FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skálamál, loka og læsa

by Ólafur Eiríksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Skálamál › Skálamál, loka og læsa

This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Elvar Níelsson Elvar Níelsson 20 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.01.2004 at 02:36 #193508
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant

    Það er eitt sem ég er að furða mig á þessa dagana, og langar til að vekja máls á hér. Þetta litla atriði kristallast ágætlega í könnuninni sem er í gangi hér á síðunni. Þar finnst mér persónulega vanta valmöguleikann að setrið verði einfaldlega haft opið.

    Kannski er þetta út af því að ég ferðaðist talsvert með mínum ágætu félögum á árunum fyrir og kringum 1990 þegar það var svo dásamlega frjálst að fara til fjalla, allir skálar opnir og sjaldnast nein vandamál kringum gistingar.

    Trúlega er ég líka einn af þeim seku sem hafa drýgt þann glæp að gista í fjallaskálum án þess að gera heiðarlega skil á skálagjöldum í einhver skipti. Já jafnvel mörg ef út í það er farið. Talsvert hef ég samt greitt af þeim þrátt fyrir allt.

    Mér finnst alveg gríðarlega sorglegt ef 4×4 klúbburinn ætlar að taka upp harða læsinga stefnu á öllum sínum húsum, í kjölfarið á öðrum félagasamtökum. Vissulega eru til „gild og góð“ rök fyrir því að það einfaldlega verði að læsta öllum skálum á hálendinu. Þau sem ég hef séð eru helst: Slæm umgengni, þjófnaðir, skálagjöld ekki greidd, og e.t.v skemmdir á búnaði.

    Það er aftur spurning hverju er fórnað með því að hefta aðgengi að skálunum!? Ég þori að veðja að allir sem einhverntímann hafa stundað fjallaferðir að einhverju ráði kannast við að hafa þurft að gjörbylta ferðaplani sökum veðurs og/eða færðar. Hverjir hér muna eftir því frelsi sem fólst í því að geta einfaldlega tekið 90° þverun á kúrsinn þegar aðstæður voru slæmar og stungið sér í næsta opna hús til gistingar ef svo bar undir. Vissulega bjóða þær lausnir sem menn eru að velta fyrir sér núna upp á mögulega aðlögun að þessu vandamáli, þ.e ef þær þá á annað borð virka. Tækni gizmo sem á að funkera í fjallaskála þarf að vera ansi skotheldur búnaður til að virka í raun.

    Mér kemur til hugar einn skáli á hálendinu sem ég hef oft gist í og raunar síðast í sumar. Þar er miði á innri hurð sem býður alla velkomna í skálann og þess er óskað að gengið sé vel um, ekki er getið á um skálagjöld en þar má finna kassa fyrir frjáls framlög ef ég man rétt. Þar er gas og jafnvel eldiviður á tyllidögum ef ferðalangar hafa þá ekki nýtt hann allann með veru sinni. Þetta hús er í eigu fárra einstaklinga og stendur við Þúfuvatn. Þetta hús hefur staðið opið allann tímann síðan það var reist. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær það var byggt, en ég hef gist þar ótal sinnum síðan 1990 og aldrei greitt krónu fyrir eitt né neitt. Við höfum haft það fyrir reglu að nota ekki gasið í húsinu, og reynt að koma með umframbyrgðir af eldivið í hina stóru kabyssu sem þarna er að finna. Ég hitti fyrir stuttu eiganda að þessu húsi og þakkaði honum fyrir allar gistinæturnar sem ég hef átt í hans ágæta húsi. Svarið var eitthvað á þessa leið : minnstu ekki á það vinur vertu velkominn meðan húsrúm leyfir.

