Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skemmtilegar vélar :-)
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.08.2005 at 20:58 #196181
Hvaða vélar eru léttar, aflmiklar, eyðslugrannar og kosta ekki, né bila mikið?
Ég er svona smá að velta þessu fyrir mér, er með 4runner sem mig langar til að leikar mér soldið með.
Hvað segja menn um stórar Bens vélar eða 6.2 GMC? eða er til einhverjar V6 dísel, annað en úr Oldsmobil?
Atli E. (sem langar í smá æfintýri aftur:-)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.08.2005 at 21:17 #525966
þetta var á ebay.com
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/2003-Env … dZViewItemÉg sá fyrir 2-3 mánuðum einhvern sem átti 5 stk af þessum vélum, engin keyrð meira en 30000 mílur, þær voru með sjálfskiptingu og millikassa, "buy it now price" var þá 975 $
30.08.2005 at 21:18 #525968Það er líklegast best að taka tjónabíl með þessari vél upp á það að fá rafmagn, skiftingu og millikassa með.
Og Atli þetta með 3.5 Rover það er ástæða fyrir því af hverju Bretar smíða ekki tölvur, það er út að því að tölvur geta ekki lekið olíu.
Kveðja Magnús.
30.08.2005 at 21:21 #525970Sælir
Rover vélin er jú 3.5 lítrar V8 og skilar original um eða aðeins yfir 150 hö.
Togið er fínt, eitthvað um 300 Nm.
Hún er mjög létt, skv tölum sem ég fann á netinu er hún rúm 150 kg.Kveðja
Izeman
30.08.2005 at 21:24 #525972Sælir
Eitt sem gleymdist.
Þær eru til með innspýtingu.Kveðja
Izeman
31.08.2005 at 00:31 #525974rover vélin er gamall buick motor sem lagt var af könunum á sjötta ártuginum minnir mig
31.08.2005 at 00:46 #525976Eru nokkuð seigar vélar og koma m.innspítingu ca."87 og eru 165 hö í range rover.
Þær eru til 3.5 L stækka svo í 3.9 L ca"90.
Þær eru svo til 4.0 L,4.2L,4,4L og 4.6L og allt að 300 hö í hinum ýmsu árgerðum eftir ca."92.Með bensín kveðjum jeepcj7
31.08.2005 at 09:56 #525978Rover V8 vélar voru hannaðar af GM (Buick/Olds) en þar sem það var of flókið fyrir kanann á þeim tíma að reka bíl með álvél var hún lítið notuð. Tjallinn treysti sér hins vegar til að nota hana og gerði mikið af því hvort sem var í fólksbílum, jeppum eða sportbílum.
Hún var framleidd 3,5 með tveim blöndungum (auðvelt að breyta milliheddi og setja einn eða setja nýtt millihedd) og svo með innspýtingu. um 90 kom svo 3.9 með stærri sílinder og betri innspýtinu. 4,2 er sama vél slaglengri. Um 95 kom hún svo í 4.0 (sama stærð og 3.9) og slaglengri útgáfa 4.6 báðar með tölvustýrði kveikju í viðbót við innspýtinguna. Þær fengu svo nýja stýringu og millhedd árið 2000. Framleiðslu var svo hætt í fyrra.
Það eru heilmiklar upplýsingar um þessa vél á http://www.rpiv8.com
kv.
Þorsteinn Þ.
31.08.2005 at 11:18 #525980Ef einhver hefur MIKINN áhuga þá á ég til myndband á tölvutæku formi sem sýnir hvernig á að endurbyggja svona Rover v8 vél algjörlega frá grunni (og að bæta við nokkrum hestum).
Get þó því miður ekki sent í email þar sem það er ansi mörg MB en afhending á CD kemur vel til greina.
agnarben@hotmail.com
kv
Agnar
31.08.2005 at 14:51 #525982þessi Patti sem hefur verið hækkaður til himna er ekki með bensín mótor heldur GM 6,2 Diesel og hefur verið upphækkaður fyrir 46" dekk.
menn verða að vera duglegir að leika sér með þessa bíla
31.08.2005 at 16:12 #525984Núnú, eitthvað hefur tóneyrað svikið mig þarna á bílastæðinu.
Ég hefði áhuga á að fá smá meira info um þessi vélaskipti.
Ertu ánægður með vinnsluna ?
Ertu með túrbínu við hana ?
Er það mikil aðgerð að koma henni ofan í vélasalinn ?
kveðja
Agnar
31.08.2005 at 16:25 #525986Ef þið eruð að tala um [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=carmembers/3718:6cj56fpl]þennan[/url:6cj56fpl] Patrol þá er hann með GM 6.5 og á 49" dekkjum!
