This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Logason 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2010 at 22:00 #212294
Sé á forsíðunni að auglýst er eftir fólki í vinnuferðir í Setrið við að byggja viðbyggingu.
Einhverstaðar á leiðinni missti ég úr, hvenær var ákveðið að fara í þessa framkvæmd?
Þetta hús hefur ekki verið fullt af fólki síðustu tvo vetur,svo þarf meira pláss?
Það kostar jú líka meira viðhald.
Og ef það á að gera þetta held ég að fólk sé ekki mikið tilbúið í dag að gera allt þetta verkefni frítt.
Þar spilar jú gríðalega hátt eldsneytis verð inní, og það er heldur engin smá vinna við að gera svona hús.
Hefur ekkert verið athugað hvað kostar að fá verktaka í þetta?
Annars gani ykkur vel með þetta.
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.04.2010 at 22:12 #691486
Það er nokkuð augljóst að það hefur verið stefnt að þessu síðastliðin tvö ár. Til einhvers var verið að koma upp sökklum undir bygginguna og það er alveg ljóst að ef við ekki notum það byggingaleyfi sem við höfum í höndum núna og gildir í tvö ár frá árinu í fyrra, þá tel ég að við fáum það ekki endurnýjað. Það er því núna eða aldrei að fara í það að koma upp fokheldri byggingu, það er alveg klárt að þetta svæði er að verða fjölfarnara en það hefur verið og þá er gott að hafa pláss til að leigja út. Fyrirspurnir um gistipláss fyrir hópa á sumrin hafa verið að aukast þannig að ég tel að horft sé til framtíðar með þessa framkvæmd. Ef hins vegar að upp kenur sú staða að félagar vilja ekki fara í þessa framkvæmd þá fari það og veri, ég tel þa vera glatað tækifæri til uppbyggingar til framtíðar. Kv. LME.
22.04.2010 at 23:00 #691488Ég verð að segja eins og er ég hef spurt um hvort ætti að fara í þessa byggingu nokkru sinnum og ávallt fengið þau svör frá stjórn að það væri ekki ákveðið (spurt á fundum) þegar ég og Bjarki vorum í skálanefnd á sínum tíma þá var sú ákvörðun tekin að endurnýja byggingaleyfi til að halda því opnu að meiga byggja í framtíðinni en á þeim tíma þótti nóg að fá endurnýjun og hefja framkvæmd að einhverju leiti og ég hélt að undirstöður væru nóg til að halda leifinu því að þá er jú bygging hafin. kannski er það misskilningur af minni hálfu?? en ég hélt annars að það þyrfti samþykki frá aðalfundi til að fara í framkvæmdir því að stjórnin hefur jú aðeins takamarkaða heimild til að eiða peningum klúbbsinns og í ljósi lítillar notkunar Setrusins þá finnst mér ansi hæpið að hefja framkvæmdir að svo stöddu og ef það er til aðtryggja okkur leyfi til byggingar húss sem aldrei á eftir að vera notað nema að litlu leiti og með miklum rekstrarkostnaði því jú stærra hús þá þarf meiri olíu og málingu undir þá tvo sem gista þarna í einu!!! hvað hafa margir gist í setrinu í vetur? og síðasta vetur, hvað þá um sumrin?
Ég persónulega vil eiga Setrið eins og það er og endurbyggja annann skála í nafni klúbbsinns annarstaðar hvar? er svo annað mál ekkert víst að það sé um annað að ræða:) fagna annars umræðu um þetta nú þegar stutt er í aðalfund
mbk Gísli Þór R3337
22.04.2010 at 23:22 #691490Stækkun á Setrinu
Þetta hefur verið í farvatninu alllengi. En á meðan þessar stækkunarhugmyndir hafa verið í gangi hjá klúbbnum. Þá hafa líka verið aðrar hugmyndir í gangi hjá leyninefndum hins opinbera um friðlandið í Þjórásarverum. Þar að segja mikil stækkun á friðlandinu og gæti verið að Setrið lenti innan friðlands og allur Hofsjökull og nágrenni. Einsog staðan er í dag er akstur jeppa einfaldlega bannaður á snjó innan friðlands í Þjórsárverum. Þetta þarf að hafa í huga með væntanlega stækkun. Einsog menn rekur vafalaust minni til, þá fékk klúbburinn bréf þess efnis vegna þorrablótsferðar klúbbsins. Og þetta verður ekki síðasta bréfið. Ef ákvæðin um friðlandið í Þjórsárverum fást ekki breytt, þá sé ég ekki alveg tilganginn með miklum rekstri á Setrinu innan svæðis það sem allt er bannað nema það sé sérstaklega leift.
