Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Skattur vs. kolefnisjöfnun
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Finnur Sæmundsso 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.06.2008 at 09:05 #202506
Hér fyrir enhverju síðan var bíleigendum boðið upp á að kólefnisjafna bílinn sinn. Eitthvað hefur það gengið ílla því nú á að lögleiða það þannig að þessi fárálega fjárplógstarfemi verði lögleg og ríkið sjái um hyrði ágóðan af henni.
Þeir bílar sem eyða meira borga meira !!! dööööö. Hvar er stærðfræði kunnátta þessara manna/kvenna. Bíleigandi sem á bíl sem eyðir 20L/100km. borgar helmingi meira en sá sem á bíl sem eyðir 10L/100km.
Árni M. notar gamalkunna aðferð við að halda verði á eldsneyti áfram háu, en það er að hóta að hækka ennfrekar en hætta svo við og þá verða allir ánægðir. Ég held samt sem áður að flestir hugsandi menn/konur vita að hugmyndin á bak við kolefnisfönunar er pólitík og peningar en hefur ekkert með nátturvernd að gera en peningamálaráðherrann notfærir sé þessa hugmyndafræði, því hann heldur að landar hans séu bara pappakassar.Eldsneytis kveðjur vals.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.06.2008 at 09:13 #623888
Þetta er einföld og jákvæð leið til að stýra fólki til að fá sér eyðslugrennri bíla. Það hvílir á ríkisstjórninni sú kvöð fyrir hönd landans að auka umhverfisvitund og að draga sem mest má úr losun koltvísýrings og annarra útblásturs tegunda sem menga.
.
Ef ég vill eiga bíl sem hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagsþáttinn og afskrifar mig algerlega úr þessu átaki, já þá finnst mér sjálfsagt að ég borgi fyrir það.
.
Það er ekkert sem segir að ég verði að eiga eyðsluhákinn.
03.06.2008 at 10:36 #623890Það er allt gott og blessað við þetta – eða þannig…
Það er alltaf sama sagan hér(og sjálfsagt annarstaðarí heiminum líka) að það er ekki litið á heildarmyndina. T.d. hefur verið sýnt fram á að hybrid bíll eins og t.d. Toyota Prius mengar meira en sambærilegur díselbíll þegar allt er tekið – þ.e. framleiðsluferlið, líftíminn, orkunotkunin og förgun í lok líftíma.
Og á þá að hvertja fólk til að nota t.d. rafmagnsbíla til að minnka útblástur CO2 – vissulega gerir það gagn hér – en hvað með aðra mengun t.d. blýmengun við förgun geyma ?
Heildarmyndin er aldrei skoðuð.
Ég er sammála val að þetta verður aldrei annað en pólitísk leikfimi í kringum þetta og mun snúast meira um peninga í ríkiskassann en umhverfisvernd þegar upp er staðið – hvaða skoðun sem menn hafa á þessu eða ekki…
En niðurstaðan er og verður sú sama – eldsneytisverð mun halda áfram að hækka næstu misserin og verður án efa komin upp undir 250 kr/l áður en það fer að lækka aftur vegna minnkandi eftirspurnar. Og í þessu samhengi skiptum við íslendingar (allir 300þ) afar litlu máli – eins og í hnattrænni mengun með CO2.
Benni
03.06.2008 at 10:51 #623892Væri ekki ráð að loka eins og einu álveri og fá umhverfisvænni iðnað í staðinn. Þá gætum við mengað eins og við viljum… nei ég segi bara svona.
–
Bjarni G.
03.06.2008 at 10:55 #623894einn aðalgrundvöllur þess að leggja skatt á vörur og þjónustu er að nota péninginn í að bæta vörur og þjónustu.
skattur sem lagður er á afþvíbara, og engin stefna er fyrir í hvað péningurinn á að fara, er ekkert annað en péningaplokk af vestu gerð.
af stjórnmálaflokki sem komst til valda í síðustu kosningum eingöngu út á það að hann ætlaði að auka jöfnuð í þjóðfélaginu, hefur meira en misstígið sig, hann hefur hreinlega fótbrotið sig ef hann samþykir þennan bull skatt, sem gerir ekkert annað en að auka á stéttarskiptingu. eftir þennan skatt eru það bara þeir allra ríkustu sem hafa efni á að aka á range rover.