    Í þessu húsi er borðbúnaður, pottar og pönnur, gaseldavél og ýmis búnaður. Ég hef komið að þessum skála illa lokuðum og þurft að byrja á því að moka út snjó. Ég hef einnig „lent“ í því að taka til eftir aðra ferðahópa sem hafa yfirgefið skálann á undan mér. Aðrir hafa fengið að taka til eftir mig þegar ég hef farið á undan þeim, bara eins og gengur í mannlegu félagi…….Ég sé ekki betur en þúfuvatnaskáli eldist bara vel hann er byggður á praktískann hátt, einfaldur, ekki of fínn og hefur verið umgjörð ótal ánægjustunda fyrir mig og vonandi mína samferðamenn.

    Það er mín skoðun að það sé svolítið undarlegt ef félagsskapur sem telur þúsundir getur ekki rekið fjallaskála á svipuðum slóðum með svipuðum hætti og 3-4 einstaklingar gera. Mér vitanlega hafa nöfn eigenda Þúfuvatnaskála ekki prýtt forsíðu lögbirtings eða annara sorprita, þannig að fjárhag þeirra virðist ekki hafa verið stefnt í voða með athæfinu.

    Umræðan um þessi mál hefur endurspeglast af smáborgaralegri umræðu um að einhverjir vitleysingar komist hjá því að greiða skálagjöld, þeir gætu stolið pottum, pönnum, koppum og öðru dótaríi sem kann að finnast í skálunum. Að ekki sé minnst á hina dýrmætu hráloíu sem þeir kunna að sóa við að kynda upp sinn kalda glæpamannakropp, og stöku kvendi sem gerist meðsekt í glæpnum með því að lúra hjá þeim án þess að greiða skálatollinn. Já, og ekki nóg með það heldur kunna þessi kvikindi ekki að taka til og þrífa. Jesús pétur sé oss næstur félagar.

    Án þess að fella sleggudóma (varúð það er einmitt það sem ég er að gera) þá skil ég vel að þeir sem standa í skálanefndum séu ergilegir. Það þarf að berja saman budget, laga þetta og hitt og reka skálann. Þeir þurfa að sinna viðhaldi og endurbótum líka… það er verulega auðvelt fyrir menn sem hafa af áhuga og krafti sinnt starfi fyrir klúbbinn að setja hnefann í borðið og kvarta sáran yfir skilum á skálagjöldum slæmri umgengni og svo fram…. Þegar maður heyrir kvartanir frá slíku fólki fyllist maður réttlátri reiði í garð slóðanna sem eru að malbikla yfir „óeigingjarnt sjálboðaliðastarf þeirra sem sinna skálunum“. Spurningin er kannski, hversu óeigingjarnt er starfið ef menn lenda í þessum skotgröfum.

    Mig langar að velta upp eftirfarandi pælingu. Hversu hræðilegt er það þó að einhver fífl gisti fjallaskála án þess að greiða skálagjöld. Getur verið að menn séu á rangri leið ef fjallaskálar þurfa að vera undir sérstöku eftirliti vegna þess hversu fínir þeir eru og hversu dýran búnað er að finna innan veggja þeirra. Hvaða máli skiptir fyrir 4×4 batteríið þó að það hverfi x-hundruð lítar af olíu? Hvaða máli skiptir þó að það þurfi að endurnýja borðbúnað, potta og pönnur, koppa og kirnur? Hversu stór er þessi fórnarkostnaður? Hvað er mikið mál að taka til í einum fjallaskála eftir eitthvað „lið“ sem hefur gengið illa um.. Til hvers er barist í raun? Hvar er félagsandinn í þessum klúbbi eiginlega, eru sérhagsmunir búnir að valta yfir allt sem heitir umburðarlyndi?

    Maður veltir því fyrir sér hversu rismikill félagsskapur 4×4 klúbburinn kærir sig um að vera. Ætlum við að verða félagsskapur sem sinnir engu nema þröngum sérhagsmunum, eða höfum við áhuga á því að hlúa að lifandi ferðamennsku á fjöllum fyrir okkur sjálfa og aðra sem gaman hafa að slíku.

