This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Til að svara spurningu Hvammsvíkurbarónsins af færðarsíðunni, þá er hérna tilraun til svars. Ef ég er að fara með rangt mál, þá væri velkomið að mér gáfaðri menn leiðréttu þetta, eða jafnvel segðu frekari frekari sögur af skálum félagsins.
Fyrsti skálin í Esjufjöllum var braggi, eins og Breiðá á Breiðamerkursandi. Þetta voru fyrstu skálar félagsins og byggðir 1951. Skálinn í Esjuföllum hefur líklega verið fluttur uppeftir á hestum. Þetta hefur verið heljarinnar framkvæmd þar sem vegakerfið í öræfum á þessum tíma samanstóð af eiginlega engu, og miklar ár á svæðinu (m.a. Breiðá sem nú er horfin). Bragginn í Esjufjöllunum
stóð framar í Tjaldmýrinni en núverandi skáli, og fauk hann í veðurofsa 1966.1977 var annar skáli reistur í fjöllunum og þá á sama stað og núverandi skáli. Þann skála dró snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík þangað uppeftir. Þessi snjóbill er lítið Weasel kríli frá því fyrir stríð, með 6 cyl Chevrolet vél. Bílinn var gefinn sveitinni af Guðmundi Jónassyni. Bíllinn vegur líklega um 1500kg og
er í dag staðsettur á björgunartólasafni í Vogunum. Hann er enn gangfær og fór í sína síðustu vatnajökulsferð rétt fyrir síðustu aldarmót Hvernig svona kríli kom skálanum upp brekkurnar að Tjaldmýrinni veit ég ekki, en jökullinn var þó þykkari þá og brekkurnar því ekki verið alveg jafn langar og brattar. Hef Þó heyrt að akkeri hafi verið rekið niður uppi á sléttunni, í það sett talía, og snjóbíllinn svo dregið skálann upp brekkuna með því að aka niður brekkuna. Þessi skáli fauk í vondu veðri 1999.Þriðji skálinn var fluttur uppeftir vorið 2002 og er töluvert stærri en sá eldri en er þó reystur á sömu undirstöðunum. Hann er nýjasti skáli félagsins. Hann var keyrður austur á 8 hjóla drifnum vörubíl sem keyrði hann upp á jökulsporðinn. Þar var skálanum skellt á stóra snjóþotu sem Reykur Hákarl (núverandi snjóbíll HSSR, sem er reyndar snjótroðari) dró svo upp jökulinn. Eitthvað reyndist þó brekkann óæskilega löng og brött fyrir ríflega 7 tonna snjóþotuna, svo nokkrir jeppar (9 stórir 44″ bílar) hjálpuðu til með því að tosa í troðarann og snjóþotuna. Bílarnir voru staðsettir uppi á sléttunni og nokkuð langur stálspotti lá niður brekkuna í troðarann. Stálspottinn slitnaði reyndar tvisvar ef ég man rétt við tosið. Brekkan var það leiðinleg að troðarinn þurfti að draga nokkra af jeppunum upp brekkuna fyrst.
kv
Rúnar.
You must be logged in to reply to this topic.