Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Skálar og framkvæmdir
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2006 at 18:48 #197026
Núna í kvöldfréttum var rætt við formann Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um rekstrarörðugleika skála þeirra við Snæfell, en gistinóttum í skálanum hefur fækkað verulega upp á síðkastið. Sama á við um skálana við Egilssel og Geldingafell. Þetta er rakið beint til þeirra framkvæmda sem eru á svæðinu, bæði er orðinn skotvegur inn að Snæfelli þannig að í stað þess að gista í skálanum fer fólk í dagsferðir þarna inn eftir og svo hafa framkvæmdirnar sem nú eru raunar allt í kringum Snæfell dregið úr aðdráttarafli svæðisins til útivistar.
Svosem ekkert sem þarf að koma á óvart, en leiðir hugann að því hvaða áhrif Norðlingaölduveita gæti haft á rekstrargrunn Setursins, svo ekki sé talað um ef líka væri farið út í virkjanaframkvæmdir í nágrenni Kerlingafjalla með tilheyrandi vegagerð. Við þetta væri kominn mjög greiðfær og fljótfarinn vegur í næsta nágrenni skálans beggja vegna og allur spenningur við að fara yfir Sóleyjarhöfða horfinn. Það væri upplagður sunnudagsrúntur á slyddara að renna inn á Kjöl fá smá spotta af röff vegi frá Kerlingafjöllum og að stíflu við Norðlingaölduveitu eða annars konar brú á Þjórsá, fá sér kaffisopa í Hrauneyjum og brenna svo í bæinn fyrir kvöldmat. Þetta með röff veg þarna á milli er að vísu háð því að ekki verði talin þörf á vegtengingu á milli þessara svæða.
Var bara að velta þessu fyrir mér með hliðsjón af könnuninni sem nú er í gangi á vefnum.
Kv – Skúli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2006 at 21:45 #538560
Ánægjulegt að sjá að formaðurinn hafi slitið barnskónum í embætti og sé amk. byrjaður að "velta því fyrir sér" að klúbburinn megi hugsanlega, jafnvel, kannski, taka afstöðu. Minnist þess að hafa átt orðaskipti við hann nákvæmlega um þetta mál bæði hér og annarsstaðar á hans sokkabandsárum í starfi. Í þeirri umræðu benti ég ma. á áhrif ýmissa framkvæmda á okkar ferðasvæðum og því eðlilegt að mínu mati að skipta sér af sem hagsmunaaðili. Ég er ekki að tala um að klúbburinn verði einhverskonar "hardcore" friðunarsamtök. En ýmislegt er nú brallað á landinu sem væri allt í lagi að hnýta í eða ræða, ss. sumar vegalagningar í nafni "umbóta" á hálendinu oþh. Hef reyndar um nokkurt skeið tekið eftir ákvðinni viðhorfsbreytingu hjá stjórn 4×4 sem ég tel vera í rétta átt. Á ég þar við opinská umræða einstaka stjórnarmanna hér á spjallinu. Ennþá hef ég samt ekki séð neinar ályktanir eða aftstöðu til póltískra hitamála í þjóðfélaginu sem rekja má beinlínis til klúbbsins og finnst mér þar megi meira gera. Þetta getur orðið svo miklu meira en saumaklúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim!