    Í mínum huga er hér á ferðinni prinsippmál, ég nenni ekki að leita uppi lykla að 3 fjallaskálum fyrir eina gistinótt, þ.e einum fyrir áfangastaðinn og tveimur til vara. Pantanir á gistirými eru misnotaðar líka. Það er ekki eins og öll mál séu leyst með aðgangstýringum eins og umræður hér bera vitni.

    Kv
    Óli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 47 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 21.01.2004 at 10:10 #485036
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það má kannski segja að með svona kerfi þarf brotaviljinn að vera sterkari, til að svíkjast um að borga. Það er eitt að "láta hjá líða" að borga skálagjöldin, hugsunin kannski "ég ætlaði að borga þegar ég kæmi í bæinn, en gleymdi því" og svo annað að beinlínis ljúga til um upplýsingar, þá þarf sterkari brotavilja.

    Svo eru ribbaldarnir sem ganga um eins og naut og brjóta og skemma eins og t.d. FÍ hefur lent í inn í Laugum að því mér skilst. Þetta kannski stoppar þá ekki, en opnar á þann möguleika að rekja símtalið þannig að hægt verði að draga þá til ábyrgðar.

    Kv – Skúli





    21.01.2004 at 10:30 #485038
    Profile photo of Ægir Sævarsson
    Ægir Sævarsson
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 424

    en kvernig sendur á því að menn gleima að borga.
    ég held að menn og líka konur tími ekki að borga
    maður ser her á myndaalbúminu að menn eru búnir að vera inní setri afkverju ekki að senda þeim giróseðil eða að taka af þeim liklana.

    svo gæti einkver seð um eftir lit meðhúsinu

    keðja jepp





    21.01.2004 at 10:46 #485040
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Ég er nú nýlega genginn í þennan félagsskap og hef aldrei komið í Setrið – en á það vonandi eftir.

    En eitt í þessari umræðu vil ég kommenta á og það er sú hugmynd að hækka bara félagsgjöldin til að standa straum af rekstrarkostnaði skálans. Þetta er eithvað sem ég held að menn ættu alls ekki að hugsa um því að ég held að margir myndu setja það fyrir sig að borga fyrir eitthvað sem þeir hugsanlega aldrei nota. Svo þætti mér reyndar gaman að vita hversu stór (eða lítill) hluti rekstrarkostnaðar setursins er í raun greiddur með almennum félagsgjöldum, varla duga þessi litlu skálagjöld sem koma inn ?

    Mér sýnist á þessari umræðu að eina lausnin til að koma algerlega í veg fyrir að menn svindli á skálagjöldum en séu samt sem áður "frjálsir" ferða sinna sé að setja upp talnalás og myndavélakerfi. Þannig komast menn inn með því að hringja og geta ekki logið til um fjölda því myndavélarnar taka allt upp.

    Það er svo annarra að svara því hvort svona kerfi svarar kostnaði eða ekki. En þessi lausn er til þess að gera einföld í uppsetningu og búnaðurinn er allur fáanlegur.

    BM





    21.01.2004 at 15:18 #485042
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Sælir, var nú bara að velta fyrir mér tæknilegum útfærslum á títtnefndum talnalás og jafnvel myndavél eins og var nefnd hér að ofan.

    Þarf svona kerfi ekki að vera í stöðugu símasambandi? Þyrfti þá ekki jarðlínu þarna upp eftir til að tryggja áreiðanleika? Frekar sorglegt ef að menn eru að berjast í gegnum sortann og komast svo ekki inn á endanum vegna tæknilegra örðugleika :-s

    Bæði GSM (sem ég þekki ekki hvort að næsta þarna) og svo NMT eru ekki óskeikul, ég er bara of grænn til að skilja hvernig tæknilegu atriðin verða leyst með svona lás.

    Kv. Baddi drifleysingi.





    21.01.2004 at 17:12 #485044
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Baddi Blái það er ágætis NMT samband við Setrið. Þó vildi ég ekki þurfa að treysta að það til þess að komast inn. Auk þess eru ekki allir með NMT.
    Jón Snæland.





