburinn eignast sjálfkrafa efnið sem er birt hér, ber hann þá ekki ábyrgð á því líka?Eins og ég sagði, bara pælingar…
16.02.2006 at 19:22 #542934;
16.02.2006 at 19:25 #5429364 liður mætti vera númer 13,en ég samþykki ekki 14 lið.Samt sem áður held ég að menn og konur hræðist vefinn meir en áður ef allt á að vera eftir Bókstafinum
Kv-Jóhannes
16.02.2006 at 19:28 #542938er að mínu áliti tóm vitleysa. Klúbburinn getur ekki átt allt efni sem á vefinn fer, en samt ekki borið neina ábyrgð á því og vísað henni á þann sem setti efnið inn. Það er ekki hægt að éta kökuna og eiga hana.
Ég skil ekki til hvers þessi grein er sett þarna.
Á síðunni er smávegis af upplýsingum um klúbbinn og fréttum og þar sem það er fólk á vegum stjórnar sem setur það inn er eign klúbbsins á því efni sjálfgefin.
Í annan stað er spjallið, sem engin eign er í og stjórnin vill ekki bera ábyrgð á, en hlýtur að gera það ef það er eign hennar.
Í þriðja lagi eru myndir sem félagar hafa sett inn. Ég sé því ekki betur en þessi grein sé sett til að slá eign klúbbsins á myndirnar, en í því hlýtur þá að felast að klúbburinn eigi "kópírætinn" og þeim sem settu myndirnar inn þar með ekki heimilt að birta þær nema með samþykki hans! Á hvaða annan hátt getur klúbburinn "átt" myndirnar í safninu?
16.02.2006 at 19:47 #542940ég verð að taka undir þetta hjá honum kristinni hvað er málið með að sagan um gemlinga ferðina að allar myndirnar nema einn er úr trúða ferðinni????????????? ótrúlegt að eingin hafi bent á þetta hér á vefnum nema hann
16.02.2006 at 20:45 #542942Ég er búinn að leggja það til að 14. greinin verði tekin til endurskoðunnar, enda óvíst að hún standist lög.
Klúbburinn getur ekki eignað sér efni á þennan hátt þar sem myndir eru höfundarréttarvarðar eins og ég kom inn á hér ofar.
16.02.2006 at 20:51 #542944Sælir.
Var að rýna skilmálana og við fyrstu sýn þá legg ég eftirfarandi fram.
Ath: þursar verði menn eins og aðrir.
Annars eftirfarandi:
1. Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á vefsvæði Ferðaklúbbsins 4×4, f4x4.is.
2. Skilmálarnir geta breyst án fyrirvara ef þörf þykir.
3. Notkun vefsvæðisins skal vera í samræmi við hlutverk klúbbsins eins og það er skilgreint í lögum hans.
4. Notendur skulu gefa upp rétt nafn og kennitölu við nýskráningu. Skráningum sem ekki uppfylla þetta skilyrði verður tafarlaust eytt.
5. Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána öðrum aðgangsorð sitt, nota kennitölu eða félagsnúmer annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn sem tilheyra öðrum.
6. Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða reyna að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á búnaði eða gögnum. Ferðaklúbburinn 4×4 ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að valda.
7. Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þeir sem hafa það eina markmiði, að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir og mun þeim verða meinaður aðgangur að síðunni í skemmri eða lengri tíma. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 í samráði við vefnefnd metur það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að misbeita frelsi sínu eður ei.
8. Notendum skal vera ljóst að þeir bera sjálfir persónulega ábyrgð á öllu sem þeir skrifa eða senda á vefinn. Þeir skulu því haga notkun sinni á vefnum með þeim hætti að ekki sé brotið á friðhelgi persónu né einkalífi annarra. Vefnefnd mun fjarlægja slík skrif án nokkurs fyrirvara.
9. Óheimilt er að nota upplýsingar af vefsvæðinu til að senda óumbeðnar fjöldasendingar.
10. Auglýsingar frá notendum skulu vera á auglýsingasvæði, ekki í myndasafni eða spjalli. Fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á vefsvæðinu nema gegn greiðslu.
11. Óheimilt er að birta efni á f4x4.is sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni.
12. Forsvarsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 munu eftir fremsta megni reyna að tryggja öryggi þeirra gagna sem geymd eru á vefsvæðinu. Klúbburinn ber þó ekki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast af notkun vefsvæðisins eða ef vefsvæðið er ekki aðgengilegt af einhverjum ástæðum. Einnig ber klúbburinn ekki ábyrgð á gögnum sem geymd eru á búnaði vefsvæðisins ef þau tapast eða skemmast.
13. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til að ráðstafa efni því sem fram kemur á spjallvef og í myndaalbúmi í algjöru samráði við höfunda.
14. Brot á skilmálum þessum getur valdið tafarlausri brottvikningu af vefsvæði klúbbsins.Kveðja.
Elli.
16.02.2006 at 21:46 #542946Gott skref hjá stjórn og vefnefnd. Skilmálarnir eiga eflaust eftir að slípast til. En mjög þarft skref. Til hamingju 4X4.
16.02.2006 at 22:00 #542948Eignaréttur á myndum á vefsvæðinu nær ekki yfir höfundarrétt á myndum. Þetta er svipað og þegar þú kaupir hús, þú átt húsið en arkitektinn á ennþá höfundarréttinn að því og þú mátt ekki breyta því nema í samráði við hann.
Það mætti trúlega orða þessa grein skýrar…
–
Bjarni G.
Vefnefnd
16.02.2006 at 22:13 #542950Ég er sammála með grein 14, hana mætti orða og afmarka betur. Það er hæpið að svona víðtækt afsal réttinda muni standast ef á reynir.
Það væri etv hægt að útfæra þetta þannig að að með því að setja myndir inn í myndasafn f4x4.is gefi eigendur myndanna félaginu rétt til að nota myndirnar á einhvern takmarkaðan hátt. Dæmi um svona leyfi væri til dæmis [url=http://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.5/:2nuctgqo]CC:by-nc-nd[/url:2nuctgqo]. Þá gæti félagið til dæmis notað myndirnar óbreyttar, í kynningarskyni með því að eigna höfundi myndina.
Kveðja
Tryggvi A-898
16.02.2006 at 22:54 #542952Góðar ábendingar með 14. greinina, það er ljóst að hana þarf að laga eitthvað. Ég held að vefnefndin sé á fullu að vinna í að laga hana til þannig að hún þjóni hlutverki sínu án þess að ganga óeðlilega á höfundarétt manna.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.