This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Björgvin Rúnar Leifsson 10 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Fór nokkrar skemmtilegar leiðir í sumar á litla fjallabílnum, Suzuki GV á 30″:
Vöðlavík og Viðfjörður á milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar. Vegurinn í Vöðlavík er þægilegur en þó er eitt vað á leiðinni, sem er nokkuð aðkreppt og alls ekki á fólksbíla færi. Vegurinn niður í Viðfjörð er mjög brattur og grófur og ók ég í lága drifinu bæði niður og upp. Merkilegt að þetta skuli hafa verið þjóðleið til Neskaupsstaðar (með ferju) áður en Oddskarðsvegur kom.
Stafafellsfjöll í Lóni. Jón G. Snæland lýsir henni í „Ekið um óbyggðir“ og nefnir þá auðveldari leið meðfram hæðunum en Jökulsá í Lóni er búin að eyða þeirri leið. Litli fjallajeppinn spólaði nánast ekki neitt þrátt fyrir að vera með nánast slétt dekk að aftan og rak sig hvergi í nema dráttarkúluna einu sinni. Þarna hefði ég ekki viljað vera án lága drifsins.
Þakgil er flottur staður og er vegurinn þangað nú fær öllum bílum.
Leiðin frá Blöndustíflu niður í Skagafjörð norðan Mælifellshnjúks er skemmtileg leið, sem er fær öllum jeppum og sportjeppum. Áður hafði ég farið Gilhagadalsleiðina, sem liggur sunnan hnjúksins og er seinfarnari en samt vel fær öllum jeppum.
You must be logged in to reply to this topic.