This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Þórðarson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég verslaði í vikunni fyrir páska 4 stk 33″ Toyo dekk sem Þórarinn Gunnar Sverrisson / Tóti Musso / Musso varahlutir / BTC ehf. auglýsti hér á þessum vef til sölu. Ég fékk dekkin hjá honum felgulaus og lét setja á felgur fyrir mig. Þegar ég kem heim með dekkin sé ég að á innanverðu einu dekki er hnefastór kúla og önnur töluvert minni á því utanverðu. Ég ræddi þetta strax við Þórarinn og sýndi honum dekkið og voru viðbrögðin þau að ég hefði sennilegast eyðilagt dekkið sjálfur eða sá sem setti það á felguna fyrir mig hefur sprengt það upp á með látum sem hafa orsakað þetta. Þórarinn taldi útilokað að hann hefði selt mér skemmt dekk enda væri hann með svo mikla reynslu í að meðhöndla dekk að ég ætti ekki að vera að reyna að ræða þetta við hann… Einnig telur hann mig segja ósatt þegar ég segist ekki hafa sett dekkið undir bílinn hjá mér og skemmt það sjálfur…!
Ekkert kom fyrir dekkið í minni umsjá sem skýrir þetta og það voru 15 pund í dekkinu þegar ég fæ það af dekkjaverkstæðinu sem sagði einnig að þetta hafi verið ósköp venjuleg umfelgun og ekkert komið upp á. Þeir tóku hins vegar ekki eftir kúlunum. Þegar ég tek loftið úr því þá hverfa kúlurnar tvær þannig að ég gat ekki séð að eitthvað væri að dekkinu þegar ég tek við því frá Þórarni. Að mínu mati er líklegt að bíllinn sem dekkin voru undir hafi lent í einhverju höggi enda var þetta tjónabíll (Musso sport – auglýstur hér sem partabíll) eða hann staðið á loftlausu dekkinu í einhvern tíma.
Ég spyr því. Hefur einhver lent í því að dekkjaverkstæði eyðileggi dekk með þessum hætti og hvernig ætti að það gerast? Þekkir einhver þennan Musso Sport og hvernig tjónið gerðist?
Mér finnst þetta líka vekja upp spurningar um hvort partasölur eigi að fá að auglýsa hér á síðunni. Það er alveg ljóst að maðurinn var ekki að gera þetta í eigin nafni heldur fyrirtækis síns og það er stór hluti af því að ég vek athygli á þessu hér.
You must be logged in to reply to this topic.