    21.01.2004 at 17:51 #485046
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    BÞV segir "Gætu þeir t.d. sagst vera á einum bíl, tveir menn, þrátt fyrir að vera í 10 bíla hóp með 30 manns… ???
    "
    Þetta er nátturulega bara rugl.. Hvernig er það BÞV þegar þú færð lykill af skála, fer þá allur hópurinn á 10 bílum að sækja lykilinn.

    Það skiptir ekki máli hvort þú ert með lykil eða talnarunu, það kemur niður á það sama. Þetta er "Virtual" lykill.. Eini munurinn þú getur fengið talnarununa í síma ekki lykil.

    Ef margir ótengdir hópar ætla að fara í skálan á sama tíma fá allir upp gefið sama númer. Sá sem er fyrstur í skálan opnar nátturulega. Allveg eins og margir væru að fara í sama skála með sinn lykil.

    Það eru til forritanlegir talnalásar. Þessir lásar þurfa að þola frost og raka til að geta virkað í þessu umhverfi sem þeim er ætlað. Svo fer skála nefnd einu sinni á ári og tengir ferðatölvuna við lásin með serial snúru og forritar hann aftur fyrir næstu heimsóknir og skiptir um rafhlöðu. Ekki málið..

    Þessir lásar þurfa ekki að tengjast síma, myndavél, internetinu eða greiðslukorta fyrtiæki á neinn hátt.. Bara bull.

    Þessi lausn er eina sem hægt er að gera til að viðhalda ferðafrelsinu, og farið í hvaða skála sem er þegar manni langar til.

    Hinn aðferðinn er bara að vera með lykil. Það er ekkert annað kerfi til sem leysir þetta mál.

    Persónulega væri mér allveg sama þótt Hótel Setur væri læstur. Ég sé mest eftir hinum skálunum sem FÍ og Útivist eiga og er nú læstir. Þar kæmi sér vel að vera með talnalása.

    kv,
    heijo





    21.01.2004 at 23:52 #485048
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Smá ath.semd varðandi innkomuna í kassann þá er þetta mjög einfalt, þar sem ég var þar á ferð umrædda helgi ásamt 6 ferðafélögum þegar allt var vitlaust og við sakaðir um að hafa ekki greitt gjöldin ásamt öllum sem voru þarna fyrir. En ég get bara svarað fyrir mig og mína að sjálfsögðu.
    Við greiddum allir 6 í kassann og því er auðvelt að reikna það út allir sem voru þarna á undan okkur hafa ekki borgað í boxið fyrir utan einn eða tvo síðan í ágúst allir hinir hljóta þá að hafa borgað í gegnum reikningin….eða hvað.Og hverjir eru það sem hafa farið þarna upp eftir síðan í ágúst, það skildi þó ekki vera að það séu nær eingöngu þeir sem mest hafa sig í frammi með fullyrðingar og ábendingar hér á spjallinu og telja sig vera heilaga 4×4 félaga.
    Eins og ég hef áður sagt lítið ykkur bara nær herrar mínir
    þá er þetta ekkert mál.

    Kveðja,

    Glanni





    22.01.2004 at 08:46 #485050
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég tek undir það sem heijo segir neðst í sínum pistli, fyrir mína ferðamennsku skiptir ekki öllu hvort Setrið er læst með lykli eða talnalás eða hvað, nema út frá spurningunni um hvort þau félagsgjöld sem ég borga fari í að borga gistingu annarra í Setrinu. Það er miklu meira hagsmunamál fyrir okkur að FÍ og Útivist komi upp svona lásum á sína skála, þar sem ekki er hægt að kaupa og eiga í hanskahólfinu lykla af þeim. Þetta eru kannski sterkustu rökin fyrir því að 4×4 taki upp þetta kerfi og dragi hin félögin með sér í þetta. Í raun er það stórkostlegt hagsmunamál fyrir jeppamenn, núna þegar það er orðin staðreynd að félögin eru farin að læsa skálunum.