þetta hefur ekkert með náttúruvernd að gera, því það bætir náttúruna ekki neitt þó misspilltir stjórnmálamenn hafi úr meiru að moða til að stjórna sínum eigin eftirlaunum.
hnitmiðaðar leiðir til náttúruverndar er að greiða leið þeirra sem vilja á einfaldan hátt aka um á náttúruvænna eldsneyti eins og metan. það þarf ekki að kosta ríkið krónu, eingöngu að auka upplýsingar og einfalda reglugerðarbullið. einnig er leiðir sem þegar hafa verið farnar eins og að spara þeim sem aka um á náttúruvænni bílum, bílastæðagjald. það er hnitmiðuð leið sem leiðir til náttúruverndar og kostnaðurinn fer beint í hagnað fyrir bíleigandann en ekki í eftirlaunakerfi stjórnmálamanna.
stjórnmálamenn hafa hingað til ekki sýnt því áhuga að draga úr innflutningi á fokdýru bensíni og bæta þar með viðskiptajöfnu þjóðarbúsins til jákvæðari talna. þeir hugsa eingöngu um eigin hag, og það er nokkuð ljóst að þessi tillaga að hækkun á eldsneyti með aukaskattlagningu er eingöngu til þess fallin að eftirlaunasjóður stjórnmálamanna minki ekki í kreppunni sem nú sligar landann, því nýjustu tölur sýna að ferðalög einstaklinga hafa stórminkað á síðustu mánuðum, og eldsneytiskaup þarmeð. því hafa tekjur ríkisins af eldsneytissölu dregist lítilega saman frá því fyrir þrem mánuðum síðan.
skítum á stjórnarráðið ef þetta nær fram að ganga, því það er jú náttúruvænasta aðaðferðin við að hægða sér, að gera það ekki í vatnssalerni og niður við sjávarmál fjarri vatnsverndarsvæðum.
kveðja siggi
03.06.2008 at 12:20 #623896Það er rétt sem Benni benda á að heildarmyndin er aldrei skoðuð. Það er bara farið þangað sem einhverja peninga er að hafa. Nokkur atriði eru aldrei nefnd þegar talað er um mengun í heiminum:
.
-Millilandaflug, aldrei hefur verið ódýrara að ferðast milli landa eins og nú.
-Skipaflotinn mengar meira en allur bílafloti landsmanna.
-Tvinnbílar, skipta þarf um rafgeyma á fimm ára fresti, meðalkostnaður 500.000kr. þessa rafgeyma þarf að framleiða og farga.
-Vísindaleg staðreynd, meðalhitinn í heiminum hefur lækkað síðastliðin 10 ár en stóð í stað milli 2002 og 2003.
-Steinholtjökull, Gígjökull í Þorsmörk og Sólheimajökull voru ekki til á áttunda áratugnum en eru bara myndalegir í dag.
-Vindmyllur eins og þekkjast í Danmörk geta aldrei sparað þá mengun sem fer í framleiðslu þeirra.
-Meir mengun vegna framleiðslu á tvinnbílum er mun meiri en þessir bílar spara í mengun.
-Ef CO2 mengun eykur hitastig í heiminum, af hverju lækkaði þá meðalhitinn eftir stríðsárin.
-Um miðja síðustu öld uppgötvuðu vísindamenn Óson O3 og að það héldi óæskilegum geislum frá yfirborði jarðar, flottur árangur. Eftir miðja öld fundu menn aðferð við að mæla Ósonið, gottmál. Þegar ¾ voru liðnir af öldinni uppgötvuðu vísindamenn að göt voru á Ósoninu yfir norður- og suðupólnum og drógu þá ályktun að heimurinn væri að farast og allt væri þetta Freon-inu, CFCs, að kenna. Kælivélaframleiðendur hafa verið í góðum málum síðan. Það spurði samt engin að því ‘getur verið að götin hafi alltaf verið þarna eða er þetta eitthvað nýtt’.
