This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 11 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Daginn. Erum að taka í gegn lítinn ferðabíl fyrir gamla manninn. Eftir vélaupptekt þegar skella átti mótornum í, með nýrri kúplingu og tilheyrandi, þá kemur í ljós skemmd í öxlinum sem kúplingsdiskurinn fer upp á. Gamla legan, sem situr í swinghjólinu, hefur verið alveg handónýt og komin skemmd á öxulinn þar sem hann gengur í gegnum leguna í swinghjólinu. Öxullinn á að vera 17 mm, en þar sem hann situr í legunni er hann kominn í 16,5 mm. Mér var bent á að nota kjörnara, setja eitthvað undir öxulinn sem heldur við hann og reyna að dunka á öxulinn með kjörnaranum, til að ýfa upp yfirborðið á honum (snúa síðan öxlinum 180 gráður og gera það sama). Það er lítið pláss í kúplingshúsinu til að gera þetta að einhverju viti sýnist mér.
Eru menn með einhverja lausn á svona vandamáli, án þess að þurfa rífa kassan í spað, taka öxulinn úr eða skipta honum út? Las eitthvað um „reduction bushings“ á netinu, en hér er bara rétt um 0,5 mm rýmd að ræða.
Uppástungur gott fólk til að leysa málið?
You must be logged in to reply to this topic.