11.01.2006 at 21:46 #538562Þetta er virkilega aktuelt mál, held ég, fyrir þau frjálsu félagasamtök, sem eiga og reka hálendisskála. Mér er vel kunnugt um að þessi mál hafa verið heilmikið rædd á vettvangi Ferðafélagsins og deilda þess og margir fletir verið skoðaðir. Tilvist skálanna hefur meðal annars byggst á því að hálendisslóðirnar hafa verið tiltölulega seinfarnar miðað við lengd, og því verið grundvöllur fyrir svona frumstæðri gistiaðstöðu. Ef haldið verður áfram að byggja hálendisvegina upp, eins og hávær kröfugerðarhópur hefur krafist, þá styttist sá tími, sem tekur að aka t.d. vinsælar leiðir eins og Fjallabaksleið nyrðri, Kjöl og Sprengisand. Þar með er grundvöllur á núverandi rekstrarfyrirkomulagi í raun fyrir bí, því sumarumferðin hefur í sjálfu sér gefið eigendum skálanna bróðurpartinn af þeim tekjum, sem standa undir viðhaldi skálanna og rekstri að öðru leyti. Innan Ferðafélagsins hafa menn líka rætt þá staðreynd, að þeim fer sífellt fækkandi, sem leggja vilja á sig sjálfboðaliðsstarf til að vinna þau störf, sem hingað til hafa verið unnin og í raun gert tilvist skálanna og annarra mannvirkja sem það félag hefur staðið fyrir mögulega. Það er í sjálfu sér spurning, hvort þessi félagasamtök öll sem standa að samtökum útivistarfélaga og eiga og reka mannvirki á hálendinu eigi ekka að halda einhverskonar sameiginlegan fulltrúaráðsfund, til að ræða þessi mál og önnur sem breyttum aðstæðum tengjst til að stilla saman strengina svo allir séu að toga í sömu áttina.
12.01.2006 at 19:28 #538564Sælir
Hvenær og hvar var þessi frétt ég bara finn hana ekki og hálflangar að heyra hana
Kv Izan
12.01.2006 at 20:08 #538566Þakka þér komplimentið, Jóhannes Jensson, þ.e.a.s. ef þú þá heitir það, efa stórlega að maður sem hefur mynd af Adolf heitnum Hitler á upplýsingasíðu sinni sé að kynna sitt rétta nafn. En það er ástæða fyrir okkur öll, sem erum þátttakendur í spjalli á þessum síðum og þakka verkfræðingnum fyrir að gefa okkur þann stimpil af við séum ekki hugsandi fólk. Tek það nú reyndar ekki mjög nærri mér og vona að Skúli geri það ekki heldur. En ef þú treystir þér til að standa þig betur en aðrir til að veita klúbbnum forystu, er rétta leiðin að koma fram á næsta aðalfundi og bjóða fram krafta sína og sannfæra fundarmenn um að skoðun þín eigi hljómgrunn. Ef húnhefur þann grunn hinsvegar ekki, verður þú að vera maður til að taka því.
12.01.2006 at 20:42 #53856812.01.2006 at 22:13 #538570Þorkell, þér er alveg óhætt að treysta því að gagnrýni Verkfræðingsins á stjórnina heldur ekki fyrir mér vöku. Helst að ég hafði áhyggjur af því að innlegg hans yrði til að fleiri myndu ekki tjá sig um þetta mál, en gott að það varð ekki raunin.
Mér finnst alltaf athyglisvert sjónarmið Rúnars Inga og þær rökræður sem við höfum átt um þessi mál og ég hafði mjög gaman að því að ræða þessi mál við hann þegar við áttum þessi orðaskipti sem hann nefnir. Enda er þarna gallharður Landrover maður á ferð og hefur því glögga sýn á alla hluti. Þó Rúnari þyki ég hafa verið heldur varkár í að leggja fram afstöðu fyrir hönd klúbbsins, þá held ég að við séum í stórum dráttum sammála. Ég held ég geti sagt að ég hafi lýst nokkuð skoðun minni í þessum málum í febrúarblaði Setursins 2003 og stend enn á þeirri skoðun sem ég setti fram þar (fyrir þá sem nenna að flétta því upp).
Af þeim sem hafa kosið í skoðanakönnuninni sem nú er í gangi telja 54% að klúbburinn eigi ekki að taka afstöðu í virkjanamálum, 46% á andstæðri skoðun. Þessi spurning er auðvitað nokkuð opin en um leið má segja að hún er laus við að vera leiðandi og því nokkuð góð. Þetta dæmi með Snæfell og það hugsanlega dæmi sem ég dró upp um áhrif Norðlingaölduveitu sýnir raunar mjög skýrt fram á að virkjanamál geta haft mikil áhrif á þá jeppamennsku sem klúbbfélagar eru að ástunda. Það getur gerst með ýmsum hætti og einn þáttur í því er að skálarnir missa gildi sitt og verða einskis virði nema til að sækja bætur í sjóði orkufyrirtækja. Þannig getur t.d. farið fyrir Réttartorfu og sömuleiðis Þeystarreykjum sem að vísu er ekki í eigu klúbbsins en Húsavíkurdeild hefur lagt mikla vinnu og fjármuni í hann. Þó svo megi setja spurningamerki við hvaða umboð stjórn klúbbsins hafi til að taka afstöðu í einstökum málum, þá held ég hljóti að vera óumdeilanlegt að þegar framkvæmdir snúa beint og með óyggjandi hætti að hagsmunum klúbbsins geta hendur stjórnar tæplega verið bundnar.