31.08.2005 at 16:33 #525988við erum ekki að tala um hann !
31.08.2005 at 17:55 #525990Sælir drengir!
Var í sambandi við fyrirtæki í Ameríku sem smíðar vélar nákvæmlega eins og maður vill hafa þær. Maður segir þeim bara hvað maður vill hafa hana í hestöflum og hvaða tog maður sækist eftir og þeir smíða hana nákvæmlega þannig.
Ég bað þá um að gera tilboð í mótor sem mig langar til að setja í Mustang sem ég á og bað ég um annað hvort 302cui eða 351cui semsagt FORD mótora.
Ég setti þau skilyrði að vélin ætti að skila 400 truntum og allaveganna því sama eða meira í togi. Vélinn ætti að vera smíðuð þannig að hún þyldi mikið álag ásamt því að geta gengið í bíl sem væri notaður hartnær daglega.
Þetta var útkoman.
302/351 (skiptir ekki máli hvort maður vildi) mótor sem skilar 406 hrossum og ca: 600 – 700 Nm, meðfylgjandi staðfesting á DYNOtesti með vottun. Tilbúin að setja beint ofaní og aðeins að tengja og svo setja igang.
Vélin væri semsagt að ÖLLU leiti tilbúin beint úr kassanum og þá að sjálfsögðu ný. Verð ég að segja að verðið kom mér skemmtilega á óvart þar sem að ég bjóst við hærra verði. En það var 7000$
Get útvegað frá þeim hvernig mótor sem er nýjan og DYNO testaðan eins og þú vilt hafa hann. Þetta er mjög virtur mótorsmiður í t.d. Kvartmílu og kappakstri í Ameríku. Þetta fyrirtæki er 25 – 30 ára gamalt!
Kv.
Brutal
31.08.2005 at 21:00 #525992Það er nokkur einföldun að segja að það hafi verið full flókið fyrir kanan að reka álvélar.
Vandamálið var frekar að það var ekki hægt að nota sama kælivökva á álvél og pottvél.
Bandaríkin eru landfræðilega nokkuð stór og víða gekk erfiðlega að fá réttan kælivökva. Ef rangur vökvi var notaður þá fylltist vatnskassinn af útfellingum sem endaði með að það sauð á vélinni.
Ekki löngu eftir að þessi vél kom fram þá hófst hestaflastríðið fyrir alvöru og það var miklu einfaldara og ódýrara að ná miklu afli útúr stærri vél.
GM hafði nóg af vélum til að velja úr og þessi vél var ekki sú hagkvæmasta á þeim tíma.
JHG
31.08.2005 at 21:05 #525994Líklegast væri þægilegast að setja chevy small block með annaðhvort TBI eða TPI innspítingu. TPI innspítingin er skemmtilegri en líklegast svolítið flóknari.
Þessar vélar endast mjög vel og ef þær bila þá er ódýrt að fá varahluti í þær.
Ég held að 6,2/6,5 dísel sé full þung í þennan bíl, en hún ætti að skila honum ágætlega áfram.
Svo er náttúrulega gamla 3,8 lítra V6 vélin frá Buick. Hún endist vel og eyðir litlu.
01.09.2005 at 22:14 #525996Veit ekki betur en að þessar Buick/Rover vélar hafi verið í Rover 3500.
Allavega þegar þjóðverjinn var að þeyta þeim á hraðbrautunum þá sprengdu þær heddpakkingar eins og poppkorn.
Þá var ástæðan sögð vera mismunandi þanstuðull ál og stáls í blokk og heddi.
Spuring hvort sama kemur upp þegar keyrt er lengir veglendir á jökli með FULLAN mótor?
l.
01.09.2005 at 22:55 #525998Ástæðan fyrir að heddpakkningarnar fóru í þessum vélum er að auk fjögurra bolta kringum hvern sílinder (semsagt 10 ) eru settir aukaboltar utan við hvern sílinder (á utanverða blokkina sem sagt 4 hvorum meginn). Þetta skekkti hedið á og pakkningin gaf sig að innanverðu. Á 4.0/4.6 vélunum eru þessir aukaboltar farnir og þegar menn eiga eitthvað við hedd á eldri vélunum herða menn þessa bolta aðeins svo að þeir tolli.
Það er athyglisvert að þessir boltar voru ekki í Oldsmobile útfærslunni af þessum vélum (muni ég rétt).
kv.
ÞÞ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.