This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Bergland Traustas 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
sælir félagar
Langaði að benda ykkur á eitt varðandi Skeljung á Vesturlandsvegi.
Ég var það fyrr í kvöld að taka bensín og lagði við dæluna sem er fremst vinstra megin, þar sem vöruflutningarbílarnir stoppa alltaf.
Á skilti fyrir framan dæluna stendur að þetta sé sjálfsafgreiðsla. Ég byrjaði að dæla og þar sem ég stend þarna er mér litið á verðið sem dælan sýnir á 95 oktana bensíni, en þar stóð 149,3 kr.
Ég hélt fyrst að verðið hefði hækkað en þegar ég leit á stóra auglýsingarskiltið sá ég að bensínið í sjálfsafgreiðslu átti að kosta 144,4 kr.
Eftir dælingu fór ég inn og benti stúlkunni á kassanum að þarna væri verið að rukka fullt verð á sjálfsafgreiðslu dælu.
Hún leiðrétti verðið fyrir mig en tók það fram að þetta væri þjónustu dæla.Ég verð nú að segja að mér finnst mjög einkennilegt að vera með skilti fyrir framan dæluna sem segir sjálfsafgreiðsla en rukka svo fullt verð, enda er ég fullviss um að það taka ekki allir eftir því að þessi dæla rukkar fullt verð.
Því vildi ég benda ykkur á að ef þið dælið á sjálf á þessari dælu að athuga með verði svo þið séuð ekki að borga fullt verð.kv.
Ómar
You must be logged in to reply to this topic.