Kv – Skúli
12.01.2006 at 22:43 #538572Spurningin er hvert er í raun hlutverk klúbbsins ? Hvernig er það skilgreint í lögum hans ? Lögin eru ekki lengur aðgengileg hérna á síðunni og því gat ég ekki litið í þau.
En nóg um það – Ég lít svo á að klúbburinn sé fyrst og fremst vetvangur áhugafólks um jeppa og ferðamennsku til að hittast og deila áhugamálinu og hlutum því tengdu. Jafnframt lít ég svo á að það sé hlutverk klúbbsins að verja sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna.
Það er nákvæmlega þar sem vandinn liggur "SAMEIGINLEGA HAGSMUNI" – Það er óumdeilanlegt að það eru sameiginlegir hagsmunir að við fáum að aka um vegi og vegleysur á breyttum bílum. Það er óumdeilanlegt að það eru sameiginlegir hagsmunir að við fáum að aka um á snjó og frosini jörð.
EN er það óumdeillanlegt að sameiginlegir hagsmunir allra í klúbbnum séu að það verði ekki virkjað hér eða þar á landinu ? Ef klúbburinn tekur afstöðu með eða á móti Kárhnjúkum eða Norðlingaölduveitu – á hann þá líka að taka afstöðu um aðrar virkjanir, s.s. Hellisheiði, Krísuvík, Svartsengi, Kröflu, Þeistareyki o.s.frv.
Og ef klúbburinn tekur afstöðu með eða á móti – er hann þá að gegna hlutverki sínu og gæta sameiginlegra hagsmuna allra félagsmanna.
Nú síðan má spyrja sig að ef klúbburinn á að taka afstöðu í virkjanamálum, hvað þá með önnur málefni sem geta hugsanlega tengst hluta félagsmanna á beinan eða óbeinan hátt ? Eða önnur þjóðfélagsmál sem eru í deiglunni í það skiptið ?
Nei ég tel að það sé mjög varasamt að áhugamannaklúbbur um ferðamennsku fari að taka afstöðu með eða á móti í málefnum sem eru jafn umdeild, jafnt í þjóðfélaginu sem og innan klúbbsins. Slíkt myndi án nokkurs vafa skaða klúbbinn og hans sérstöðu sem málsvara og hagsmunagæsluaðila jeppamanna til lengri tíma litið og myndi án nokkurs vafa veikja stöðuna í samskiptum við stjórnvöld – VG verða aldrei í stjórn….
Þetta er algerlega óháð minni afstöðu til virkjanna á hálendinu og snýst bara um sýn mína á hlutverk klúbbsins sem ópólitísks ferðaklúbbs. Ég get mótmælt eða hvatt til virkjana á öðrum vetvangi en í gegnum þennan félagsskap.
Benni
12.01.2006 at 23:13 #53857412.01.2006 at 23:26 #538576Það er svo sem sem ég hélt – Lög klúbbsins gefa ekkert tilefni til að hann taki afstöðu í svona málefnum – Markmiðin eru skýr og að mínu mati þyrfti lagabreytingu til að klúbburinn eða stjórn fyrir hans hönd geti tekið opinbera afstöðu í svona málum.
2. grein.
Markmið félagsins eru:
Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á
fjórhjóladrifsbifreiðum.
Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og
umræðu um náttúruvernd.
Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er
lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er viðkemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða
og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
Að efla tengsl og kynni félagsmanna.Benni
12.01.2006 at 23:37 #538578Hér að ofan lýsa menn áhyggjum sínum að með uppbyggðum vegum þá missi ákveðnir staðir sjarma sinn og þar sjái enginn lengur ástæðu til að gista.
