FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skástífur

by Magnús Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Skástífur

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson Vilhjálmur Freyr Jónsson 22 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.09.2002 at 23:36 #191692
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant

    Ég er að pæla hvort skástífurnar eigi ekki að festast sömu megin í grindina aftan og framan (bæði bílstjóra megin ) hef séð báðar útfærslurnar undir jeppum. Hvort er rétt eða er bæði rétt?

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 22.09.2002 at 12:47 #463228
    Profile photo of Einar Bárðarson
    Einar Bárðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 88

    eins og þú segir sjást báðar útfærslurnar af þessum skástífum en ef maður skoðar bíla sem koma orginal á gormafjörun eins og t.d. 80 crusier og patrola þá eru stífurnar látnar vísa á mis en hvers vegna veit ég þó ekki alveg. Ég veit um einn hilux eiganda sem setti stífurnar báðar í grindina bílstjóra megin og í hliðarvindi þá legst bíllinn alveg svakalega á hliðina hjá honum þ.a.e.s ef vindurinn kemur nokkuð sterkur á farþegahliðina, það er spurning hvort það hefur eitthvað með þetta að gera það gæti alveg verið að stífurnar vinni sem smá ballance á bílinn………. En það er með þetta eins og margt hjá þverum og þrjóskum jeppamönnum eins og við erum flestir að þetta er algjört smekksatriði…. Mæli þó með sitthvorri hliðinni á grindinni, þ.e setja turninn bílsjóramegin að framan og farþegamegin að aftan upp í grind.





    22.09.2002 at 18:53 #463230
    Profile photo of Jón Jóhannsson
    Jón Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 110

    Það er betra að láta stífurnar festast á móti hvor annari. Skástífan á framan á að liggja eins og tog stöngin á stýrinu og helst að vera jafn löng og í sama halla og tog stöngin. Þetta er gert til þess að þegar bíllin fjaðrar að báðar stífurnar tosi jafnt í hásinguna. Það að hafa skástífurnar á móti hvor annari er gert til þess að grindin gangi ekki öll í sömu áttina þegar bíllin fjaðrar.





    23.09.2002 at 12:52 #463232
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Framstífan þarf að vera samsíða togstönginni frá stýrisvélinni. Ef stífan að aftan er nærri því að vera lárétt, þá skiptir ekki máli hvernig hún snýr. Þegar ég setti loftpúða undir minn bíl þá festi ég stífuna í hásinguna sömumegin og púströrið, annars hefði turninn úr grindinni verið fyrir því.





    23.09.2002 at 13:02 #463234
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Eins og einhver benti á eru þessar stífur alltaf í kross orginal. Af hverju veit ég ekki, en veit það þó samt að bílar með strýrið öfugu megin eru einnig með stífurnar í kross. Þ.e.a.s að á breskum Landkrús er afturstífan fest í grindina vinstra megin, en er fest hægra megin á Íslenskum krúsum.
    Þannig að það bara hlítur að vera einhver ágætis ástæða fyrir þessu. Hvort sú ástæða skiptir einhverju máli, er svo annað mál…!

    Kveðja
    Rúnar.





    25.09.2002 at 09:39 #463236
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Ég hef prufað bæði að hafa þær eins og eins að hafa þær í kross eins og á flestum bílum. ég fann engan mun á aksturseigileikum bílsins. aftur á móti ef skástífurnar halla mikið verður bíllinn svagari í aðra áttina ef stífurnar snúa eins að framan og aftan.

    Kv. Freyr Arctic





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.