Við höfum reynt að fá einhverja aðkomu að starfsnefndinni sem vinnur að stækkunarferlinu og hefur klúbbnum verið neitað um fulltrúa í nefndinni og klúbburinn hefur ekki heldur fengið að mæta á fund og kinna sjónarmið sín, þrátt fyrir eftirgangsemi.
Og boð um allrahanda aðstoð.
Mér finnst að það þurfi að fá þetta á hreint, helst fyrir aðalfund. Og taka síðan afstöðu til málsins í framhaldinu. Nema við ætlum okkur að vera hótelhaldarar fyrir göngufólk og slyddujeppa menn sem reka inn trýnið í Setrið að sumri. Jeppamenn hætta allavega að láta sjá sig þarna að vetri ef fram fer sem horfir.
22.04.2010 at 23:28 #691492Sá ekki innleggið hans Gísla. En ég er sammála honum að það sé ekki sérlega gáfulegt að fara út í stækkun á Setrinu á þessu óvissu tímum í skipulagsmálum. Og sennilega væri eðlilegra að leggja krafta í einhvern annan minni skála, þar sem er nokkuð tryggt að hægt sé að stunda vetrarakstur í nágrenninu. T,d mætti skoða möguleikana með Gásagust eða Hvanngiljahöll. Eða skálann sem á hugsanlega að byggja í Vonarskarði.
23.04.2010 at 11:01 #691494Ég er sammála því að stækkun á Setrinu sé ekki forgangsmál.
Ég sé ekki fyrir mér að aðsókn í húsið aukist þó svo að það sé stækkað.
kv. Atli E.
23.04.2010 at 11:12 #691496Þurfa menn þá ekki að spyrja sig af hverju aðsóknin hafi minnkað, hvað með skoðanakönnun.
kv. vals.
23.04.2010 at 12:32 #691498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég renndi lauslega yfir það sem er skrifað hér fyrir ofan og lýst þannig á að ekki er ólíklegt að aðsókn að Setrinu eigi eftir að aukast og það jafnvel verulega.
Mér lýst mjög vel á það að klúbburinn beiti kröftum sínum í að fá byggingarétt á skála undir Svarthöfða, t.d. tæpum kílómetra sunnan við Deili. Byggingaréttur þar er að mínu mati brýnast í skálamálum klúbbsins. Hinsvega má fara að reisa spítur samkvæmt þeim leyfum sem kúbburinn hefur nú þegar. Það væri hægt að kalla frakvæmdina bílskúrinn við Setrið og passandi fyrir 54" Ram.ÓE
23.04.2010 at 15:34 #691500
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…ég mundi að sjálfsögðu setja tilheyrandi skilti við nýfræmkvæmdina við Setrið. Enda vanur tilgangslausum ferðum upp á hálendið…
[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=279351:pjwcfffp]Húmoristi ársins 2004[/url:pjwcfffp]ÓE
23.04.2010 at 16:03 #691502Sælir
Stjórn hefur samþykkt allt að 1,5 millj. kr. til uppbyggingar á Setrinu sem ætlað er til að setja upp grindina og gera hana klára fyrir veturinn (Skálanefndin þarf að útkýra þetta betur), um er að ræða uppbygginu sem viðheldur byggingarleyfinu, þessa framkvæmd á að fara í í sumar ef hægt verður (ath. ekki er búið að taka endanlega afstöðu og mun skálanefndin gera það þ.e.a.s. hvort ráðist verði í þetta eða ekki).