-Eftir landnám hét Vatnajökull Klofajökull vegna þess að hægt var að ganga í gegnum hann án þess að stíga á ís, því heimurinn var mun heitari þá, engin Pajero var á landinu þá !.
-Náttúrulegar sveiflur skipta engu máli nema það gefi aur í kassann.
-Al Core, þessi flotti og feiti Performans hefur ekki orðið feitur á náttúruvernd heldur vegna þeirra flottu framkomu og útgeislun sem hann hefur, hann flýgur um í einkaþotu og keyrir um í Limósínum. Heldur fyrirlestra þar sem flestir vísindamenn eru nánast að kafna yfir vitleysunni nema þeir sem lifa á fjárframlögum úr kosningasjóðum ríkisstjórna.
-Margaret Thatcher fann upp starfsheitið Global Warming, hnattræn hlýnun til að leysa verkfall starfsmanna kolanáma, með því fékk hún leifi til að reisa helling af kjarnakljúfum og þar með misstu flestir námamenn vinnuna og verkfallið var úr sögunni. Það er nú vitað að MT. fékk vísindamenn til að skrifa skýrslu sem “sannaði“ þessa kenningu gegn fjárframlögum í sjóði þeirra.
-Margir fylgdu í kjölfarið og nýtu sér þessa hugmyndafræði, t.d Alli Kjarni, þúsundir manna/kvenna hafa fulla atvinnu við að breiða þess hugmyndafræði út, t.d. Alli Kjarni. Þessir aðilar eru drifnir áfram af peningum, sumir trúa vitleysunni en öðrum er slétt sama.
.
Nú segja eflaust margir að ég sé bölvaður umhverfissóði, það getur vel verið en ég stoppa þegar ég sé sígarettustubb eða jógúrtdollu á víðavangi og tek það upp og farga því eins og fyrir okkur er lagt. Ég er eins og margir landar mínir að vilja halda mengandi iðnaði frá landinu, þeir geta búið hana til annars staðar. Ég verð svekktur þegar ég les um eitruð fljót og eyðilagða náttúru en ég verð ekki minna brjálaður þegar menn/konur láta gróðrarsjónarmið ráða för í tilgerðalegri náttúruvernd.Kv. vals.
E.s. Það er hægt að halda áfram að telja upp vitleysuna en ég hef bara ekki meiri tíma. Í þessu var löggjafinn að drepa villuráfandi Ísbjörn í vesturhlíð Tindastól!, fávitar, fávitar, fávitar, var ekki hægt að svæfa greiið og senda hann svo heim.
03.06.2008 at 13:10 #623898rökin sem umhverfisráðherra notaði fyrir því að skjóta ísbjörnin til dauða, var að hann ógnaði lífríki íslands og lífi fólks.
hvenær gefur umhverfisráðherra út skotveiðileifi á okkur jeppamenn, sem hún einmitt telur að ógni lífríki íslands og lífi manna í umferðinni, spurning.
maður ætti kannski að fá sér skothellt vesti og brinvörn á bílinn til að varast einkaskyttum umhverfisráðherra.
03.06.2008 at 13:14 #623900Það voru engar svefnpillur fyrir ísbirni til á landinu. Þess vegna var hann skotinn.
03.06.2008 at 19:38 #623902Fyrir mína parta allavega. Ég get ekki betur séð en að í þessari tillögu eigi að lækka álögur á bifreiðaeigendur og það er mjög jákvætt. Þar er tekið fram að það eigi að lækka álögur á bílum sem eyða litlu eldsneyti. Held að menn ættu að horfa til framtíðar í þessum málum í stað þess að hugsa um sjálfan sig. Gaman að menn skuli vera að reikna þessi dæmi hér fyrir ofan um að taka allt inn í myndinni. Þeir hljóta þá að vera sammála því að það sé hagkvæmast fyrir alla að vera á sem sparneytnustu bílunum. Þetta kerfi vikar örugglega eins og það á að gera eða að þeir sem hafa efni á því að fá sér trukk til að vera mestur og bestur þurfa að borga fyrir að reka hann.
