FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skemmdarverk í Árbúðum

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Skemmdarverk í Árbúðum

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.03.2007 at 20:50 #199854
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Það var ekki fögur sjón sem að blasti við þeim sem komu í Árbúðir nú í gær.

    Einhver vanviti með haglabyssu hafði gert sér að leik að skjóta á kamarinn af stuttu færi og stórskemmt hann.

    Það er með hreinum ólíkindum að vita til þess að fullorðið fólk skuli haga sér svona og skemmti sér við að skemma eigur annara.

    Þess má geta að kamar þessi var keyptur af klúbbnum og það voru félagsmenn hér sem sáu um að setja hann upp síðastliðið haust.

    Ef einhver veit hvaða vesalingar voru þarna á ferð þá væri réttast að þeir létu annað hvort stjórn eða lögregluna á Selfossi vita.

    Benni

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 05.03.2007 at 21:05 #583364
    Profile photo of Íris Mjöll Valdimarsdóttir
    Íris Mjöll Valdimarsdóttir
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 454

    Við vorum fimm bílar á ferðinni um ca 15:00 í gær við Árbúðir og fóru nokkrar af okkur á kamarinn. Við vorum einmitt að furða okkur á þessari umgengni. Við urðum ekkert varar við neina umferð,né hjólför þarna.
    Vorum einmitt að tala um hversu fínn kamar þetta væri og fannst okkur alveg ótrúlegt að fólk skuli leggjast þetta lágt og eiga sér greinilega ekkert annað líf en að ganga um hálendið til að skemma og vanvirða eigur annarra.
    Menn ættu bara að skammast sín.
    Vonandi gefa menn sig fram samvisku sinnar vegna.Einnig gætu þeir nú farið og lagað til eftir sig.
    Ótrúlegt fólk !!!!!





    05.03.2007 at 21:12 #583366
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Mér brá allverulega við þessar fréttir er ég fékk að vita af þessu í dag,við hverju er að búast ef þetta er gert og í hvaða tilgangi slíkur verknaður er framinn er mér með öllu óskiljanlegt og efa það stórlega að þessi eins og Benni réttilega nefnir Vanviti sé það mikill maður í sér að koma fram og viðurkenna verknaðinn,megi allt sem þeir gera verða þeim til óþurftar og vanvirðu.

    Klakinn





    05.03.2007 at 21:12 #583368
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Ég segi nú bæði sem áhugaskotveiðimaður og sem jeppamaður, (að maður tali nú ekki hvað það er gott að fara á kamar á hálendinu) hvað mér er er brugðið við að lesa þetta. Voru einhver tóm hagaskothylki þarna í nágrenninu við skálann? Erum að fara þarna uppeftir næstu helgi við í Litludnefndinni, og vonandi er kamarinn nothæfur. Hvað með að tryggja eigur klúbbsins sem eru til fjalla, eins og skála og allt það sem þeim fylgir?

    Haffi og Toppurinn





    05.03.2007 at 22:16 #583370
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Komdu sæll Haffi minn.
    Já þetta er með ólíkindum og nánar sagt ekki til lýsingar orð umm svona skemdar- verka- menn.
    En þú þarft ekki að vera hræddur um að kamarinn verði ónothæfur því að sérsveit Árbúða fer grá firir járnum snemma á föstudag til að tryggja svæðið.
    Kv. Úlfurinn.





    05.03.2007 at 23:17 #583372
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Á ég að mæta með tvíhelypuna á laugardaginn og standa vörð um skálann og skíthúsið á meðan ég sýð kjötsúpuna og allir hinir skjótast á keyra í hvíta asæluduftinu? Kannski maður skjóti bara ferskt í súpuna.

    Haffi og haglarinn.





    05.03.2007 at 23:48 #583374
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Það þarf kanski að brína fyrir fólki að fara tímanlega á kamarinn, þannig að það þurfi ekki að gera þetta á færi.
    Það er kanski allur varinn góður, en þú verður að finna einhvern annann til að halda utan um kamarinn á meðan þú treður sauðnum í pottinn.
    Ég held að það fari ílla saman Eyvindu og Halla og náðhúsa höndlun .
    En þetta stefnir í mikil átök hjá þé ,,,,,,, sem enginn ætti að missa af og hvet ég fólk að fjölmenna á þennann einstaka viðburð .
    Það skeður ábyggilega eithvað sem verður ekki endur tekið.
    Kv.Úlfurinn.





    06.03.2007 at 00:20 #583376
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    það vill svo vel til að við erum nokkrir að fara að flytja inn skothelda kamra…Nei svo ég tali nú í alvöru, þetta er ótrúlegt hvað maður er að heyra, "hann" hlýtur að hafa verið drukkinn ræfilinn sem gerði þetta og ruglast á kamrinum og rjúpu, svona gerir vart neinn heilbrigður maður.





    16.03.2007 at 16:41 #583378
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Alvöru veiðimenn hafa séð ljótar myndir hér af ummerkjum kamraskyttanna og [url=http://www.hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=55665:13gfavb7][b:13gfavb7]vanda þeim ekki kveðjur[/b:13gfavb7][/url:13gfavb7] . Þetta er svipað fyrir þá eins og fyrir okkur þegar ljótur utanvegaakstur sést eða jeppaspól í skíðabrautunum í.

    Einhvern tíman fékk ein ágæt skytta á sig viðurnefndið ‘hundaskítur’ því honum varð á að skjóta hund (eða tók á sig sök, veit ekki hvort). Vitleysingurinn sem hér hefur verið á ferðinni er þá væntalega ‘kamraskítur’





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.