This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég má til með að deila með ykkur skemmtilegri bilun í Toyotu og að sama skapi stofna til spurningarkeppni í anda MHN.
Lýsing:
Við fjölskyldan fórum í bíltúr í dag og vorum að þeysast eftir þjóðvegi eitt, konan að keyra á ca. 85-90 með krúskontorlið á og ég hálf sófandi í farþegasætinu.
Allt í einu heyri ég þennan svaka véla dyn og mér verður litið leiftur snöggt á mælaborðið og sé þá að gamla toyotan er kominn á nærri 200km hraða á klst. Konan stígur um leið á bremsurnar og þar með fer krúskontrolið af.
Við stöðvum bifreiðina og ég stíg út og lít undir toyotuna og sé að drifskaptið snýst á fullu, enda bíllinn enn í dræf enn bíllinn graf-kjurr.
Konan setur í park með hamagang og látum því drifskaptið er jú enn á fullri ferð.Fyrsta bilana greining og tjekk:
Drifskaptið snýst enn bíllinn ekki.
Drifið er ískallt að koma við, eins og súkkulaði ís frá emmess ís.
Afturhjólin eru á sínum stað og virðast ekki hafa dregist út.
Rifjað upp hvenær það var skipt um drif síðast: ekki verið gert í sögu bílsins, enda 1:4,88 toyotu eðal dót.
Rifjað upp hvenær það var skipt um olíu síðast: ekki munað
Rifjað upp hvort það hafi verið óhljóð í bílnum: nei, amk. ekki heyrst fyrir hávaðanum í krökkunum.
Drifskaftið ótrúlega fast í báða enda.
Reynt að keyra af stað aftur: ökutækið hreifist ekki úr stað, spólar þó ekki, drifskaftið snýst og engin hljóð fyrir utan undurfagurt dísel-glamrr.Eftir þetta tjekk, var sett í framdrifið og ekið heim.
Getrauninn hljómar svona:
Hvaða bilun kom upp í toyotu?Svör verða byrt þegar niðurstaða er komin í málið.
Kv. Atli E.
You must be logged in to reply to this topic.