FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skálar og framkvæmdir

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Skálar og framkvæmdir

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.01.2006 at 18:48 #197026
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Núna í kvöldfréttum var rætt við formann Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um rekstrarörðugleika skála þeirra við Snæfell, en gistinóttum í skálanum hefur fækkað verulega upp á síðkastið. Sama á við um skálana við Egilssel og Geldingafell. Þetta er rakið beint til þeirra framkvæmda sem eru á svæðinu, bæði er orðinn skotvegur inn að Snæfelli þannig að í stað þess að gista í skálanum fer fólk í dagsferðir þarna inn eftir og svo hafa framkvæmdirnar sem nú eru raunar allt í kringum Snæfell dregið úr aðdráttarafli svæðisins til útivistar.

    Svosem ekkert sem þarf að koma á óvart, en leiðir hugann að því hvaða áhrif Norðlingaölduveita gæti haft á rekstrargrunn Setursins, svo ekki sé talað um ef líka væri farið út í virkjanaframkvæmdir í nágrenni Kerlingafjalla með tilheyrandi vegagerð. Við þetta væri kominn mjög greiðfær og fljótfarinn vegur í næsta nágrenni skálans beggja vegna og allur spenningur við að fara yfir Sóleyjarhöfða horfinn. Það væri upplagður sunnudagsrúntur á slyddara að renna inn á Kjöl fá smá spotta af röff vegi frá Kerlingafjöllum og að stíflu við Norðlingaölduveitu eða annars konar brú á Þjórsá, fá sér kaffisopa í Hrauneyjum og brenna svo í bæinn fyrir kvöldmat. Þetta með röff veg þarna á milli er að vísu háð því að ekki verði talin þörf á vegtengingu á milli þessara svæða.

    Var bara að velta þessu fyrir mér með hliðsjón af könnuninni sem nú er í gangi á vefnum.
    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 14.01.2006 at 07:41 #538600
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er sammála Benna um að það er mjög mikilvægt að það fari fram sem víðtækust umræða um þessi mál innan klúbbsins. Það er tilgangslaust fyrir forsvarsmenn hans að beita sér í málum, ef þorri félagsmanna er ekki með á nótunum, eða jafnvel ósammála. Sennilega er besti vettvangurinn fyrir umræður af þessu tagi á vefnum, en það er líka hægt að ná til félagsmanna á mánudagsfundum og með pistlum í Setrinu. Ég held að það myndu ekki margir koma á fundi sem sérstaklega væru boðaðir til þess að fjalla um einstök mál. Á síðasta landsfundi var mjög góð umræða um skipulagsmál hálendisins.
    Að mínu viti þarf klúbburinn að taka afstöðu til einstakra framkvæmda einsog Norðlingaölduveitu, Skaftárveitu og virkjana í Skagafirði og Skjálfandafljóti.

    -Einar





    16.01.2006 at 11:04 #538602
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179304:n0cepfnj]þessari frétt[/url:n0cepfnj] fer stuðningur við áfrorm Landsvirkjunnar um framkvæmdir í nágrenni Setursins þverrandi.

    -Einar





    16.01.2006 at 13:14 #538604
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það er hárrétt sem Benni segir að viðræður/umræður stjórnarmanna klúbbsins á ekki að vera tilviljunarkennd eða af brjóstviti þeirra er þar mæla. Lög klúbbsins eru ágæt en enga stefnumótun hef ég séð, t.d. hver er stefna klúbbsins í virkjunarmálum, skálamálum, fjarskiptamálum, vefsíðumálum svo eitthvað sé nefnt. Hvernig ætla menn að mótmæla virkjunarframkvæmdum þar sem þörf er á án þess að lenda í flokki með skyrsletturum. Hver er stefna klúbbsins í vefsíðumálum, veslings maðurinn kom í pontu á síðasta fundi og upplýsi okkur hin um að eina embættisverkið sem nefndin hefur framkvæmt var að taka við embættinu !!. Fjármál ! hvernig á að skipta krónunum á milli málaflokka.
    Eins og ég sagði þá hef ég ekki séð neina stefnumótun en ef hún er til þá er nauðsynlegt að hún sé aðgengileg fyrir félagsmenn. Ég reyndi að fara inn á lög klúbbsins áðan en gat ekki “The page cannot be found“ því gæti einn liðurinn í stefnumótuninni verið “lög klúbbsins skulu ætið vera aðgengileg félagsmönnum klúbbsins.

    kv. vals.