Sú framkvæmd sem þarf að gera í sumar er að laga til í eldra húsinu og samþ. stjórn allt að 400 þús til þess.
Einnig er verið að skoða rafstöðvarmál og verða allar góðar uppástungur vel þegnar.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson formaður
24.04.2010 at 02:10 #691504Sælir félagar gaman að fá einhver svör þau eru þó ekki þau sem ég var að falast eftir. Ég veit ennþá ekki hvort eigi að byggja, ég veit ekki hvort það sé vilji félagsmanna að gera svo. Ég taldi mig vita að það hafi verið nóg að gera grunn fyrir bygginguna og því væri ekki þörf á viðbyggingu til að viðhalda byggingarleyfi en endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér ég verð ekkert sár þó sumir verði það:) Ég taldi klúbbinn ekki vera ferðafélag sem ætti að skaffa gistingu fyrir göngumenn í friðlandið ef svo er þá er komninn tími til að endurskýra klúbbinn og nefna ferðafélag?????? ég hélt að þetta væru hagsmunasamtök JEPPAMANNA ekki göngumann eða klúbbur til að GRÆÐA á gistingu göngumanna þó ég hafi ekkert á móti að græða á þeim þá vil ég frekar finna aðstöðu annarstaðar á fjöllum fyrir þann pening sem á að nota hér og þá er ég ekki að ræða um viðhaldspening Setursins það þarf sannarlega að halda því við og kominn tími til. Ég tel að það sé lægð í ferðamennsku sem og í klúbbnum og rétt sé að ýta úr vör átaki til að efla jeppamenn í því að ferðast á fjöllum en ekki láglendi. Ég legg því til að við finnum annann skála til að byggja upp og komum þessum klúbbi upp úr þessari lægð sem hann virðist vera í. Áfram Íslenskir jeppamenn:)
kv Gísli Þór
R3337
24.04.2010 at 10:58 #691506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gísli ég held að það sem formaðurinn er að reyna að segja, er að það verður byggt við Setrið í sumar ef mannskapur fæst. Efniskaup verða þó ekki hærri en 1,5 milla. Svona vinna getur verið mjög skemmtileg og upplögð leið fyrir nýja meðlimi að kynnast og fá tilfinninguna að eiga í klúbbnum. Flott væri að fá jafn öflugan mann eins og þig í þessa vinnu í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá grófan uppdrátt af fyrirhugaðri stækkun (bílskúr).[img:f3dk3ufn]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=279356&g2_serialNumber=1[/img:f3dk3ufn]
ÓE
24.04.2010 at 17:29 #691508Það er margt til í þessari umræðu hérna. Fyrst verð ég að leiðrétta þig Gísli með það að það hafi verið nóg að koma upp sökklum til að halda byggingaleyfinu. Samkvæmt því samtali sem ég átti við byggingafulltrúann á staðnum þá er meginreglan sú að leyfið gildir í tvö ár. Það er svo hlutur sem menn sjá mismunandi mikið í gegnum fingur sér með ef framkvæmdir eru sjáanlega í gangi. Þegar ég kom inn í skálanefndina fyrir ári síðan var fyrra leyfi runnið út og skila þurfti inn teikningum að nýju og fá nýtt leyfi. Þetta var gert og erum við nú í þeirri stöðu að hafa gilt byggingaleyfi sem gildir til tveggja ára, rennur út haustið 2011. Ef við höldum áfram framkvæmdum og komum húsinu í fokheldi innan þess tíma er ekkert hægt að gera meira í málinu af hálfu yfirvalda en ef við förum að teygja óeðlilega mikið á málinu verður hægt að fella leyfið úr gildi að því að mér skilst. Þetta er það mál sem við stöndum frammi fyrir svona