En þetta er líka mín skoðun og ég aðhyllist sparneytna bíla.
03.06.2008 at 20:03 #623904Álögur á bifreiða EIGENDUR lækka ekki, heldur hækka. Álögur á nýja bíla lækka, það er allt annað mál!!!
03.06.2008 at 21:06 #623906Veit nú ekki hvort hækkun upp á 5-7 kr muni skifta sköpun í þeirri runu verðhækkanna á eldsneyti sem skollið hefur á undanfarin misseri. Munar ekki um einn kepp í viðbót í sláturtíð. Maður er hvort sem er fyrir löngu verið látinn taka meiri ábyrð á því að vera á jeppa sem mengar og eyðir slatta og á sinn þátt í að ganga of ört á takmarkaðar olíulindir heimsins. Annars úr því að talað er um olíuhækkanir, olíukreppu, þá skilst mér að ástæðan sé ekki beint stjórnmálalegs eðlis eins og áður, heldur sé ástæðan einfaldlega sú að auðlindir jarðar fari ört þverrandi og það sé búið að ná hámarksframleiðslugetu og það fyrir nokkrum árum. Eftirspurnin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar Kínverja á olíu. Ætli það sé ekki núna að koma vesturlandabúum í koll, t.d. að þessu leyti þegar upp er staðið, að öll ódýra framleiðslan frá Kína, sem selst eins og heitar lummur, stuðlar að aukinni orkuþörf þeirra, uppgangi og nútímavæðingu milljarðaþjóðar.
03.06.2008 at 21:23 #623908Fyrst þessum ofurbullandi stjórnmálamönnum er svo annt um umhvefið og loftslagið eiga þeir þá ekki að ganga fram með góðu fordæmi og aka allir sem einn á eldneitissparandi Metanbílum? eða enn betra, að nota almenningssamgöngur?
Þá mundi koma annað hljóð í strokkinn og kannski renna upp fyrir þeim hvað þeir eru að bjóða öðrum uppá.Hvernig dettur þeim í hug að fólk taki mark á þeim, þegar þeir eru svo með hugmyndir að setja upp olíuhreinsistöð á vestfjörðum? Hvar er þá umhyggjan?
Hvað skyldi nú liggja að baki þeirri ákvörðun að ekki er lagt þetta gjald á flugvélar, skip, iðnaðarfyrirtæki sem spúa eimyrju út í loftið? Mig grunar að það séu framlög þessarra aðila í kosningasjóði þessara stjórnmálaflokka?
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hefur komið tvisvar í útvarpið í dag til að gagnrýna þessar tillögur, og bendir hann þar á að þetta eru ekki bara 5 kr. á bensín og 6 kr. heldur er allt reiknað án VSK. Alltaf skal dulbúa skítinn eftir besta megni.
Þessi nefnd, tillögur þeirra, lægstvirtur ÁM og ef út í það er farið meirihluti ríkisstjórnarinnar ættu nú bara að skammast sín og fara hugsa um FÓLKIÐ Í LANDINU,
Magnús Guðmundsson
03.06.2008 at 21:28 #623910ég er núna á fólksbíl sem eyðir 7 lítrum á hundraðið, það er tiltölulega sparneytinn bíll að mínu mati, en hann fellur ekki undir það í skilgreiningu þessarar nefndar, og því hækka álögur verulega á mér ef þessar tillögur ná fram að ganga. ég er langt frá því að vera ríkur og hef þessvegna eingan veginn efni á að kaupa mér 3 milljón króna tvinbíl til að geta hagnast á þessu. þess vegna eru þetta ekki álögur á þá sem hafa efni á að aka um á bílum sem eyða miklu, frekar en blanka einstæða feður eins og mig.