    16.01.2006 at 21:43 #538606
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sælir

    Ég get ekki betur séð en að ferðaklúbburinn 4×4 hafi stundað mótmæli með nokkuð kröftugum hætti þegar ráðherrum var boðið í bíltúr. Þessa ferð lít ég á sem mótmæli þó að þau hafi farið með eindæmum friðsamlega fram og engan veginn sett félagið í hóp skyrslettara og skemmdarvarga á nokkurn hátt.

    Kv Izan





    16.01.2006 at 22:58 #538608
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er í sjálfu sér hárrétt. Kannski ekki beinlínis rétt að segja mótmæli en engu að síður pólitísk aðgerð. Það var líka pólitísk aðgerð að sækja um fjármagn til Alþingis til uppbyggingar á VHF kerfinu því ekkert er meiri pólitík en að hafa áhrif á það hvernig sameiginlegum sjóð landsmanna er útdeilt. Það má nefna margt fleira sem er a.m.k. jafn pólitískt eins og að reyna að sporna við mannvirkjagerð við og á jeppaleiðum. Það viriðist líka komið á daginn að stikuferðir séu pólitík allavega að mati einhverra þó við höfum litið á það sem sakleysislega aðgerð í umhverfismálum. Mótmælin gegn olíugjaldinu sem klúbburinn stóð fyrir voru náttúrulega hápólitsk. Það er nefnilega aldrei neitt að flækjast sérstaklega fyrir okkur að skipta okkur að pólitík nema þegar kemur að mannvirkjagerð á hálendinu, þá sérstaklega virkjanaframkvæmdum og jafnvel hálendisvegum, þó þarna séu í sumum tilfellum mál sem hreyfa rækilega við augljósum hagsmunum okkar, ekki síður en önnur mál sem hér eru nefnd.
    Kv – Skúli





    17.01.2006 at 00:36 #538610
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Sælir félagar.

    Könnunin á forsíðu er út af fyrir sig svolítið dæmigerð fyrir ákveðinn misskilning sem mér finnst örla á í umræðunni. Að sjálfsögðu koma virkjanir, eða virkjanamál sem slík ekki ferðaklúbbnum við.

    En það gera hinsvegar umhvefismál alveg tvímælalaust, með góðum vilja má meira að segja lesa það úr lögum klúbbsins, eða þeirri klausu sem var sett inn hér að ofan.
    ————
    2. grein.
    Markmið félagsins eru:
    Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.

    Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
    ————
    Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klúbburinn ræði innbyrðis og taki afstöðu til afleiðinga virkjana á umhverfið svosem; stíflur, lón, vegi og skurði og hvað annað sem framkvæmdum fylgir. Í því þarf alls ekki, og á ekki, að vera nein sérstök afstaða til virkjana. Það er alveg auglóst að mínu mati að hvert tilfelli verður að meta fyrir sig. Klúbburinn getur þannig ályktað gegn (eða gert athugasemdir við) vissu lóni, eða vegstæði eða hverju því sem félagsmenn telja æskilegt í þágu umhvefisverndar, eða sinna hagsmuna af öðru tagi, þar með í þágu þeirra sem leið eiga um íslenska náttúru nú sem í framtíðinni. Þetta ætti að vera hægt að gera án þess að taka afstöðu til virkjana almennt, eða jafnvel til einstakra virkjana.

    Að vera á móti einhverri virkjun er fremur altæk afstaða, að vera á móti því að lónið fyrir hana flæmist um stórt svæði er allt annar hlutur, og mun nær lagi að ferðaklúbbur hafi skoðun á því. Þannig gæti 4×4 orðið einn af þeim aðilum sem hnika til markalínum þegar virkjanir eru skipulagðar kjósi hann svo.





