This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years ago.
-
Topic
-
Núna í kvöldfréttum var rætt við formann Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um rekstrarörðugleika skála þeirra við Snæfell, en gistinóttum í skálanum hefur fækkað verulega upp á síðkastið. Sama á við um skálana við Egilssel og Geldingafell. Þetta er rakið beint til þeirra framkvæmda sem eru á svæðinu, bæði er orðinn skotvegur inn að Snæfelli þannig að í stað þess að gista í skálanum fer fólk í dagsferðir þarna inn eftir og svo hafa framkvæmdirnar sem nú eru raunar allt í kringum Snæfell dregið úr aðdráttarafli svæðisins til útivistar.
Svosem ekkert sem þarf að koma á óvart, en leiðir hugann að því hvaða áhrif Norðlingaölduveita gæti haft á rekstrargrunn Setursins, svo ekki sé talað um ef líka væri farið út í virkjanaframkvæmdir í nágrenni Kerlingafjalla með tilheyrandi vegagerð. Við þetta væri kominn mjög greiðfær og fljótfarinn vegur í næsta nágrenni skálans beggja vegna og allur spenningur við að fara yfir Sóleyjarhöfða horfinn. Það væri upplagður sunnudagsrúntur á slyddara að renna inn á Kjöl fá smá spotta af röff vegi frá Kerlingafjöllum og að stíflu við Norðlingaölduveitu eða annars konar brú á Þjórsá, fá sér kaffisopa í Hrauneyjum og brenna svo í bæinn fyrir kvöldmat. Þetta með röff veg þarna á milli er að vísu háð því að ekki verði talin þörf á vegtengingu á milli þessara svæða.
Var bara að velta þessu fyrir mér með hliðsjón af könnuninni sem nú er í gangi á vefnum.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.