í hnotskurn. Því hef ég viljað koma grind hússins upp í sumar og stífa hana vel eða klára að plötuklæða hana og koma svo húsinu í fokheldi næsta sumar. Þá erum við komin fyrir vind í þessu máli. Og það er rétt sem Óskar segir hér á undan, fjárveiting, allt að 1,5 milljón hefur fengist til verksins í sumar. Þar að auki hefur fengist fjárveiting, 400þús. til viðhalds á eldra húsinu. Þannig að það verður nóg að gera í sumar þ.e. ef félagsmenn fást til sjálfboðavinnu. Það er svo allt önnur umræða hvort menn yfirleitt vilja fara í þessar framkvæmdir. En frá því að ég kom í nefndina hefur allavega verið unnið að þessu máli og ég hef bara tekið við keflinu og haldið áfram með málið sem ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu með að væri ákveðið. Og það er einmitt gott að taka þessa umræðu hérna núna þegar stutt er í aðalfund og hægt að vinna í að breyta stefnunni ef vilji félagsmanna er fyrir hendi þar af lútandi. Halda mætti líka stefnumótunarfund varðandi framtíð Setursins þar sem mótuð yrði framtíðarstefna fyrir málefni skálans. En sjálfur hef ég þá trú að ef við notum ekki það tækifæri sem við höfum nú til að koma skálanum í það horf sem lagt var upp með í upphafi þá glatist það tækifæri vegna viðkvæmni svæðisins sem hann stendur á. Það má líka vel vera að menn vilji loka skálanum alfarið fyrir öðrum en félagsmönnu og hætta alfarið að hleypa utanfélagsmönnum að honum. Ég segi: Við skulum hafa aðstöðu til að leigja út hluta skálans til utanfélagsmanna og nota hluta af honum eingöngu fyrir okkur sjálf. Og tína má til að með stækkun væri hægt að halda landsfund á ný í Setrinu og spara þannig það fé sem fer til að greiða fyrir aðstöðu annars staðar þegar landsfundur er haldinn. Orkumál skálans hafa einnig verið til umræðu innan nefndarinnar og stjórnar, þar þarf verulega að taka til. Að mínu viti verður ljósavélin sem er þarna núna aldrei inni í framtíðaráformum nema þá sem varavél og sem orkugjafi í einhverjum þeim framkvæmdum þar sem rafmagnsfrek verkfæri kæmu til með að verða notuð. Mín sýn á þetta mál felst í vel uppbyggðu 12 volta kerfi þar sem sólarsellur, lífefnarafalar og lítil ljósavél myndu sjá skálanum fyrir orku til ljósa og fjarskifta. Vatn yrði dælt upp á 500 – 600 lítra tank af lítilli ljósavél sem nægði til að knýja vatnsdæluna og útbúnaðurinn þannig úr garði gerður að vélin færi af stað þegar tankurinn væri að tæmast og dræpi á sér þegar nægilegt borð væri komið á tankinn. Sírennsli þyrfti að vera úr tanknum til að koma í veg fyrir frost. Þetta kerfi mætti líka nota á veturna og þá væri olíunotkun að langmestu leyti bundin við hitun. Allt eru þetta bara pælingar ennþá og allt er þetta framkvæmanlegt en það þarf mun tæknifróðari mann en mig til að útfæra þessar hugmyndir. En að lokum, hvort láta á staðar numið með stærð Setursins og byggja freka annann skála einhversstaðar annarsstaðar er mál sem félagsmenn verða að gera upp við sig. Og taka mat á því hvort yfirleitt fæst orðið leyfi til að byggja skála einhversstaðar vegna einhverra verndunarsjónarmiða af einhverjum óljósum uppruna. Kv. LME.
P.s. Gísli, áttu við einhver sérstakan þegar þú segir að einhver verði sár þegar hann er leiðréttur?
