Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Skattleggja á Steinolíu.
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Þór Guðbergsson 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2011 at 08:05 #220704
Hvernig líst mönnum á nýjasta útspil Skattgríms og co ?
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/10/rikid_skattleggur_steinoliuna/
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.10.2011 at 10:31 #739129
Það segir sig sjálft að það hlaut að koma að þessu, ekki satt ?
10.10.2011 at 22:21 #739131Ég hef búist við þessu í 2-3 ár, er í raun hissa að þetta hafi tekið svona langann tíma. Þó er ég á þeirri skoðun að það ætti ekki að skattleggja hana heldur setja í hana lit, t.d. rauðan til aðgreiningar frá grænni litaðri dísilolíu.
Freyr
11.10.2011 at 08:48 #739133Þetta var mun betra en að fá í hana lit, þar sem maður þarf jú að geta blandað hana í tankana til að fá nægjanlegt frostþol.
kv
Rúnar.
11.10.2011 at 13:02 #739135Þar sem ég er að nota þessa olíu vegna vinnu minar er ég ósátur við þetta. og því þurfa mínir kúnar að borga meira.
11.10.2011 at 13:30 #739137Þeir sem hafa keypt steinolíu út í reikning, notað kort eða það er á einhvern hátt er hægt að rekja kaupin til viðkomandi. Þá mega hinir sömu eiga von á að þeim verði sendur bakreikningur fyrir því sem upp á vantar af kaupum síðustu tveggja ára, þ.e. sá skattur sem leggst ofan á steinolíuna verður afturkræfur um tvö ár. Ég vísa í dóm sem féll í Héraðsdómi í svokölluðu "vaxtamáli" nú í sumar, en þar er vísað í að fullnaðargreiðslu er ekki lokið fyrr en skuldareigandi seljandi vöru hefur ákveðið að svo sé.
kv vals.
11.10.2011 at 13:45 #739139Valur, til þess að þetta gangi upp, verður alþingi að setja á skatt/gjöld afturvirkt. Efast einhvernvegin um að það sé leyfilegt. ??
kv
Runar.
11.10.2011 at 14:34 #739141Sammála, það getur ekki verið hægt að rukka þetta afturvirkt.
Ef ég fer í hagkaup og kaupi kjúkling og síðan setja VG aukatoll á kjúkling, þá fæ ég ekkert viðbótrareikning frá hagkaupum eða ríkinu fyrir kjúklingakaupum síðustu 2 árin…
12.10.2011 at 09:53 #739143Nú strákar Bankarnir meiga þetta þegar þeir reikna upp lánin hjá fólki. Þó svo að þú sért búinn að greiða fullnaðargreiðslu, jafnvel greiða lánið upp, þá færðu nýjan reikning af því að bankinn ruglaðist, braut aðeins lög… en það er ekki honum að kenna, þó þeir hafi vitað betur. Þess vegna reikna þeir lánin bara upp á nýtt og senda þér reikninginn… Allt í fullu samræmi við lög sett af Hinu stórkostlega Alþingi Íslendinga.
Hvers vegna ætti þá ekki að vera hægt að senda okkur reikning vegna steinolíunnar – það var jú bara smá ruglingur, feill hjá skattagrími að vera ekki búinn að setja skattinn á þessa olíu fyrir löngu.
Ég er einmitt í ljósi þessa alls að fara yfir reikninga sem ég hef sent út vegna minnar vinnu undanfarin 5 – 6 ár – ég sé það strax að ég hefði átt að rukka mun meira í sumum tilfellum og því skrifa ég bara nýja reikninga og sendi á kúnnann – það hlítur að vera löglegt eins og þetta hjá bönkunum…. Eða hvað ?
Benni
P.S.
En skatturinn á steinolíuna hlaut að koma – það var bara spurning um tíma.
12.10.2011 at 10:07 #739145Nei, Benni, þetta er á engan hátt sambærilegt. Ef hinsvegar olíufélögin hefðu reiknað vitlaust skattinn á olíuna þá mætti segja að þetta væri sambærilegt.
Þetta kom t.d. fyrir Toyota á sínum tíma með stóru 70 krúserana. Þá ákvað skattmann að þeir væru fólksbílar en ekki vörubílar og sendu Toyota bakreikning.Það er hinsvegar ekki hægt að leggja á nýjan skatt afturvirkt.
kv
Rúnar.
12.10.2011 at 10:50 #739147Auðvitað er ekki hægt að leggja á nýjan skatt afturvirkt – ekki frekar en að það ætti að vera hægt að hækka vexti og reikna svo vexti og vaxtavexti afturvirkt á lán sem að búið er að greiða upp að fullu. En það er samt hægt og er gert samkvæmt fínum lögum frá Alþingi og hefur nú verið staðfest af héraðsdómi.
Það virðist nefnilega vera að það sé ekkert svo vitlaust að alþingismenn geti ekki samþykkt það.
Benni
12.10.2011 at 11:20 #739149Ég vísa í lög sem Árni Páll setti 28 desember 2010 og aftur í ný fallinn dóm í Héraðsdómi Suðurlands í svo kölluðu vaxtamáli. Þessir gjörningar sýna að allt er mögulegt í þessum efnum, ef þessir snillingar geta leift sér að senda aðilum sem hafa gert upp sín lán, endurútreikning aftur í tímann með tilheyrandi kostnaði þá er eitthvað sem kallast "fullnaðargreiðsla" ekki til. Ef hinu háa Alþingi dettur það í hug að gera kaup á steinolíu afturkræfar þá er það þeim í sjálfsvald sett miðað fyrri gjörning.
kv. vals.
12.10.2011 at 13:19 #739151Þetta verður allt innheimt afturvirkt. olía, brauð, osfrv, bara þannig að allt verður hirt sem hægt er að hirða af fólkinu, með hærri sköttum og álögum. Endum hérna í fyrirmyndar Sovét.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.