Guðbrandur minnist á að stilla saman strengi útivistasamtaka og að þessi mál hafi verið reyfuð innan Ferðafélagsins.
Í tvígang hef ég opinberlega með blaðagreinum reynt að fá fram afstöðu Ferðafélags Íslands til tilvonandi hraðbrautar inn á Þórsmörk. Ekkert svar hefur enn fengist tveimur árum síðar. Formaður Útivistar (samkeppnisaðila 4×4 klúbbsins að mati Verkfræðingsins) svaraði hins vegar strax á opinberum vettvangi og fordæmdi veglagninguna.
Ég þykist vita að rekstur skála Ferðafélgsins í Langadal gangi illa og er Krossá kennt um. Ég vil meina að þar blandist inn í ræfilsskapur nútíma jeppamanna sem ekki þora eða tíma að keyra yfir Krossá (kemur upp í hugann að það sem sagt hefur verið að klúbburinn þarf nauðsynlega að standa fyrir námskeiði í umgengni við straumvötn).
Ferðafélag Íslands getur varla tekið afstöðu gegn uppbyggðum vegi á einum stað en ekki öðrum eftir fjárhagslegum dyntum. Sama á við 4×4 klúbbinn. Félagsskapur sem hvorki þorir eða getur tekið afstöðu t.d. gegn virkjunum og uppbyggðum vegum þeim samhliða getur varla vænst þess að fá að hafa niðurgrafna jeppavegi í friði.
Mér sýnist að hér sé hver höndin upp á móti annarri. Þurfa menn ekki að vera samkvæmir sjálfum sér og taka afstöðu áður en það er of seint? Hér er ekki hægt að vera bæði með og á móti.
Kv. Árni Alf.
12.01.2006 at 23:53 #538580Formaður Útivistar er ekki formaður Ferðaklúbbsins 4×4. Skúli H Skúlasson er framkvæmdarstjóri Útivistar. Og byrjaði ekki að starfa fyrir Útivist fyrr en nokkru eftir síðasta aðalfund Ferðaklúbbsins 4×4
Jón Snæland stjórn
13.01.2006 at 00:05 #538582Rétt hjá Ofsa að benda á þetta. Ég hefði mátt orða þetta betur svo ekki kæmi upp misskilningur. Formaður ferðafélagsins Útivistar sem ég minntist á hér að ofan og skrifaði gegn uppbyggðum vegi inn á Mörk heitir Árni Jóhannsson.
Kv. Árni Alf.
13.01.2006 at 00:19 #538584…ef það er ekki til að hafa áhrif á möguleika okkar í framtíðinni til ferðalaga á breyttum bifreiðum?
Mér sýnist reyndar hlutföllin breytast hratt Skúli og þó ég sé ekki tölfræðingur hef ég þó næga innsýn í fagið til að sjá að munurinn sé í það besta tæplega marktækur, mv. fjölda þáttakenda oþh. 48,0/51,9 77 þáttakendur (reyndar einkennilegur munur á náumundun jáara og neiara ).
Reyndar hefur minn málflutningur ekkert með nákvæmlega þessa spurningu á vefnum núna að gera og get ég í mörgu tekið undir með Benna, en þó ekki í því að klúbburinn "sé fyrst og fremst vetvangur áhugafólks um jeppa og ferðamennsku til að hittast…..". Þessi klúbbur var og verður kannski aftur, eitthvað miklu mikilvirkara afl.
Virkjanir og sambærilegar framkvæmdir eru auðvitað stórpólitísk mál og vitanlega aldrei hægt að segja alla meðlimi tala einum rómi. Og talandi um virkjanir fylgir þeim ýmis hliðarverkefni/mál sem vel má benda á og skifta sér af. Ég hvet ekkert endilega til að klúbburinn taki afgerandi afstöðu til allra virkjana í sjálfu sér en öllu má nú ofgera, þegja eða þegja. Klúbburinn er að því að mér sýnist gersamlega steingeldur á öllum sviðum og sést aldrei taka til máls opinberlega. Þ.a.l. hann er auðvitað ekki tekinn alvarlega á neinum sviðum sem ráðandi eru sem von er.