    Kv – Skúli





    22.01.2004 at 09:20 #485052
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Hækka félagsgjöldin um 2 gistinætur (félagsgjald + 1600 kr)
    Svo er einnig hægt að læsa slottinu og menn sæki lykil til skálanefndar. Nú og ef illa fer að maður hafði ekki reiknað með að gista í skálanum væri hægt að brjóta upp kassa sem geymir neiðarlykil og hringja í skálanefnd og láta vita að lykillinn hafi verið notaður. Ef mér minnir rétt þurfa skálar sem eru læstir að vera með neyðarlykil í glerkassa sem hægt er að brjóta upp, það eru nokkrir svoleiðis á hálendinu.





    22.01.2004 at 09:55 #485054
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Skúli í hvað viltu að félagsgjaldið þitt renni í?

    Kveðja,
    Glanni.





    22.01.2004 at 10:45 #485056
    Profile photo of Guðmundur Sigurðsson
    Guðmundur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 42

    Þegar talað er um að setja talnalás í staðinn fyrir lykil þá er það nú þannig að þegar búið er að gefa upp talnarunu einusinni þá virkar sú runa aftur og aftur.

    Þannig að sá sem fengið hefur aðgang hefur aðgang þar til ný talnaruna eða nýr lás hefur verið settur í staðinn.

    Varðandi greiðslu fyrir skálagjöld, ef við hugsuðum dæmið uppá nýtt á jákvæðann hátt og virkjuðum upplýsingagildi netsins.

    Þá dettur mér í hug að á old.f4x4.is væri gestabók sem gjaldkeri félagsins uppfærði og hefði að geyma þa aðila sem greiddu gistingu inn á reikning.

    Þá kæmi gætum við sleppt því að vera með box, enn þess í stað upplýsingar um hvernig eigi að greiða.
    Með þessu væri auðveldara að gera upp gistingu eftir að viðkomandi sé kominn heim, ekkert vesen með að hafa pening með.

    Í þessu felst að þeir sem borga verða skráðir í gestabók
    Setursins. Og þeir sem voru í Setrinu geta séð hverjir greiddu ekki.

    Kveðja
    Guðmundur





    22.01.2004 at 11:03 #485058
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Svo ég svari Glanna þá vil ég að félagsgjöldin mín renni í þá margvíslegu starfsemi sem klúbburinn stendur fyrir og snýr að almennum hagsmunamálum þeirra sem ferðast um landið á jeppum, en ekki í að dekka kostnað sem beinlínis hlýst af ferðum einhverra einstaklinga útí bæ, ferðalögum sem koma starfsemi klúbbsins ekkert við. Það að félagsgjöldin mín renni í að greiða olíu og gas sem einhverrir brenna upp í Setri í sínum skemmtiferðum er ekkert öðruvísi en ef þau færu í eldsneyti á bílana hjá þessum sömu einstaklingum.

    Þá vil ég frekar að peningarnir fari t.d. í uppbyggingu á nýjum skála til að fjölga gistimöguleikum, fari í ímyndar- og áróðursherferð fyrir klúbbinn og jeppamenninguna, fari í þann kostnað sem hlýst af baráttu t.d. tækninefndar og fleiri apparata innan klúbbsins við að verja hagsmuni okkar gagnvart hinu opinbera, koma upp ferlagagnagrunni á netinu, efla heimasíðuna o.s.frv, o.s.frv., mætti lengi telja áfram þarflegri hluti.

