This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sé að FFA er að auglýsa á forsíðunni lokun á skálum í vetur. Það best ég veit er Ingólfsskáli einnig áfram lokaður, eins og verið hefur undanfarin ár. Stjórnarmenn í FFS segja að helsta ástæðan sé að skálagjöld skili sér bara alls ekki, auk þess sem umgengni hefur verið nokkuð ábótavant. Þessi skálamál frjálsra félagasamtaka til fjalla geta orðið ansi erfið viðfangs í framtíðinni. Það er afleitt ef tiltölulega lítill hópur fjallafara eyðileggur með samviskuleysi og kæruleysi fyrir þeim stóra meirihluta, sem gengur vel um og greiðir fyrir sín afnot af þessum þægindum. Þetta er auðvitað marg rætt mál innan okkar félagsskapar og því miður ansi misjafnt hvaða augum menn líta það að taka þátt í kostnaðinum við tilvist og rekstur fjallaskálanna. Kannski er tilgangslaust að taka þessa umræðu einu sinni enn; það er harðsnúinn hópur sem telur gistigjöld óþarfa íhlutun í sína ferðamennsku. En á þessu eru fjölmörg sjónarhorn. Það er áleitin spurning t.d. innan Ferðafélags Íslands, hvort og að hvaða leyti félagsmenn þar vilja standa með sínum félagsgjöldum undir byggingarkostnaði og rekstri á skálum, sem kannski fæstir félagar nýta sjálfir. Fleira mætti að sjálfsögðu nefna, en okkur í 4×4 stendur auðvitað næst að ræða okkar skála og þeirra rekstur. Læt hér staðar numið í bili.
You must be logged in to reply to this topic.