Það er t.d. óumdeilt að margar framkvæmdir á jeppaslóð valda óþægilegum og jafnvel afgerandi breytingum til hins verra fyrir jeppamenn (ferðamenn). Af mörgu er að taka og forðast ég að nefna dæmi að svo komnu til að dreifa ekki þræðinum á dreif. Mér finnst einfaldlega að klúbburinn eigi að blanda sér í umræðuna. Margir "ómerkilegri" hópar gera það.
13.01.2006 at 00:35 #538586Lagatextinn sem Agnar vísar á hér að ofan á líklega við lögin eins og þau voru fyrir síðast aðalfund. Á síðasta aðalfundi voru að ég held gerðar nokkrar breytingar, en ég held að þær skipti ekki máli fyrir þessa umræðu. Ég get nú ekki lesið það út úr þessum markmiðum, að helstu viðfangsefni klúbbsins séu rekstur fjarskipta og ferðaþjónustu (skála) á hálendinu. Þetta eru þó þeir þættir sem taka stærstan hluta af fjármunum klúbbsins um þessar mundir. Í lögunum er mest áhersla lögð á atriði sem eru á verksviði tækninefndar klúbbsins. Síðustu 10-15 árin hefur sú nefnd ekki verið mjög áberandi. Að hluta til er skýringin sú að á fyrstu árum klúbbsins náði hann gríðarlega góðum árangri að því er varðar reglur um breytingar á jeppum.
Breyttar áherslur í starfi klúbbsins, sem stafa af breyttum aðstæðum, endurspeglast því ekki í lögum hans. Ef menn ætla að túlka lögin á þann hátt sem Benni gerir, þyrfti líklega að endurskoða lagatextann um markmið klúbbsins, í ljósi breyttra aðstæðna. Ég er þó mjög sáttur við markmiðin eins og þau eru skilgreind í núverandi lögum. Samkvæmt þeim þá er markmið hans að gæta hagsmuna þeirra sem nota jeppa til þess að ferðast um Ísland, og að stuðla að verndun Íslenskrar náttúru.
Stærsta ógnin við þá ferðmennsku sem ég hef stundað, er sú stefna að virkja allt sem hægt er að virkja. Þetta hefur verið stefna stjórnvalda lengi en það sem hélt aftur af virkjanaáráttunni var geta íslensks almennings til þess að niðurgreiða rafmagn til stóriðju. Nú virðast markaðsaðstæður hafa breyst þannig að nú eru álfyrirtækin fáanleg til þess að greiða verð sem stendur undir megninu af beinum kostnaði við virkjanaframkvæmdirnar. Þá er eins og allar flóðgáttir hafi opnast. Ef svo fer sem horfir verða allar helstu ár á hálendinu horfnar í lón, skurði og jarðgöng innan örfárra ára, og stór svæði komin undir lón, sem tengd eru með skurðum, uppbyggðum vegum og stíflugörðum. Þetta er mál sem snertir mína hagsmuni sem jeppamanns, og því á verksviði klúbbsins að láta þessi mál til sín taka. Til þess þarf ekki að breyta lögum klúbbsins.-Einar
13.01.2006 at 10:00 #538588Ég held að þið detti engum í hug að klúbburinn skipti sér af umræðum um allar virkjanaframkvæmdir. Mér finnst Benni nefnilega aðeins snúa röksemdinni á hvolf. Spurningin er raunar, er hægt að standa á því að klúbburinn taki ekki þátt í umræðu um virkjanir JAFNVEL þó umrædd framkvæmd hafi umtalsverð áhrif á hagsmuni klúbbsins og ferðamennsku félaga hans. Ef svarið við því er nei er klúbburinn í raun að taka afstöðu. Ef nágranni minn grefur skurð í gegnum garðinn minn er ég í raun að samþykkja gerðir hans ef ég horfi á án þess að gera neina athugasemd. Það kann að vera að það felist í því pólitík að gera athugasemdir við að algengar ferðaleiðir okkar séu eyðilagðar með virkjanaframkvæmdir, en það er ekki síður pólitík að þegja þunnu hljóði í málum þar sem við höfum augljósa hagsmuni. Þá eru menn að láta hagsmuni sína sem jeppamenn víkja fyrir einhverjum öðrum hagsmunum, því fæstir erum við bara jeppamenn heldur jafnframt eitthvað annað, s.s. verktakar, eðilsfræðingar, smiðir eða framsóknarmenn. Á hinn bóginn hafa t.d. virkjanir neðar í Þjórsá augljóslega engin áhrif á okkar ferðamennsku eða hagsmuni klúbbsins og við höfum einfaldlega ekkert að leggja fram í þeirri umræðu.