    Af því það er komið inn á þetta þá er það ekki bara þannig að fjöldi félagsmanna leggi á sig heilmikla sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn, heldur bera líka í sumum tilfellum beinan kostnað til þess að geta unnið þessa sjálfboðavinnu. Á sama tíma fara fjármunir klúbbsins í beinan kostnað af ferðalögum manna sem ekki standa skil á skálagjöldum. Tek fram að þar á ég ekki við þig Glanni, enda búinn að gera grein fyrir þínum málum skilmerkilega 😉

    Kv – Skúli





    22.01.2004 at 21:01 #485060
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Það væri gaman að sjá í hvað þessi gjöld eru að fara í raun í það hlýtur að liggja einhverstaðar fyrir og öllum félagsmönnum hlítur að vera frálst að skoða það.
    Eru ekki ca.2000 manns sem greiða til félagsins eða hvað.
    ef við gefum okkur það þá eru þetta tæpar 8 milljónir á ári+ allir styrkirnir og fyrirgreiðslurnar.
    Það ætti nú að vera hægt að gera ýmislegt fyrir svona upphæð í áhugamannafélagi þar sem allir hlutir eru unnir í sjálfboðavinnu fyrir utan eitt stöðugildi.

    Kveðja,
    Glanni





    22.01.2004 at 22:04 #485062
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 146

    Gaman að fylgjast með hvernig menn snúa hlutunum stundum á hvolf.

    Eða eins og Óli sagði" það hvað kemur lítið í kassann í Setrinu segir mér það að félagar 4 x 4 hafa ekki áhuga á að borga skálagjöld"

    Eflaust segir þetta eitthvað um það að stór hluti þeirra sem gistir Setrið hafi ekki þennan "áhuga" En það segir harla lítið um áhuga hinna, sem er sennilega langfjölmennasti hópurinn, og aldrei gistir í Setrinu eða borgar þegar þeir gista þar, að þeir séu meira en reiðubúnir til að félagsgjöldin sem þeir borga fari í að greiða niður ferðalög þessara "kappa".
    Að ég tali nú ekki um að hækka þau enn frekar til að frí gisting verði auðveldari.

    Og lesa eftir menn eins og Glanna, stórhneykslaðan á að einhver skuli efast um að títtnefndur hópur upp í Setri geri skil á skálagjöldum, þrátt fyrir að það sé margbúið að koma fram að hér á síðunni að einungis um 5 hver maður sem var í Setrinu umrædda helgi hafi greitt.
    Maður bara spyr hvað er að ?

    Nei auðvitað er eina rétta leiðin að þeir sem nota þessa glæsilegu aðstöðu greiði fyrir hana, og er þeim það síður en svo nokkur vorkunn.

    Hinsvegar er ég á því að verðlagningu skálagjalda eigi að stilla mjög í hóf. Tel að það auðveldi innheimtu.

    En eftir því sem fleiri óskapast út í þennan sjálfsagða þátt í ferðalögum, og skapa þá um leið öðrum réttlætingu fyrir því að greiða ekki, þá styttist í að skálunum verði endanlega læst.
    Sem ég reyndar tel að verði talið sjálfsagt innan fárra ára.

    Bestu kveðjur Jón Ebbi.





    22.01.2004 at 23:12 #485064
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Í fyrsta lagi Ebbi er enginn að tala um að þú sem almennur félagsmaður eigir að borga ferðalög fyrir aðra í klúbbnum. það hafa allir jafnan rétt á að fara þarna upp eftir ef þeir vilja og þeir geta líka bara verið áfram í bænum að bíða eftir snjó eins og sumir gera og farið í einn og einn jeppatúr útí sjoppu.

    og í öðru lagi er ég og mínir félagar stórhneykslaðir á því að vera Þjófkenndir og kallaðir hinum ýmsu nöfnum hér opinberlega.
    MAÐUR BARA SPYR HVAÐ ER AÐ!! ?

    og í þriðja lagi hefur enginn skálanefndarmaður eða neinn sem gæti borið ábyrgð á þessum greiðslum gefið út neina yfirlýsingu á því hér á síðunni hversu mikið var borgað Kassi+banki.Aðrar yfirlýsingar eru bara þvæla og getgátur sem sumir hér gleypa alveg hrátt.

