This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Reynir Helgi Kristjánsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég er með Scout Traveller öðru nafni Skátahöfðinginn og hann er með 3,3 l nissan dísel turbó sem er nú ekki sú sprækasta á markaðinum.
Málið er að ég ætla að gera hann upp í sumar taka allt ryð í gegn og geri hann flottan og hef verið að velta því fyrir mér að setja aflmeiri vél í bílinn, en ég veit ekki hvað vél ég á að fá mér, þ.e.a.s bensín eða díselvél og þá hvaða vélar.Sumir segja að ég eigi að halda þessari sem er í aðrir segja setja 350 sumir 6,2 disel eða þá 6,5 dísel eða svo hef ég verið að horfa á big block vélar.
Hvernig er t.d big block að koma út í eyðslu? Einn maður sagði mér að 44″ blazerinn sinn eyddi minna en 38″ hilux á fjöllum, annar sagðiað með 6,2 þá fer hann hraðar yfir en eyðslan verður þeim mun meiri, ég veit um chevy van 3500 á 38″ sem er með 6,5 og hefur hann verið að fara með um 50 l á hundraðið á þjóðvegi.
Allar hugmyndir, fróðleikur, ráðleggingar eða reynslusögur eru vel þegnar.
Kv
Snorri Freyr.
You must be logged in to reply to this topic.