Kv – Skúli
13.01.2006 at 10:08 #538590vegna þess að þar er hægt að tjalda húsbílum og felíhýsum í fallegum rjóðrum á meðan fallegustu staðirnir í langadal eru fráteknir fyrir tjöld og við hinir verðum að vera á planinu. Ef Ferðafélagið ætlar að fá meira að gera verða þeir að búa til slóða inn dalinn svo að hægt se að lokka aðra en göngufólk með venjuleg tjöld.
13.01.2006 at 10:39 #538592Alveg hárétt hjá Freysa. Þeir norðan Krossár þurfa að laga aðgengi fólks með bíla að tjaldstæðum, bæði í Húsadal og Langadal og nágrenni til að lokka fólk að. Þessu er vel hægt að breyta.
Þeir sem gista í skála eru hins vegar sjaldnast með tjald eða fellihýsi í eftirdragi. Með því að brúa allt heila klabbið breytir litlu nema að fækkka enn frekar gistinætum í þessum skálum.Þetta kemur kannski megin efni umræðunnar hér ekki beint við en tengist þó.
Kv. Árni Alf.
13.01.2006 at 12:19 #538594Að sjálfsögðu er það rétt hjá Skúla að það að gera ekki neitt er afstaða út af fyrir sig.
En varðandi könnunina hér til hliðar þá get ég varla ímyndað mér að hún teljist marktæk – en ég er þó ekki sérfræðingur í kannanamálum og veit ekki hvað þarf marga af 3 – 4000 manna klúbb til að fá marktæka niðurstöðu.
Það sem málið snýst um að mínu mati er hlutverk klúbbsins. Ég get vel fallist á það að það þjóni hagsmunum félagsmanna að sem minnst verði virkjað á hálendinu, en það eru samt alls ekki allir sem eru tilbúnir að sitja í félagsskap sem rís upp á afturlappirnar og mótmælir framkvæmdum við virkjanir og setur sig þar með í flokk með félagsskap eins og nátturverndarsamtökum íslands og fleiri slíkum sem sletta skyri og stunda skemmdarverk á eigum landsmanna.
En það er einmitt það álit sem hætt er við að þorri almennings fái á klúbbnum ef hann fer að hafa hátt um afstöðu sína í þessum umdeildu málum. Og slíkt gæti vel haft verulega neikvæð áhrif á starf klúbbsins á öðrum sviðum.
Svo er það hitt – ef að klúbburinn ætlar að fara að hafa sig í frammi um jafn umdeild og hápólitísk málefni og þetta þá hefur það að mínu mati afgerandi áhrif á val og vinnubrögð stjórnar.
Þannig myndi pólitísk afstaða manna fara að hafa áhrif við val þeirra í stjórn – það myndi allavega hafa áhrif á mig.
Eins tel ég að ef stjórn ætlar að fara að gefa út einhverja afstöðu klúbbsnis um ákveðin málefni þá verði hún að efna til stefnumótunarvinnu og leggja fram við félagsmenn og ræða á félagsfundi heilstæða stefnuskrá klúbbsins í þessum og öðrum sambærilegum málefnum. Það gengur ekki að mínu mati að ætla sér að rjúka upp til handa og fóta, stefnulaus, og mótmæla út í loftið.