    Og í fjórða lagi.
    hverjir eru að "óskapast" og reyna að réttlæta fyrir öðrum að greiða ekki skálagjöld??

    og svo í fimmta, er annað, ég veit ekki betur en að skálinn sé læstur nú þegar,hvað meinarðu með því að læsa Endanlega,ætlarðu þá að læsa og henda lyklinum?

    Kveðja,
    Glanni Stórhneykslaði





    22.01.2004 at 23:35 #485066
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Umrædda helgi var greitt 20000 inn á banka og 7000 voru ómerkt í kassa.
    Fyrir hönd gjaldkera skálanefndar Jón Snæland.





    23.01.2004 at 00:23 #485068
    Profile photo of Jón Ebbi Halldórsson
    Jón Ebbi Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 146

    "Henda lyklinum" Já Glanni það var nákvæmlega það sem ég átti við. Henda honum í einhvern ábyrgan aðila, væntanlega í skálanefnd, sem síðan afhenti hann þeim sem teldu það þess virði að borga fyrir gistingu í Setrinu.

    Núverandi kerfi, sem byggir á því að fjöldi manns gengur með lykla að skálunum, sem það borgar fyrir, og finnst hugsanlega þess vegna að það þurfi ekki að greiða þar sem sé búið að borga í formi "skilagjalds", er mér ráðgáta hvernig á að ganga upp.

    Ég sé þetta þannig fyrir mér að á síðunni sé aðgengilegt og áberandi form fyrir skráningar í skálana. Auðleyst tæknilega. Þar komi auðvitað einnig fram allar upplýsingar um skálana og að sjálfsögðu númer hjá lyklavörslumanni.
    Enda allir aðrir lyklar innkallaðir.

    Talnalás og myndavélar? Auðvitað framkvæmanlegt tæknilega, en ómerkilegustu tæknigræjur vilja nú bila í 20 stiga hita inni á heimilum, hvað þá í -20 stiga gaddi í næðingi uppi á fjöllum, og auk þess háð símasambandi við menninguna. Og ekki vildi ég vera ábyrgur fyrir því þegar það gerðist við verstu aðstæður!

    Enda með vaxandi fjölda skála sem verða lokaðir á fjöllum tel ég að veruleikinn verði einfaldlega sá að fólk fer að skipuleggja sín ferðalög betur með næturstað í huga.
    Þó það sé hart að segja það þá verður trúlega minna um "óvissuferðir" nema skiplagðar!

    Mín Skoðun.

    Jón Ebbi.





    23.01.2004 at 01:59 #485070
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ebbi : Ég sagði að almennt hefðu 4×4 félagar ekki áhuga á að greiða skálagjöld.. ef það er fjórði, eða fimmti hver sem greiðir held ég að sú fullyrðing standi alveg sæmilega. Ég sé ekki hvernig ég sný hlutunum á haus með því.

    Kv
    Óli





    23.01.2004 at 02:03 #485072
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ég fullyrði hér og nú að þessi skálagjaldamál séu í raun ástæða þess að félagasamtök séu farin að læsa fjallaskálum. Slæm umgengni og skemmdarverk eru undantekningar og eru varla hin raunverulega ástæða. Það er kostun á rekstri skálanna sem knýr þessa sorglegu þróun.

    Það sem gerir þessa þróun enn sorglegri er að þetta erum við sjálfir sem um er að ræða. Þeir sem eru að ferðast á fjöllum (að vetri til) eru flestir í einhverjum af þeim félagasamtökum sem eiga skála á hálendinu.

    Þessi umræða er algerlega botnlaus, og hún er sífelld. Trúlega hefur þessi punktur valdið meiri leiðindum innan félaganna en nokkur annar, einhver patent lausn virðist ekki vera til því miður.

    Ég skil reyndar að hluta sum þau rök sem hafa verið týnd til hér gegn því að setja skálagjöld inn í félagssjöldin hjá 4×4. Ef maður lítur yfir sögu Setursins og alls þess starfs sem þar hefur verið unnið í sjálfboðavinnu, þá þykir manni svolítið "smátt" af nýliðum sem þykir það alveg af og frá að taka einhvern þátt í rekstri þess. Á þeim forsendum að það sé ekki víst að þeir noti það nokkurntímann.