    17.01.2006 at 06:28 #538612
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er nefnilega hárrétt sem Ólafur Eiríksson segir hér fyrir ofan. Það er náttúrulega út úr kú að 4×4 fari að taka afstöðu móti öllum virkjunum og öllum framkvæmdum á hálendinu fortakslaust. Hinsvegar þurfum við að skoða hvert mál fyrir sig og EF viðkomandi framkvæmd, hvort sem það er stíflugerð eða eitthvað annað, breytir verulega eða hindrar að við getum farið tilteknar leiðir og/eða aðgengi að þeim sé verulega heft, ÞÁ er sjálfsagt að mótmæla. Við eigum hinsvegar ekki að vera í einhverju skyrslettustríði og ofbeldisaðgerðum, né heldur að vera með einhverja kreddufestu. Þessvegna vil ég ekki taka þátt í könnunni hér á síðunni, mér finnst að við eigum ekki að stilla málum upp á þennan hátt. Margar virkjunarframkvæmdir hafa síður en svo haft neikvæð áhrif á jeppa- og ferðamennsku, t.d. hafa framkvæmdir á Þjórsár/Tungnaársvæðinu yfirleitt verið fremur til að gera leiðir greiðari en hitt.





    17.01.2006 at 14:18 #538614
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    “Að taka afstöðu til“ þíðir í mínum huga að ákveða hvernig á að standa að hlutunum, t.d. afstaða okkar í virkjunarframkvæmdum er sú að við mótmælum eingöngu þar sem framkvæmdir skerða ferðafrelsi og/eða eyðileggja vinsæla jeppaslóða. Þetta er að taka afstöðu og er hluti af stefnumótun. Hér fyrir ofan er margt gott og ég sammála í mörgum tilfellum en margar góðar hugmyndir þíðir ekki alltaf eina stóra góða hugmynd. Þeir sem eru í forsvari fyrir klúbbinn hafa gert marga góða hluti og satt besta að segja ótrúlega góða hluti miðað við að þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu en ég er sannfærður um að árangurinn af þessu vinnuframlagi mundi skila betri árangri ef línurnar væru skýrari “ við ætlum að mótmæla þessu en ekki hinu“ þannig að ekki verði eytt púðri í málefni sem fellur undir“hinu“.

    Ég persónulega hef mynda mér stefnu í virkjunarmálum, ég ætla að taka afstöðu til þessara mála og hef ákveðið að mótmæla Norðlingaölduveitu, allri nýtingu á Langasjó, háhitavirkjun við Hrafntinnusker, Skaftárveitu og nokkrum fleiri en ég ætla ekki að mótmæla háhitavirkjun á Hellisheiði, Þjórsárvirkjun við Urriðafoss, Háhitavirkjunum við Mývatn og þar fyrir norðan og nokkrum öðrum.

    Nú er ég með það á hreinu hvenær ég næ í skyrdolluna.

    kv. vals.





    18.01.2006 at 00:16 #538616
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Nú lítur út fyrir að Norðlingaölduveita sé úr sögunni. Þá er það líklega [url=http://www.natkop.is/photos/Lifriki_Langasjavar.pdf:2bubj4qq]Langisjór[/url:2bubj4qq] sem er mest aðkallandi að forða frá jarðýtum og búkollunum. Mér finnst að hann sé nokkurra skyrdollna virði.

    -Einar





    18.01.2006 at 09:28 #538618
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Persónulega er ég sammála eik um það að það sé nokkurs virði að náttúran fái áfram að stjórna útliti Langasjós, enda hefur hún unnið þar frábært verk. Hagsmunir klúbbsins eru þar ekki eins augljósir eins og varðandi Norðlingaölduveitu, en þó má segja að þarna séu í veði hagsmunir allra sem ferðast um náttúruna til þess að njóta hennar.

    Það er mikið til í því hjá Vals að stefnumörkun í þessum málum innan klúbbsins væri gagnlegt og ljóst að forysta klúbbsins gerir enga stóra hluti í þessum málum öðru vísi en fyrir liggi einhverjar slíkar samþykktir. Það má nefna að innan Landverndar er núna verið að vinna stefnu varðandi hálendisvegi og útkoman úr því verður lögð fyrir aðalfund. Þar er þetta unnið þannig að fulltrúar ýmissa samtaka og aðila sem málið kemur við eru fengnir í einskonar vinnuhóp til að sem flest sjónarmið komi fram, þ.á.m fulltrúi 4×4. Við gætum vissulega farið þá leið að setja saman hóp sem mótaði einhverja tillögu fyrir næsta aðalfund, það gæti auðveldað næstu stjórn að vera aðeins meira áberandi í þessari umræðu.

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 21 through 30 (of 30 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.