25.04.2010 at 11:31 #691510Takk Logi fyrir að svara mér og svo ég byrji á endanum þá er ég ekki a skrifa um neinn sérstakann heldur eum þá stefnu sem félagsmenn virðast taka gagnvart öllum þeim sem skrifa um eitthvað annað en Toy Patr án þess að deila á það sem umræðu:)Ég stóð í þeirri meiningu að ekki þyrfti að reisa til að halda leifinu og takk fyrir að leiðrétta mig einnig fyrir að geta það án skítkasts ég hef reynt að skrifa mínbar skoðanir án þess í þessari umræðu ef umræðu skyldi kalla því að hvernig er hægt að túlka skoðanir félagsmann ef enginn svara eða skrifar þegar svona umræða á sér stað? Ég geta aðeins tjáð minar skoðanir en veit um nokkuð marga sem hafa sömu skoðanir og ég hvcað varðar Setrið en þeir eru væntanlega allir á fjöllum miðað við undirtektir. Ég kann virkilega vel að meta hreyn og klár svör þín gagnvart spurningum mínum það er eitthvað sem kannast ekki við frá skálanefnd undanfarin ár það er eins og ekki meigi spyrja "óþægilegra spurninga" þetta á líka við um stjórn klúbbsinns við verðum að muna að þetta er klubburinn okkar allra en ekki ævintýri einhverra fárra aðila og við eigum að tjá okkur mun meira um hluti sem viðkoma klúbbnum og í hvað okkar peningum er varið, það virðist samt ekki vera "inn" að tjá sig um þessa hluti heldur aðeins að rífa þær persónur niður sem framkvæma hlutina eftir að hlutirnir hafa verið framkvæmdir!!!!! Ég svaraði þessum þræði í von um að fá einhver svör nokkur eru komin en alls ekki öll ég veit núna þetta með byggingarleifið og smá um framkvæmd enekki hvort að þetta sé vilji félaga og ekki hversu mikil ásókn hefur verið í skálann undanfarinn vetru og sumur kannski er það ekki vitað. Mér finnst ekki gott að hefja byggingu ef það er gert af því bara og eða af því að það var stefnt að því það á vonandi eftir að birta til síðar og vissulega væri gott að eiga byggingarleyfi þá en þá má kannski finna önnur mið til að fiska á. Fyrir mér er það að fara í þessa framkvæmd rugl en það svosem sést á skrifum mínum en þau eru mínar skoðanir og fagna ég öllum skoðunum annara. Þetta er einfaldlega spurning um hvað félagsmenn vilja ég tel þögn ekki sama og samþykki og byð því menn að tjá sig um þetta málefni.
mbk Gísli Þór
R3337
25.04.2010 at 13:57 #691512Sælir félagar.
Að stækka skálann er eitthvað sem við þurfum ekki held ég. Aðsóknin virðist ekki vera það mikil, sýnir sig allavega ekki í skálagjöldum eða aðsókn að ferðum eða umferð um hálendið eða hvað?? Að stækka þurfi skálann… Burtséð frá einhverju byggingarleyfi.
Einnig er ekki verra að geta notað þessar nokkrar vinnuferðir í viðhald og lagfæringar skálans í stað þess að eyða öllu púðrinu í nýbyggingu.
En það væri gaman að vita hvaðan þessi hugmynd kemur, ekki það að ég hef ekki mætt á alla fundi eða viðburði en man ekki eftir stækkunarumræðu um Setrið, og hefði fundist það eðlilegt ef hún hefði komið upp að sú umræða hefði endað hérna á netinu, sem hún er kannski núna en þetta virðist hafa komið upp á borðið fyrir löngu síðan.
Er miklu frekar hlynntur því að að nota þennan pening og púður að reisa annan skála eða bara gera ekki neitt. Það er ekki eins og byggingarefni sé fríkeypis þessa dagana.
Og í orkumálum er löngu kominn tími á að gera eitthvað, kaupa temmilega stóra ljósavél sem er sparneytin og setja við hlið þeirra gömlu. Flott að nýta hana þá sem varavél þennan eyðsluhák sem hún er. Hægt er að taka helling til í þessum rafmagnsofnum sem eru á staðnum. Að ætla að fara stíla inná eitthvað 12V kerfi með sólarsellu og geymum er ég ekki alveg að sjá fyrir mér ganga þarna.
Úr því það þarf að vera vél í gangi til að keyra dælur þá getur hún auðveldlega keyrt nokkur ljós. Einnig er dæla sem sér um hringrásina á vatninu fyrir kyndinguna ekki satt. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast vel yfir og ekki gera neitt í fljótheitum og kasta peningum í einhverja vitleysu.
Kv, Kristján
Ef það á að byggja væri gott ef það væri bónstöð fyrir okkur Toyotu strákana.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.