    Kannski er það hið alvonda sósíalista hugskot í mínum haus sem kemur þessu ekki heim og saman. En ég hélt að frjáls félagasamtök, eða hagsmunasamtök jeppamanna snerust einmitt um að hver og einn greiddi sinn skerf í sameiginlegann sjóð, sem síðan væri úthlutað úr í misjöfn verkefni, burtséð frá beinum þörfum einstakra félaga hverju sinni. Ef við erum ekki tilbúnir að greiða í eitthvað sem við teljum að við notum sjaldan eða aldrei, þá má velta því fyrir sér hvað við erum að gera í félagsstarfi? Er þá ekki næsta mál að segja sig bara úr klúbbnum? Því að það er jú alltaf hætta á því að stjórnin ákveði að verja fé í einhver mál sem akkúrat ég sé mér engann hag af að taka þátt í!

    Ef menn líta svona á málið þá gætum við eins arfleitt einhvern rekstraraðila að Setrinu.. t.d Ístak eða Íav.. næsti skáli á vegum 4×4 verður kannski boðin út í alútboði þar sem verktaki sér um reksturinn til næstu 15 ára??

    Vissulega hef ég ekki áhuga á að greiða eldsneytið á jeppann hans Skúla sem skrifar marga ágæta pistla hér að ofan, en ég væri alveg til í að greiða hærri félagsgjöld í 4×4 til að reka skála félagsins, þó að það séu hverfandi líkur að ég noti þá á árinu. Jafnvel væri ég til í að rölta út í búð einu sinni á ári og gefa klúbbnum steikarpönnu eða pott, ef það mætti verða til þess að bæta þann skaða sem menn telja að hljótist af því að hafa fjallaskála ólæsta.

    Ég geri mér samt grein fyrir því að Setrið er sér á báti hvað þetta varðar. Sem betur fer er það opið að hluta til ennþá. Ég get vel skilið að menn séu viðkvæmir gagnvart því að hafa Setrið allt opið og öndvert, það er jú einskonar mekka 4×4 klúbbsins og án efa sá skáli á hálendinu sem mest er í lagt.

    Í raun er hér á ferðinni hlálegt smáura-vandamál, við erum að hafa okkur að fíflum með því að leysa ekki þessi atriði á almennilegann hátt í eitt skipti fyrir öll. Í samanburði við þann kostnað sem fylgir fjallaferðum fyrir félagsmenn þá eru rekstur skála 4×4 smáaurar. Hættum að reyna að stagla í handónýtt innheimtukerfi og smellum þessu í félsgsgjöldin, og hananú. Það erum einu sinni við sem notum skálana í miklum meirihluta.

    Kv Óli





    23.01.2004 at 10:54 #485074
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Glanni, þú spurðir:

    "Það væri gaman að sjá í hvað þessi gjöld eru að fara í raun í það hlýtur að liggja einhverstaðar fyrir og öllum félagsmönnum hlítur að vera frálst að skoða það."

    Reikningar félagsins eru lagðir fram á aðalfundi og þá gefst félagsmönnum tækifæri til að spyrja út í einstaka kostnaðarliði.

    Óli, (Óli kommi;) það er margt til í þessu sem þú segir og í smærri félagsskap sem innihéldi fólk með keimlíkar ferðavenjur þætti kannski sjálfsagt mál að öll afnot af skála sé innifalið í félagsgjaldi. Ég held bara að f4x4 sé of stór félagsskapur fyrir þessa leið og of fjölbreytt flóra ferðafólks innan félagsins. Nokkuð viss um að þetta yrði til þess að fækka félagsmönnum, sem væri ekki gott mál. Þvert á móti þurfum við að ná til sem flestra. Ég held að við þurfum að halda okkur við kapitalískar aðferð um að þeir borga sem nota.

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 47 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.