Það er ekkert að því að klúbburinn breyti áherslum sínum og taki til við að verja þessa hagsmuni félagsmanna – ef þetta eru þá hagsmunir allra. En ef það á að vera þá verður að setja fram ákveðna stefnu í þessum málefnum og ræða hana á almennum fundi en ekki þannig að fáeinar hræður ræði hér á vefnum um þetta og stjórnin taki sig síðan til og fari að tala sínu máli fyrir hönd allra í klúbbnum. Slíkt gengur einfaldlega ekki – til þess var þessi stjórn ekki kjörin og ég fyrir mitt leiti tel hana ekki hafa umboð til þess.
Það eru mörg mjög góð og gild rök fyrir því að klúbburinn taki afstöðu í þessu máli – og til að hætta að tala undir rós þá eiga menn hér við að klúbburinn mótmæli virkjanaframkvæmdum í stað þess að sitja með hendur í skauti.
En það eru líka mörg góð og gild rök á móti og því tel ég að það verði einfaldlega að byrja á að taka afstöðu til þess hvort þetta sé yfir höfuð hlutverk klúbbsins og ef menn komast að því að svo sé þá er rétt að efna til almenns félagsfundar þar sem þessi mál verða rædd og síðan samþykkt ályktun eða stefna í þessu máli sem að stjórn getur presenterað.
Benni
P.S.
Ég tek það enn og aftur fram að ég er með þessu hvorki að lýsa stuðningi né andstöðu við virkjanaframkvæmdir – þett snýst að mínu mati fyrst um að skilgreina hlutverk og vinnubrögð klúbbsins.
13.01.2006 at 14:02 #538596Ég vil nú endilega byrja á að þakka Benedikt fyrir hvað hann er málefnalegur í sinni umræðu. En ég var að velta því fyrir mér, hvort við megum ekki gæta okkar svolítið á því að vera ekki of kaþólskir í að forðast allt sem ágreiningur er um í samfélaginu. Því eins og Skúli benti á, geta ýmis atriði, hvort sem það eru nú virkjanaframkvæmdir eða eitthvað annað, rekist á hagsmuni félagsins okkar, þ.e.a.s. hindrað okkur í að t.d. fara tilteknar leiðir eða því um líkt. Í slíkum tilvikum finnst mér að við ættum að geta gert athugasemdir við t.d. framkvæmdaaðila og áform þeirra, án þess að 4×4 væri í sjálfu sér að taka almenna afstöðu í öllum sambærilegum málum. Skilst þetta hjá mér?
13.01.2006 at 14:23 #538598Þetta finnst mér vera mjög skýrt hjá þér Þorkell og er einmitt það sem málið snýst um að mínu mati. Ég get líka tekið undir að Benni er málefnalegur í þessu og einmitt þess vegna er skemmtilegt að skiptast á skoðunum við hann.
Benni segir:
“.það eru samt alls ekki allir sem eru tilbúnir að sitja í félagsskap sem rís upp á afturlappirnar og mótmælir framkvæmdum við virkjanir og setur sig þar með í flokk með félagsskap eins og nátturverndarsamtökum íslands og fleiri slíkum sem sletta skyri og stunda skemmdarverk á eigum landsmanna.“
Þetta finnst mér mjög vafasöm rök. Það er þessi uppstilling sem á vissum stöðum er haldið á lofti m.a. og kannski einkum af stjórnmálamönnum að ef fólk hefur eitthvað að athuga við einstaka framkvæmd við virkjanir séu menn í hópi skemmdarverkamanna eða lopapeysuhippa. Ég er ekki viss um að þessi hugsun nái mikið út fyrir ramma stjórnmálanna, sérstaklega síðustu ár. Almenningur er farinn að meta einstaka virkjanakosti út frá hvort glóra sé í þeim eða ekki en ekki út frá flokkslínum og er það mjög jákvæð breyting. Nú þarf þessi hugsun að ná inn í stjórnmálaflokkana líka, þá myndi nú margt breytast.
Það er eitt að sletta skyri á ráðstefnum og annað gera athugasemd við að vinsæl jeppaleið inn að skála okkar sé eyðilögð eða gildi eigna klúbbsins skert. Þessi hugsun að “annað hvort ertu með okkur eða móti“ er bara til þess að drepa niður alla skynsamlega umræðu og virkjanaumræða á Íslandi má ábyggilega ekki við því (enda er henni stýrt af stjórnmálamönnum).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.