þetta er rugl skattlagning og kemur ekki neinum til góða nema ríkissjóði, sem að sér fram á tekjutap vegna minkandi ferðalaga almennings vegna ofurverðs á eldsneyti. það hefur td. ekki mælst minni umferð um hvítasunnuhelgi í áratugi, heldur en um síðastliðna hvítasunnuhelgi.
það segir sig líka sjálft að þegar á að leggja á skatta bara til að leggja á skatta, en ekki til að nota péninginn í eitthvað uppbyggjandi sem allir þjóðfélagsþegnar hagnast á, þá er mysan súr.
04.06.2008 at 14:58 #623912ég er búinn að vera í símanum og á netinu í allan dag, að leita mér upplýsinga um hvaða áhrif þessi fyrirhugaða skattabreyting hefur á möguleika okkar sem virkilega viljum vernda umhverfið og spara um leið aur með því að breyta bílunum okkar fyrir metan.
reglugerðarfarganið er þvílíkt í dag að ekki er hægt að fá bíla umskráða sem metanbíla, ef þeim er breytt, nema örfáum tegundum sem þegar hafa verið vottaðir erlendis sem metanbílar. td. getur maður fengið vw golf skráðan sem metanbíl ef hann er með 1400 vél en ekki með 1600 vél svo dæmi sé tekið, af því að 1400 vélin hefur verið framleidd og vottuð sem metanvél af framleiðanda.
ein er líka til sú reglugerð sem segir að ekki megi eiga við eða breyta elsneytiskerfi eða útblásturskerfi bifreiða. þetta er nú reyndar sama reglugerðin og hefur ekki verið nýtt gegn okkur sem skrúfum upp í túrbínum og olíuverkum, setjum tölvukubba og sverara púst. þannig má kannski leiða að því líkum að hægt sé að breyta bíl úr bensín í metan án þess að við því sé amast, en bíllin fæst ekki skráður sem metanbíll.
þá komum við að náttúruverndinni sem liggur í nýjum lagatillögum.
vegna núverandi laga þar sem við borgum bifreiðagjöld eftir vigt, er það hagkvæmt að breyta bílnum úr bensín í metan, þó svo hann sé skráður áfram fyrir bensín. útreikningar og prófanir sýna að bíll sem eyðir 10 lítrum á hundraði, getur ekið 100 kílómetra fyrir þúsund kall á metani en það kostar 1600 kall að aka þessa sömu kílómetra á bensíni, plús það að kolefnisútblástur er eitthvað um 1 / 130 hluti á metani miðað við bensíni, það er náttúruvernd.
með lagatillögum um nýjan kolefnaskatt, í stað bifreiðagjalda, verður þessi hagur ekki að neinu, þar sem ekki er hægt að fá bílinn umskráðan sem metanbíl, og því þarf að borga af honum himinháann skatt fyrir allt það kolefni sem hann myndi losa ef hann brenndi bensíni. þar með stendur ekki nokkur maður í að breyta bílnum sínum fyrir metan og byrgðir af jarðefnaeldsneyti halda áfram að minka og mengun er alveg jafn mikil.
því segi ég að þessi skattabreytingartillaga er eitt mesta og óúthugsaðasta bull sem lagt hefur verið fram í langan tíma, í skjóli "náttúruverndar".
kveðja Siggi
04.06.2008 at 17:27 #623914Þessi tillaga er bara argasta bull frá byrjun til enda, hugmyndin er ágæt, en án mikilla breytinga verður þetta ekkert nema N1 skattlagningin á okkur. Ef þetta verður að frumvarpi má það ekki komst í gegn. Við verðum að benda á allt ruglið í þessu. Siggi þú verður að skrifa greina svipaða þessari hér á undan einhverstaðar þar sem hún nær til fleiri. Í blöðin eða eitthvað. Ég skora á þig.
kv. Finnur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.